Alvarleg mistök Katrínar og Svandísar.

Hátt í níutíu manns hafa sagt sig úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði síðan á mánudag þegar tilkynnt var að flokkurinn myndi fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

Það gefur á bátinn hjá VG.

Forustan hefur lesið rangt í grasrótina.

Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er eins og eplið var Mjallhvíti.

Úrsagnir og erfið umræða í netheimum.

Svandís biðlar til flokksmanna að segja sig ekki úr flokknum, bíðið og sjáið til hvað við erum að gera.

Örvæntingaróp.

Þungaviktarmenn byrjaðir að segja sig úr flokknum.

Hinn vinsæli og óumdeildi formaður VG upplifir nýtt og erfiðara umhverfi.

Margir efast um leiðtogahæfileikanna.

Talað er um dómgreindarleysi forustu VG, mistök að láta sér detta í hug að leiða til valda gömlu valdaklíkuflokkana enn á ný.

Kjósendur voru áreiðanlega ekki með það huga að leiða BB og SIJ til valda þegar þeir settu x  við V

En kannski verður bara ekkert úr þessu, sennilega vissara að hætta áður en stjórnarsáttmáli fer fyrir stofnanir VG.

Falli hann þar er forusta VG fallin, ef ekki þá á næstu mánuðum þegar flokkurinn fer að bera ábyrgð á gamla Íslandi undir forustu afturhaldleiðtoganna á hægri vængnum.


Vindhanar Vinstri grænna.

2017 vgEkki verður ráðist í skattahækkanir af hálfu þeirrar ríkis­stjórnar sem Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn leitast nú við að mynda. Viðræður flokkanna um málefni eru mjög langt komnar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ólíkar áherslur flokkanna í skattamálum verða lagðar til hliðar að mestu en breytingar í skattamálum þó áformaðar í tengslum við kjaraviðræður til að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins með áherslu á stöðugleika og jöfnuð. Stórátak í jafnréttismálum er einnig rætt af alvöru í tengslum við kjaraviðræðurnar, með áherslu á kjör kvennastétta

( visir.is )

Yfirlýsingar VG um skattabreytingar og réttlæti eru komnar á ís samvæmt fréttamiðlum.

Kemur ekkert sérlega á óvart, slíkt er aðeins ætlað til heimabrúks hjá þeim flokki.

Talið er næsta fullvíst að engar skattahækkanir verði á dagskrá væntalegrar ríkisstjórnar.

VG mun samþykkja kröfur Sjálfstæðisflokksins um að ekki.

Verði hækkuð veiðileyfagjöld á stórútgerðir.

Ekki verði settur á hátekjuskattur.

Ekki verði hækkaður skattur á orkufyrirtæki.

Ekki verði hækkaður skattur á stóriðjufyrirtæki.

Allar hugmyndir um tekjujöfnun í gegnum skattakerfið fara á ís.

Í stuttu máli.

Skattastefna Sjálfstæðisflokksins mun að mestu verða ráðandi í nýjum stjórnarsáttmála.

Kemur ekkert sérlega á óvart en undarlegt ef stofnanir VG samþykki svona með bros á vör fyrir völdin.

Þeir þurfa að svara samvisku sinni með hvar ætla þeir að sækja auknar tekjur til að bæta innviði samfélagsins sem var falleg loforð þeirra í kosningabaráttunni.


Stjórnarsáttmáli um fátt og smátt.

Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks áttu fundi með aðilum vinnumarkaðarins í dag til að ræða leiðir til að ná stöðugleika. Formaður Vinstri grænna segir að því samtali verði haldið áfram á morgun. Umræða um skiptingu ráðuneyta hófst í dag en ekkert liggur fyrir.

Þrír mestu afturhalds og íhaldsflokkar þessa lands hafa ákveðið að smíða sér sáttmála.

Margir óttast að fátt og smátt verði á dagskrá í þeim samningi.

Örugglega ekkert um breytingar hvað varðar:

Stjórnarskrá

Gjaldmiðilsmál

Evrópumál

Landbúnaðarmál

Sjávarútvegsmál

Atvinnumál

Þróun til framtíðar

Utanríkismál

Menntamál

Samgöngumál

o.mm. fl.

Þetta mun verða samningur um óbreytt ástand.

Vafalaust mun VG reyna að skreyta hann með dúllum og blúndum.

En niðurstaðan verður samningur um óbreytt ástand.

Nema eitthvað verulega óvænt gerist og gömlu freku karlarnir sem öllu munu ráða hætti að vera þeir sjálfir og breytist í eitthvað allt annað.

 

 


Erfiðir tímar framundan hjá VG.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki vilja veðja aleigunni á að forysta flokksins geti náð viðunandi niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokk. Andrés greiddi atkvæði gegn því að fara í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk á fundi þingflokksins í dag, annar tveggja þingmanna ásamt Rósu Björk Brynjólfsdóttur.

 

Erfiðir tímar framundan hjá VG.

VG hefur frá stofnun verið talið helsta mótvægi við íhaldsflokkana til hægri, Sjálfstæðisflokk og Framsókarflokk.

BF og Viðreisn töpuðu bróðurpartinum af fylgi sínu eftir slíkt samstarf sem stóð samt í örfáa mánuði.

Kjósendur þeirra flokka sættu sig ekki við að þeir Sjálfstæðisflokkurinn væri leiddur til valda, og því fór sem fór.

VG eru vinstri flokkur og flestir héldu að þetta væri prinsipfastur flokkur sem ekki léti leiða sig til þess leiks að leiða til valda tvo þá flokka á Íslandi sem mest spillingarorð færi af.

En nú tapar VG þessu orðspori, ekki lengur þetta óumdeilda mótvægi.

Formaður Sjálfstæðisflokksins er brenndur af ýmum málum og Framsóknarflokkurinn er einn helsti fyrirgreiðslu og sérhagsmunaflokkur hér á landi.

En VG virðist ekki hafa áhyggjur af þessari skógarferð.

Völdin eru mikils virði og formaður flokksins lá undir nokkru ámæli að hafa ekki náð að landa nokkru til handa flokknum í viðræðum síðustu kosninga.

Nú varð hún, pressan var mikil

En eftir viðbrögðum að dæma, bæði innan þingflokksins svo ekki sé talað um viðbrögð almennra kjósenda VG.

Einu sinni var talað um að SMALA KÖTTUM þegar horft var til VG.

Nú er hætt við að sú smalamennska verði enn erfiðari en þá.

Mér þykir þetta ferðalag VG vera með nokkrum ólíkindum.

Sumir þingmenn VG koma mér mjög á óvart.

 

 


Leiðir VG Framsókn og Sjálfstæðisflokk til valda ?

Helstu spár nú snúa að því að Katrín Jakobsdóttir muni fá forsætisráðuneytið í sinn hlut, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fjármálaráðuneytið og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks muni fá atvinnuvegaráðuneytið.

(visir.is)

Mikið er nú spáð og spekúlerað.

VG - Framsókn - Sjálfstæðisflokkur er talinn vera líklegasti kosturinn.

Fínt fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokk.

Verra fyrir VG.

Það þarf mikið til að formaður VG geti sannfært grasrót flokksins að píslarganga með valdaflokkunum tveimur sé góður leikur.

Samstarf félagshyggjuflokka við auðvaldið í þessum gjörspilltu valdaflokkum hefur yfirleitt kostað miklar fórnir.

Fylgishrun og álitshnekki.

Varla eru VG - liðar búnir að fyrirgefa Framsókn sýndarleikinn í síðustu viku ?

Hvernig VG ætlar síðan að ná ásættanlegum samningi við flokka sem eru fyrst og fremst að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna.

Hef litla trú á að þetta gangi, Katrín fær ekki að taka svona skref þó hana og Steingrím langi.

Ef svo fer samt sem áður er ekki líklegt að VG sleppi óskaðað frá því kompaníi.

Eitt er dagljóst.

Kjósendur VG kusu flokkinn ekki til þess að hann leiddi til valda Framsókn og Sjálfstæðisflokk.

Það er það eina sem er fullvissa fyrir í umræðum dagsins.

 

 

 


Framsókn er veiki hlekkurinn

 

Það slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum.

Kom mér ekkert sérlega á óvart, bjóst frekar við að svo færi.

Veiki hlekkurinn í þessum viðræðum er Framsóknarflokkurinn undir forustu SIJ.

Framsóknarflokkurinn er sundraður flokkur þar sem helmingur hefur yfirgefið skútuna og siglir með fyrrum formanni.

Yfirlýsingar um að varaformaður flokksins væri í reynd með Miðflokknum voru áhugaverðar.

Í framhaldi af því lýsti Lilja varaformaður því yfir að ekki kæmi til greina að atkvæðagreiðslu um ESB viðræður. Sérlega óskynsamlegt á þeim tímapunkti.

Formaður Framsóknar lýsti því svo yfir að yfirlýsing varaformannsins væri ekki með sínum vilja.

Formaður og varaformaður Framsóknar eru milli steins og sleggju.

Helmingur flokksins farinn og hræðslan við að fleiri fari er yfirþyrmandi.

Þess vegna eru þau að reyna að bera kápuna á báðum öxlum en í reynd komast þau ekki langt í þessari stöðu.

Framsókn er því í reynd veikasti hlekkur þeirra fjögurra flokka sem reyndu stjórnarmyndun, þó svo þeir reyni að tala um nauman meirihluta og ótrúverðugleika Pírata.

Meint lykistaða Framsóknar er því míta sem stenst ekki, þeir eru sundraður flokkur þjakaður af innanmeinum þó reynt sé að breiða yfir þá staðreynd.

Miðflokkurinn bíður fleiri tækifæra við að ná fleirum frá Framsókn og það vita þeir formenn gömlu Framsóknar.

 


Enn einu sinni brjóta dómstólar á mannréttindum.

Hæstirétt­ur staðfesti sýknu­dóm héraðsdóms árið 2014 í meiðyrðamáli sem Eg­ill Ein­ars­son höfðaði á hend­ur Inga Kristjáni Sig­ur­mars­syni fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­un. Hæstirétt­ur klofnaði í mál­inu, en meiri­hlut­inn sagði að tján­ing Inga hafi verið inn­an marka þess frels­is sem hon­um er tryggt í stjórn­ar­skrá. Þetta fellst Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hins veg­ar ekki á.

Dómaframkvæmd á Íslandi er áhyggjuefni.

Enginn getur verið viss um að dómstólar hér á landi gæti að mannréttindum.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margdæmt Ísland og íslenska dómstóla fyrir ranga dómaframkvæmd.

Óhæfir dómarar eða ónothæf lög ?

Það er hin stóra spurning og kominn tími á það fyrir löngu að láta kanna það með afgerandi hætti hvað veldur því að aftur og aftur er brotið á mannréttindum hér á landi og dómstólar ráða ekki við að tryggja rétt einstaklingsins hér á landi.

Mál að linni.

 


mbl.is Ríkið braut á Agli Einarssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarviðræður Framsóknar ?

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur slitið stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Mun ástæðan vera sú að þeir telja meiri­hlut­ann of tæp­an, en flokk­arn­ir fjór­ir, sem átt hafa í viðræðum, hefðu getað myndað 32 þing­manna meiri­hluta, sem er minnsti mögu­legi meiri­hluti á þingi.

Framsókn slítur.

Kemur mér ekki á óvart, Framsóknarflokkurinn er ekki líklegur til að vilja taka þátt í ríkisstjórn sem ætlar sér að breyta samfélaginu og forgangsröðun.

Þeir eru og hafa alltaf verið hagsmunagæsluflokkur á pari við Sjálfstæðisflokkinn.

Þegar tölur voru klárar eftir kosningar var bandalag Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar dagljós fyrsti kostur, Flokkur fólkins væri fínt uppfyllingarefni. Í því var SDG farinn að vinna strax með að smjaðra fyrir Ingu Sæland. Frekar auglóst hjá panamaprinsinum.

Nú slítur Framsókn, fáum að óvörum. Viðbáran er of tæpur meirihluti.

Treysta ekki Pírötum.

Satt að segja held ég að Framsókn væri síst treystandi þegar kemur að því að smíða umbótaáætlun. 

Þar ræður hagsmunagæslan.

Næsti kostur, BB fær umboðið og reynir að mynda hagsmunagæslustjórn.

Kannski verður niðurstaðan sú að SIJ verður aðal þegar upp er staðið.

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða kosninga gefur fáa möguleika.

Full­trú­ar fjög­urra stjórn­mála­flokka, sem stefna að því að mynda nýja rík­is­stjórn, munu hitt­ast á fyrsta form­lega fundi stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðnanna á heim­ili Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Syðra-Lang­holti í Hruna­manna­hreppi, í dag.

Niðurstaða kosninganna gefa fáa möguleika misslæma eða góða eftir atvikum.

Ljóst er að enginn hinna flokkanna hefur áhuga á að hafa Sjálfstæðisflokkinn og Miðflokkinn með, helsta ástæða fortíð formanna þeirra.

Nú er verið að reyna að koma á fjögurra flokka stjórn með formlegum hætti.

Í upphafi var talað um allt að sex flokka sem var líklega óraunhæf hugmynd frá upphafi.

Kjósendur hafa stillt málum upp með þeir hætti að á Íslandi verður aðeins hægt að mynda ríkisstjórnir um að redda daglegu amstri, og færa til áherslur í velferðarmálum og málefnum innviða samfélagins og kannski smávegis í viðbót.

Það mun ekki verða hægt að mynda ríkisstjórnir um nýja stjórnarskrá, ný utanríkismál, nýtt Ísland og allt það sem færir okkur nær Norðulöndum og Evrópu.

Fjöldi flokka og dreifð hugmyndafræði gerir það að verkum að nú erum við bara með reddarastjórnir, ekki ríkisstjórnir sem móta framtíð til lengri framtíðar.

Það er sá raunveruleiki sem við búum við í dag.

Auðvitað er ég óhress með það, sem hef haft áhuga á að Íslenskt þjóðfélag færist til þess raunveruleika sem íbúar í Norður Evrópu búa við.

En ég verð líklega að bíða enn um hríð.

Meirihluti kjósenda vill hafa þetta svona.


mbl.is Funda heima hjá Sigurði Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki stjórnvalda. Panamaprinsar settir út.

Samkvæmt heimildum Vísis er nú unnið að því markvisst að skrúfa saman stjórn sem samanstendur af öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, myndi leiða þá ríkisstjórn. Þetta myndi þýða sex flokka ríkisstjórn og þarf vart að hafa um það mörg orð að hér yrði um sögulega tilraun að ræða varðandi ríkisstjórnarsamstarf.

( visir.is )

Niðurstaða kosninganna 2017 verður lengi í minnum höfð.

Aðdragandinn, umræða um spillingarmál og leyndarhyggju gáfu vonir um að kjósendur kysu ekki þá sem hæst ber í þeirri umræðu.

Sú von brást að vissu leiti, Panamaprinsarnir fengu ríflega þriðjung atkvæða og umheimurinn gapir af undrun.

Víða er verið að sækja slíka menn til saka en ekki á Íslandi. Hér fá þeir fína kosningu.

En vonir standa nú til að hinir flokkarnir nái saman og setji fulltrúa spillingar og leyndarhyggju út fyrir stjórnarráðið.

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins eru ekki stjórntækir eins og flestir sjá og sennilega líka þeir sem kusu þá í kosningunum.

Trúverðugleiki Íslands er í húfi að þeir verði settir á ís.

Vonandi víkur hagsmunagæslan og fortíðarpólitíkin hjá þeim sem eru að reyna að berja saman stjórn.

En sporin hræða, að hika er sama og að tapa.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband