Hallærislegir ráðherrar Bjartrar og Viðreisnar.

2017 tískusýningHelgi segir að samkvæmt reglum Alþingis séu myndatökur í einkaþágu óheimilar í þingsalnum hvort sem sé á þingfundi eða utan. Aftur á móti sé heimilt að taka ljósmyndir inn í salinn, úr hliðarsölum eða gangi, þar sem ljósmyndarar standa fyrir utan salinn sjálfan.

Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra eru í harðri samkeppni um hallærislegustu uppákomurnar.

Fjármálaráðherra hefur heldur haft vinninginn en nú þarf hann að taka sig á eigi Björt umhverfis ekki að ná af honum toppsætinu.

Kannski er þetta alveg löglegt og reglurnar sveigðar að ystu nöf, en hallærislegt er þetta svo ekki sé meira sagt.

Ljósmyndir fyrir tískufyrirtæki í sölum Alþingis ber náttúrlega vott um dómgreindarleysi.

Þjóðin býður spennt eftir næstu hallærisuppákomum hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. En sannarlega smekklaust og dómgreindarlaust tiltæki.

Skemmtun í gúrkutíðinni.

( Myndin tengist efni bloggsins ekki beint )


Fjármálaráðherra 0 - Sjálfstæðisflokkurinn 3

2017 00 fjáriFjármálaráðherra hefur á nokkur flopp á ferlinum.

Fáir fjármálaráðherrar hafa átt jafn snautlegan feril á jafn skömmum tíma.

Flopp 1

10.000 kallinn sem átti að hverfa, það tók Sjálfstæðisflokkinn hálfan sólarhring að skjóta það mál niður fyrir ráðherranum.

Flopp 2

Evruumræðugrein fjármálaráðherrans kom til baka eins og bjúgverpill og hitti hann fyrir á innan við sólarhring. Stóri bróðir Sjálfstæðisflokkurinn leyfir ekki svona bull.

Flopp 3

Það hefur tekið hvað lengstan tíma en haft er fyrir satt að vsk breytingar ráðherrans á ferðaþjónustuna muni ekki ganga eftir. Sjálfstæðisflokkurinn á of mikill hagsmuna að gæta hjá þeim sem þar eru valdamestir til að leyfa Bensa að hækka á góðvini flokksins.

Staðan er því 3-0 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vafalaust stutt í að forskotið aukist enn, því ekki fær Viðreisn að ráða nokkrum sköpuðum hlut í þessu stjórnarsamstarfi frekar en BF.


Oft harðar deilur um umhverfismálin á Akureyri

Gamlar úr albúmi-6477Það er ekki nýtt að tekist sé um umhverfismálin á Akureyri. Í framhaldi af umræðum um óhreinan sjó og frárennslismál á höfuðborgarsvæðinu rifaðist upp fyrir mér ástandið sem var við fjörur Oddeyrar þegar ég var að alast þar upp á sjöunda áratug síðustu aldar.

Leiksvæði okkar barnanna var m.a. fjaran við Strandgötuna, frá Hafnarbakkanum alla leið niður á Tanga. Þá var þar sandfjara á löngum köflum, búið að fylla upp smábátadokkina sem var efst í krikanum á móts við Strandgötu 7.

Helsta einkenni þessa svæðis voru skolpræsi með stuttu millibili niður eftir allri Eyrinni.  Stórt ræsi var á móts við Lundargötuna, annað á móts við Norðurgötuna og svo áfram niðureftir.

Á sumrin var reynt að veiða silung við uppfyllinguna hjá Vörubílastöðinni Stefni, á háfjöru var gaman að ganga langt út eftir leirfjörunni sem kom þá uppúr og gamla flugplanið við Grundargötuna var dásamlegt svæði. Á háfjörunni voru ræsin á þurru og frá þeim runnu lækir eftir leirnum. Á flóði náði endinn á ræsunum rétt í sjóinn og þá var hægt að fikra sig út á enda og horfa á ýmskonar varning Eyrarpúkanna á leið til hafs. Enginn varð þó veikur þannig að hægt væri að rekja það til þessarar dásemdar.

Oft fékk maður dýfu þegar jaki gaf sig í jakahlaupinu að vetrarlagi. Vafalaust hefur maður sopið á meðan reynt var að krafla sig á þurrt.

Pollurinn var svo matarkista bæjarbúa, enginn fúlsaði við fiskinum þaðan ef hann fékst.

Á þriðja áratug sömu aldar voru uppi blaðadeilur um sama málefni. Þær voru stundum svolítið litaðar af flokkapólitík eins og gengur en ljóst að ástandið hefur angra marga á þessum árum, löngu fyrir meðvitaða umræðu um umhverfismál á sama hátt og í dag.

Kíkjum aðeins í Alþýðumanninn eftir 1930.

Margir bæjarbúar, sem ekki eru alveg kærulausir um útlit Akureyrar eru Erlingi Friðjónssyn þakklátir fyrir þá hreyfingu sem hann hefur reynt að vekja, til þess að fegraður yrði sá smánarblettur, sem " Fjaran " sunnan á Akureyri er fyrir bæinn. Auk þess arðvítuga óþefs, sem leggur að vitum þeirrra sem ganga Strandgötuna, er sóðabragur á öllu í " Fjörunni ", sem aðkomumenn standa oft undrandi yfir.

Hér skrifar Oddeyringur.

Aftur verður Oddeyringi nokkuð tíðrætt um það sem hann kallar íhaldsþefinn við Strandgötuna og krefst úrbóta.

Íslendingur lætur síðan ekki sitt eftir liggja og undir þá grein skrifar bæjarbúi.

Annars er nú Strandgatan sjálf, og fjaran meðfram henni orðin sú viðurstyggð, að vonandi er, að bærinn hefjist handa á þessu ári. Þá er óspart haldið á lofti, að Akureyrarbær geti engin peningalán fengið til neinna framkvæmda.

Sama sagan fyrir 80 árum og nú, ekki til neinir peningar til að sinna umhverfismálum og hreinlæti.  Það eru ófá lesendabréfin sem fjalla um ástand hreinlætismála á Akureyri fyrri hluta síðusu aldar. Þá virðist hafa verið pottur brotinn mjög víða, kannski var tíðandinn þá sáttari við svona stöðu mála en nú.

Auðvitað var ástandið við Oddeyrarstrendur ógeðslegt áratugum saman. Deilurnar um þessi mál voru háværar 1930, þær voru kannski ekki eins áberandi í blöðum á sjöunda áratugnum en nákvæmlega ekkert hafði lagast. Börnin á Oddeyri léku sér í sjó og fjörum sem voru gríðarlega mengaðar, svo mengaðar að kræklingur var löngu horfinn.

En svo hófust framkvæmdir, uppfyllingar voru gerðar, skolpinu var safnað í lagnir sem fluttu það norður í Krossanesvík. Þar átti svo á byggja langþráða hreinsistöð en því miður verður líklega enn bið á að svo verði.

Á meðan fer allt skolp frá Akureyri, óhreinsað í Eyjafjörðinn. Pollurinn er þó hreinni en hann var á æskuárum mínum en samt er ástandið þar óviðunandi á stundum þegar saurkóligerlar hafa mælst ofan viðmiðunarmarka.

Akureyringar deildu um sóðaskap og mengaðar strendur fyrir 80 árum.

Enn er staðan þannig að mengun blossar upp af og til þegar aðstæður eru óhagstæðar.

Mér finnst sannarlega kominn tími til að griða sig í brók og koma mengunarmálum til 21. aldarinnar.

1930 er löngu liðið.

 Skólpið


Kotbýli við Akureyri - Lónsgerði.

2015 Krossanesborgir og aðeins víðar-5127Friðlýsta land Akureyrar hefur margt að geyma. Auðugt fuglalíf, minjar frá stríðárunum, bút af gamla þjóðveginum til Akureyrar frá því fyrir 1907, óraskaða tjörn og tóftir gamals kotbýlis o.m.fl.

Kotbýlið Lóngerði er norðarlega í landi Krossanesborga, þar eru vel sýnilegar tóftir kots og úthúsa auk heimreiðar og túngarðs.

Í Lónsgerði var fyrst búið 1879. Þá bjó þar ekkjan Björg Þorgeirsdóttir ættuð úr Svarfaðardal með þrjá syni sína. Maður hennar Jón Hálfdánarson var frá Ytra - Krossanesi. 

Björg missti mann sinn í sjóinn eftir þriggja ára sambúð og virðist þá flytja í Lónsgerði fljótlega eftir það frá Syðra - Krossanesi.

Björg missti síðan þrjá syni sína í Draupnisslysinu mikla þegar Draupnir skip í eigu Gránufélagins fórst með átta mönnum í mikil skaðræðisveðri í byrjun maí 1897.  Um það orti Matthías Jochumsson mikla og sterka drápu.

Um aldamótin virðist Lónsgerði vera í eyði en næsti ábúandi býr þar frá 1901 - 1905. Það var Tómas Jónsson frá Brakanda. 1905-6 er bærinn í eyði en 1906 kemur þar til ábúðar Þóroddur Símonarson frá N-Vindheimum. Hann er þar til 1910. Davíð Eggertsson frá Litla Hamri er þar síða í eitt ár.

1911 - 1913 er bærinn í eyði en næsti ábúandi er Páll Kjartansson frá Grjótgarði og á eftir honum koma þrír ábúendur, sem allir búa stutt.

1921 - 1926 er Lónsgerði í eyði þá kemur þar Páll Hallgrímsson frá Mið-Samtúni og er í eitt ár. 1927-8 er býlið í eyði en árið 1928 kemur þar síðasti ábúandinn S.Sófus Gunnarsson frá Ytri-Skjaldarvík.

Hann er þarna til 1931 og flytur þá burtu og haft er á orði að hann hafi kvartað sáran undan miklum reimleikum og því óbúandi á bænum.

Þar með lýkur stuttri og köflóttri sögu Lónsgerðis, kotbýli sem algeng voru á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu.

Saga Lónsgerðis er að býlið er í eyði 11 - 12 ár af þeim tíma sem saga þess spannar, árin frá 1879 - 1931.

Til er lýsing húsakosts í Lónsgerði.

Baðstofa þiljuð að mestu í kring, óþiljuð að ofan.

Búrhús með frístandandi eldavél með og rörum í gegnum torfþak. Þiljað á parti með naglföstum bekk.

Eldhús með hlóðum.

Bæjardyr með framþili.

Geymslukofi

Hesthús.

Veggir úr grjóti og torfi.

Samtals er allt þetta virt á nákvæmlega 800 krónur.

Ekki vitum við hvernig var heim að líta að Lónsgerði meðan bærinn var í ábúð. Þetta var samt eitt af þessum agnarlitlu kotbýlum sem voru algeng á þessum tíma. Til  er mynd sem er sögð af kotbýli sem sennilega er í Fjóskadal og hægt er að ímynda sér að Lónsgerði hafi litið svipað út og stærðin svipuð.

Illugastaðir kannski

Þegar maður stendur og horfir yfir bæjarstæði Lónsgerðis er manni hulið hvernig hægt var að draga fram lífið á þessum stað. Nánast ekkert tún en vafalaust hægt að afla heyja með slætti í mýrunum.  Ábúendur hafa örugglega sótt lífsbjörg annað eins og sjá má á sögu fyrstu ábúenda, allir sjómenn nema móðirin sem hélt heimili í Lónsgerði.

 

Heimildir.

Aðalbjörg Sigmarsdóttir Hérðasskjalasafninu.

Byggðir Eyjafjarðar IIb. bls.683.


Ríkisstjórnarflokkarnir að hverfa.

2017 bbHvorki Viðreisn né Björt framtíð næðu manni inn á þing ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Rúm 34 prósent landsmanna styðja ríkisstjórnina sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun.

Viðreisn 4,7 %, Björt framtíð 2,4 %. Samtals 7,1%.

2/3 ríkisstjórnarflokkanna er horfinn af þingi samkvæmt könnun MMR.

Sannarlega er þetta ríkisstjórn sem rúin er öllu trausti.

Hafa rétt um 20 þingmenn af 63 samkvæmt þessari könnun.

Bjarni, er ekki kominn tími til að skila lyklunum svo vitnað sé í þína eigin hugmyndafræði frá því í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur.

 


Er það ekki óþolandi umhverfisráðherra ?

RæsiBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir gjörsamlega óþolandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur strax um skólpmengunina í Reykjavík. Hún segir ekki gott að sveitarfélögin hafi eftirlit með eigin mengandi starfsemi. Hún ætlar að beita sér fyrir því á þingi að eftirlit heilbrigðisnefnda með mengandi starfsemi verði fært frá sveitarfélögum til ríkisins.

Umhverfisráðherra virðist illa upplýstur um ástand skolpmála á Íslandi. Hún virðist heldur ekki vita með hvaða hætti eftirliti er háttað um landið. Átta mig ekki alveg á hvað vinnst með því að færa þetta eftirlit til stofnunar í Reykjavík þegar heilbrigðisnefndir eru í öllum landhlutum og geta lítið gert annað en fylgjast með ástandi og tilkynna það. Ekkert sveitarfélag hefur haft bolmagn til að ráðast í svona risaframkvæmd nema höfðuðborgin og nú síðst átti að vinna þessi mál í Eyjafirði en það frestast um ófyrirséða framtíð, enn einu sinni.

Henni finnst alveg óþolandi að höfðuborgarbúum þar með talin hún sjálf hafi ekki fengið að vita af bilun í hreinsikerfi höfuðborgarinnar.

Undanfarinn hálfan mánuð hafa dunið á okkur fréttir um hræðilegt ástand við eina hreinsistöð í Reykjavík, alveg skelfilegt bara.

En enginn hefur af því nokkrar áhyggjur þó gumsið renni óhindrað í sjóinn við flest sveitarfélög landsins.

Maður hefði nú kannski haft trú á því að sjálfur umhverfisráðherrann nefndi það og hefði áhyggjur af öllum þeim kúk og eyrnapinnum sem gusast í sjóinn, vötnin og árnar við heimabyggðir allra landsmanna nema þeirra í sem búa við þann lúxus að hafa hreinsivirki, sem er höfðuðborgin og fáein önnur.

En kannski finnst umhverfisráðherranum engin ástæða til að hafa áhyggjur af því, hennar áhyggjur snúa bara að því sem gerðist tímabundið í hennar eigin bakgarði.

Það væri yndislegt ef t.d. eitthvað bitastætt kæmi frá umhverfisráðuneytinu  í tengslum við mengun í Mývatni. Þar dregur ríkisvaldið lappirnar, en sveitarfélagið stendur sína pligt eins og framast er unnt.


Þjónn Sjálfstæðisflokksins má EKKI afneita krónunni.

2017 00 krónanÍslenska krón­an er óút­reikn­an­leg og leiðir til óstöðug­leika. Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra í grein sem birt er í Frétta­blaðinu í dag und­ir yf­ir­skrift­inni „má fjár­málaráðherra hafna krón­unni?

Má fjármálaráðherra hafna krónunni spyr Bensi.

Svarið er einfalt, þessi fjármálaráðherra má ekki hafna krónunni.

Ástæðan er líka einföld, hann valdi að verða fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins fyrir stólinn, skoðanir og stefna var seld fyrir slikk.

Fjármálaráðherrann Benedikt Jónannesson er þjónn BB og Sjálfstæðisflokksins og þess vegna er spurningin út í hött hjá BJ.

Auðvitað má þessi fjármálaráðherra ekki neita krónunni, hann er þjónn Sjálfstæðisflokksins sem hangir á krónunni eins og hundur á roði.


mbl.is Benedikt: ber skylda til að hafna krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugleysi bæjarstjórnar Akureyrar í umhverfismálum.

0 2017 0000 Hrísey-0297Bæjarstjórn Akureyarar hefur engan áhuga á umverfismálum. Tómlæti og dugleysi einkennir bæjarfulltrúana í þessum málaflokki.

Stórleikur þeirra var þegar þeir lögðu niður umhverfisnefndina og vistuðu umhverfismálin inni í bastarði sem ekkert er og hefur engar áherslur í þeim málaflokki.

Sorgleg staðreynd því ekki vantaði stóru orðin í upphafi kjörtímabils.

Ég ætla hér í örstuttu máli að draga fram eitt af mörgum atriðum sem staðfesta þessa skoðun mína.

Allir sem eitthvað vita um umhverfismál vita að Hrísey er stórkostlega ógnað af framandi plöntum, lúpínu og skógarkerfli sem njóta aðstoðar hinnar stórvöxnu hvannar sem er þó innlend planta.

Umverfisnefndir síðustu kjörtímabili höfðu á þessu skilning og mikil árhersla var lögð á að ná tökum á vandanum. Skilað var skýrslu sérfræðinga árið 2009 og þar er vandinn greindur og settar fram tillögur.

Eftir því var svo unnið og gerðar tilraunir með að slá kerfil og lúpínu og sá í svæðin. Það virtist bera árangur og lúpínan hvarf strax en skógarkerfillinn var erfiðari en samt sást mikill munur á þessum svæðum frá því sem áður var.

Nú sýnist manni að Akureyrarbær og sú nefnd sem á að sjá um umhverfismálin hafi gefist upp. Einnig er mjög naumt skammtað í málaflokkinn og að manni sýnist hefur verkefnið í Hrísey verið gefið upp á bátinn og vandamálið óleyst.

Dugleysi og lítil áhersla á umhverfismál, svo ekki sé talað um Hrísey eru bænum til vansa og lítil von til að sú nefnd ( bastarður ) hafi nokkun áhuga á að leysa þennan vanda enda byggingamál,breiðstræti, bílastæði og steinsteypa þeim ofar í huga, að manni sýnist.

Á myndunum má sjá hvar kerfillinn er að yfirtaka svæðin sem slegin voru enda hætt að sinna þeim og ekki mun líða á löngu þar til hann tekur öll völd af grasinu sem sáð var í svæðin á sínum tíma.

Þá munu miklir fjármunir tapast sem lagðir hafa verið í verkefnið auk þess sem náttúra Hríseyjar er í stórkostlegri hættu.

Ég skora á bæjarfulltrúana 11 að vakna og kynna sér skýrslu sem unnin var um gróðurfar í Hrísey árið 2009. Þeir hefðu sannarlega gott af því að kynna sér vandamálið og það sem þá var sagt og gert.

0 2017 0000 Hrísey-0310


Ógn steðjar að friðlandinu í Krossanesborgum. Ræs ræs.....

0 2017 0000 Fnjóskadalur-0205 

 

 

 

  Skógarkerfill og lúpína   sækja að friðlandinu í   Krossanesborgum.

 

 

 

Vandinn er ekki orðinn stór en fer vaxandi með hverju árinu sem ekkert er gert. 

Auðveldlega má sjá mun milli ára vestast á svæðinu við þjóðveg 1.

Það er von mín að bæjarkerfið vakni og þarna verði sleginn kerfill og lúpína á hverju sumri, áður en plönturnar bera fræ. Flestir sem þekkja ástandið í Hrísey ættu að fara á tærnar og koma í veg fyrir að þessar ágengu plöntur leggi undir sig friðlandið.

Að norðan eru miklar breiður af skógarkerfli við Lónið en hafa ekki sótt til suðurs inn á klettasvæðin í Krossanesborgum. Þar vantar lúpínuna til að aðstoða en hana skortir ekki á vestursvæðinu.

Ég skora því á bæjarkerfið að spretta á fætur og koma í veg fyrir að lúpína og kerfill leggi undir sig stór svæði í friðlandi Krossanesborga. Þar eru gríðarlega dýrmæt varpsvæði fugla auk þess sem þarna er fjölbreyttur íslenskur gróður sem oftast gefst upp fyrir þessum hákvöxnu árásargjörnu plöntum sem skógarkerfill og lúpína eru.

0 2017 0000 Fnjóskadalur-0199

 


Skítamórall í Sjálfstæðisbænum ?

2017 ármannSýni sem tekin voru í Kópavogi á móts við Nauthólsvík og Reykjavíkurflugvöll í maí sýna mikla saurmengun. Ekki er þó talið að mengunin tengist biluninni í skólpdælustöðinni í Reykjavík.

Ljótt ef satt er.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur eytt nótt og degi í að upplýsa landsmenn um að saurgerlamengun við Faxaskjól sé borgarstjóranum í Reykjavík að kenna.

Auðvitað er það ekki þannig og bilun sem veldur þessu verður lagfærð og þá verður Reykjavík á ný sá staður landins þar sem þessi mál eru í bestu lagi.

Þar eru einu alvöru skolphreinsunarstöðvar landsins.

Nú er uppi sami sami vandi uppi í Kópavogi.

Sannarlega ekki borgarstjóranum í Reykjavík að kenna en þá er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn dregur bæjarstjóra flokksins í Kópavogi til ábyrgðar.

Það gerir hann ef menn ætla að gæta jafnræðis.

Sjáum hvað setur.


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júlí 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband