Árið þegar sósialistaflokkur Íslands sprakk á limminu.

Vinstri grænir Steingríms J útnefndu sjálfa sig sem sósialistaflokk Íslands, flokkinn sem átti að gæta hins hreina vinstri og hafa grænt með í farteskinu.

Það var þegar Steingrímur J áttaði sig á að hann yrði aldrei leiðtogi jafnaðarmannaflokks þannig að hann stökk frá borði og bjó til formannssæti fyrir SIG í nýjum flokki.

Síðan hafa VG og Steingrímur verið gæslumenn hins hreina sósialisma á Íslandi, hreinni og heiðarlegri í sinni stefnu en aðrir flokkar.

VG mætti síðan í ríkisstjórn 2009 undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. Steingrímur stóð sína plikt og góður hluti liðsmanna hans en nokkuð margir hlupu frá borði því þeim þótti Steingrímur ekki nægilega heilagur vinstri maður og þeir vildu hafa hann.

Það var því hálftrosnaður vinstri grænn flokkur sem lauk kjörtímabilinu 2009 - 2013 eftir erfið átök við hrunið.

Svo fékk VG frí í fimm ár, Steingrímur fór í hornið hjá Katrínu og hin engilhreina Katrín varð vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Kannski ekki vegna stórra verka heldur vegna friðar og spektar við guð og menn.

Svo kom 2017, Katrín og félagar mældust í himinhæðum í skoðanakönnunum, sennilega mest út á hreinleikan og stefnufestuna. Þeim var treyst til að vera hinn staðfasti vinstri flokkur sem aldrei kvikaði.

En svo féll fylgið og endaði nánast á sama stað og árið áður.

Liðsmenn Katrínar voru ásakaðir um áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en hún og flestir liðsmenn hennar kölluð það lygi og vitleysu. Þeir voru hinn staðfasti vinstri flokkur sem leit á það sem köllun sína að halda hægri öflunum frá valdastólum.

Fylgi VG í könnunum og kosningum byggði fyrst og fremst á því að kjósendur trúðu því að flokkurinn væri bæði VINSTRI og GRÆNN.

Í dag rann síðan upp fyrir kjósendum ljós.

Flokkurinn var hvorki VINSTRI né GRÆNN og sósilaisminn hvarf eins og dögg fyrir sólu.

Katrín munstraði flokkinn á skútu Valhallar og lagði VINSTRI og GRÆNT til hliðar.

Í dag greiddi flokkurinn atkvæði gegn hækkun barnabóta og vaxtabóta sem kæmi auðvitað hinum verst settu í þjóðfélaginu best.

Þeir tóku við hægri kyndli Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins og hinn viðkunnalegi formaður þeirra hljómaði eins og harður Sjálftæðismaður í vörnum sínum fyrir svikin.

Það er erfitt að standa með köllun sinni og skoðunum þegar völd og ráðherrastólar eru í boði.

Því hafa sosialistar á Íslandi kynnst síðustu vikur.

Gamli stofnandi flokksins situr nú glaðbeittur í grobbstólnum sem hann fékk fyrir vistaskiptin.

Vinstri í nafni Vinstri grænna er orðið grátt grín enn á eftir að reyna á hvort grænt er til sölu eins og fyrri hlutinn.

Vondir tímar fyrir þá sem trúðu.


Vinstri grænir bregðast kjósendum sínum.

Katrín Jakobsdóttir svaraði því til að það væri ekki til marks um vönduð vinnubrögð að horfa ekki heildstætt á málið. Verið sé að auka útgjöld í fjárlögum til flestra málaflokka, sérstaklega heilbrigðismála og menntamála.

Í dag mun á það reyna hvort þingmenn VG eru þjónar íhaldsflokkanna.

Það væri skandall aldarinnar að sósialistaflokkur Íslands hallaði sér að hægri öfgaflokkunum og hafnaði hækkun á barnabótum og vaxtabótum.

3% kjósenda flokksins vildu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

Ekki vafi að enginn í hópi þessara þriggja prósenta vildu jafnframt að VG tæki upp stefnu Sjálfstæðisflokkins í félagslegu áhersluleysi.

Katrín Jakobsdóttir er komin út í horn. Hún er meira að segja farin að hljóma eins og Bjarni Benediktsson í rökum sínum gegn réttlætinu.

Sorgleg örlög þessa geðuga formanns sósialista á Íslandi.

Fróðlegt verður að fylgjast með atvæðagreiðslu um réttlætistillögur stjórnarandstöðunnar í dag.

 


Munu Vinstri grænir greiða atkvæði gegn hækkun ?

Allir flokkar í minnihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggja til hækkun barnabóta og vaxtabóta fyrir þriðju umræðu um bandorminn. Þingfundir verða á Alþingi í dag og á morgun, í fyrsta skipti á þessum árstíma í átta ár.

Nú bíður þjóðin eftir niðurstöðu fjárlagafrumvarpsins.

Helst er horft til hvort VG greiðir atkvæði gegn hækkun vaxta og barnabóta.

Það væri sannarlega saga til næsta bæjar og staðfesting þess að Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur stjórna þessari ríkisstjórn.

Dýrir væru þá þrír ráðherrastólar VG svo ekki sé nú talað um grobbstólinn hans Steingríms J Sigfússonar sósialista.


Lilja, Kata, bókaskatturinn og blekkingin.

2017 bækurÞingmenn allra flokka á Alþingi lögðu fram sameiginlegt frumvarp um afnám skattsins þann 26. september síðastliðinn, en fyrsti flutningsmaður þess var Lilja Alfreðsdóttir, sem nú gegnir embætti mennta- og menningarmálaráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Stjórnmálakonurnar Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru að skrökva í kjósendur.

Báðar fóru þær mikinn fyrir kosningar, af skyldi með bókaskattinn.

En hvernig fór það ?

Þetta var bara skrök og sýndarmennska.

Bókarskatturinn enn á sínum stað þrátt fyrir að lögð væri fram formleg tillaga í fjárlagaumræðunni um afnám skattsins, eins og þær stöllur boðuðu.

Niðurstaðan - báðar greiddu atkvæði gegn tillögu um afnám skattsins eins og öll stjórnarandstaðan.

Menningarflokkurinn :-( Vinstri grænir í takt við Frekjuflokkana tvo enda í vasa þeirra.

Það verður væntalega bið á að kjósendur taki mark á stjórnmálamönnum, þá sérstaklega þeim tveimur sem mesta áherslu lögðu á þetta við kjósendur fyrir fáeinum dögum.

 

 


Hamingjusamur Bjarni Ben.

Það leynir sér ekki að formaður Sjálfstæðisflokksins er hamingjusamur þessa dagana.

Borubrattur, styður sinn ráðherra sem þó er með allt niður um sig eins og Hanna Birna um árið.

Leggur fram sama fjárlagafrumvarp, næstum það sama og forveri hans lagði fram fyrir nokkrum mánuðum og sumir lykilþingmenn sögðust ekki ætla að styðja.

En samt hamingjusamur og brosmildur.

Ástæðan.

Hann er að mestu laus við að svara fyrir allar sínar gjörðir og skoðanir.

Honum tókst að færa Svarta Pétur yfir til Vinstri grænna og nú er það Katrín Jakobsdóttir hinn brosmildi og þægilegi formaður þeirra sem svarar fyrir allar syndir Bjarna og Valhallarliðsins.

Það er áberandi að brosið er horfið, þreytudrættir í andliti og baugar undir augum hjá hinum mjúka og geðfelda formanni fyrrum sosialistaflokks VG.

Það er greinilega ekkert gaman að vera málsvari og varnaraðili Bjarna Ben og félaga.

Það tekur á.

Spurningin er bara, hvað þolir grasrót Vinstri grænna lengi þessa óþægilegu niðurlægingu.

Allir nema forusta VG sjá að þeir voru plataðir af freku strákunum í valdaflokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokki.


Vantraust þjóðarinnar - traust Bjarna.

Það breytir því ekki að ráðherrann er með fullt traust frá mér.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofa þegar óskað var eftir viðbrögðum hans, sem formanns Sjálfstæðisflokksins, við því að Hæstiréttur taldi embættisfærslur Sigríðar Andersen þegar skipað var í embætti Landsréttardómara ekki í samræmi við stjórnsýslulög.

Lögbrjóturinn í dómsmálaráðuneytinu nýtur trausts formanns Sjálfstæðisflokksins.

Þannig var það líka þegar Hanna Birna ráðherra var í tómu tjóni og vitleysu.

Dómgreind formanns Sjálfstæðisflokksins er engin þegar kemur að svona málum eins og dæmin sanna.

Staðan núna er að dómsmálaráðherra nýtur traust fáeinna ráðamanna í stjórnarflokkunum en yfirgnæfandi þjóðarinnar vill hana burtu úr embætti.

En á Íslandi eru það siðspilltir stjórnmálamenn sem fara sínu fram, álit almennings skiptir engu.

Enda kannski skiljanlegt, þetta fólk er kosið aftur og aftur þrátt fyrir alla siðspillinguna og ljótleikann í embættisfærslum

Banana - hvað ?

Og nú hefur komið fram milljónatuga krafa vegna lögbrota ráðherrans og þær verða vafalaust fleiri.

Traust Bjarna á ráðherranum eykst vafalaust með hverjum dómi sem fellur.

Kemur kannski ekki á óvart en sárt er að sjá formann VG dragast út í spillingardýkið, fastur við Sjálfstæðisflokkinn.


VG og Katrín styðja dómsmálaráðherra.

Spurð um stöðu dóms­málaráðherra vegna máls­ins seg­ir for­sæt­is­ráðherra: „Ég gerði ekki kröfu um af­sögn ráðherr­ans síðasta vor vegna máls­ins og geri það held­ur ekki nú.“

VG og Katrín Jakobsdóttir hafa margoft lýst því yfir að flokkurinn geri harðar siðferðiskröfur í ýmsum málum sem er gott.

Þess vegna var nokkuð beðið eftir því hver viðbrögð VG yrðu í lögbrjótsmáli dómsmálaráðherra.

Þau eru afgerandi.

Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir styðja áframhaldandi setu Sigríðar Andersen í embætti dómsmálaráðherra.

Þá veit þjóðin það.

Greinilega eitt gjaldið fyrir að fá að sitja í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Hvort grasrótinni finnst þetta dýru verði keypt á eftir að koma í ljós.

Siðferðisþröskuldur VG er greinilega sveigjanlegur eftir aðstæðum hverju sinni.

 


mbl.is Fari yfir málið og læri af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verja Vinstri grænir dómsmálaráðherra vantrausti ?

2017 dómsmálaráðherraMeð klúðri, flumbrugangi og yfirlæti dró hún stórlega úr trausti því sem fólk vonaðist til að geta haft á nýjum dómstól.

( Illugi Jökulsson á Stundinni )

Það er ekki annað hægt en undrast viðbrögð dómsmálaráðherra við að hún var dæmd í Hæstarétti fyrir gróft lögbrot.

Hroki, yfirlæti, ekki sammála dómnum, ætlar að breyta leikreglum.

Heiðvirður ráðherra með sómatilfinningu hefði sagt sig frá embætti.

Ekki þessi ráðherra og það er greinilega fullreynt með að hún er ekki hæf í starfi.

Það mun örugglega koma fram vantrauststilaga á hana á þinginu.

Og hvað gera þá Vinstri grænir ?

Verja þeir hana falli fyrir nýja vini sína í Sjálfstæðisflokknum ?

Þjóðin mun fylgjast með af áhuga.


Ríkisstjórn VG svíkur öryrkja.

B2017 krupaðiroðað hefur verið til neyðarfundar í stjórn Öryrkjabandalagsins á mánudaginn. „Við verðum að upplýsa okkar fólk um það upplegg í fjárlagafrumvarpinu að engar hækkanir séu á örorkulífeyri. Við þurfum að ráða ráðum okkar um með hvaða hætti við bregðumst við þessu og hvernig við getum hugsanlega fundið einhverjar leiðir til að ná til stjórnvalda þannig að þau bregðist vonandi við. Við bindum enn vonir við að þau hækki örorkulífeyrinn – þau verða að gera það, það er ekki hægt að hafa þetta svona,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

( dv.is )

Stjórn Öryrkjabandalagins fundaði með tilvonandi ríkisstjórn þegar verið var að berja saman hægri stjórn VG.

Eftir þann fund var hópurinn bjartsýnn og viðræðurnar lofuðu góðu.

Nú blasir veruleikinn við í fjárlagafrumvarpinu, ekki króna í viðbót í þennan málaflokk og engar leiðréttingar í sjónmáli.

Fundurinn góði hefur snúist upp á vera orðavaðall og innhaldslaus.

Ríkisstjórn VG fer því af stað með það veganesti eins og sú síðasta, Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu.

VG hefur engin áhrif þar á og líklega er grasrót þess flokks að fara á límingunum.

Forusta VG mun ekki fá langa hveitibrauðsdaga hjá kjósendum sínum.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 818039

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband