Hver greiddi auglýsingu minnihlutaflokkanna á Akureyri ?

 

2018 áróðurÞað birtist skrítin auglýsing í einu Akureyrarblaðanna.

Heilsíða með fyrirspurnum til meirihluta bæjarstjórnar frá minnihlutanum.

Búið var að svara mestu af þessum fyrirspurnum á síðasta bæjarstjórnarfundi.

Minnihlutinn hélt því fram að þetta væri eitthvað sem útgefandinn óskaði eftir að fá birt, en þótti sérkennileg fullyrðing þar sem eðlileg blaðamennska hefði kallað eftir meirihlutasamkomulaginu og birt svörin sem þegar lágu fyrir, en svo var ekki.

Nú hefur sú saga gengið um bæinn að þetta sé auglýsing sem einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins greiddi fyrir.

Hver þetta ? ef þetta er satt og rétt.

Það ætti ekki að vera flókið að sá stigi fram og viðurkenni að hafa greitt.

Enn sérkennilegra er að Miðflokkurinn og sérstaklega VG skuli fara í þann farveg að láta sjálfstæðismenn greiða fyrir sig augýsingar.

Ef þetta er satt munu flokkarnir láta færa þetta sem styrk í bókhaldinu eins og lög gera ráð fyrir.

Akureyringar bíða spenntir eftir niðurstöðu í þessu sérkennilega máli.

Þá liggur það fyrir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi þessa auglýsingu fyrir VG og Miðflokkinn.

Endanlega niðurstaðan er að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokkinn lét Kaupmannasamtök Akureyri greiða þessa auglýsingu.

Hvernig ætli VG og Miðflokknum líði með að frjáls félagsamtök á Akureyri séu að greiða fyrir þá pólitíska auglýsingu ?

Engin viðbrögð hafa borist frá þeim bænum enn sem komið er.

 


Endurreisn Oddeyrar - löngu tímabært verkefni.

Oddeyrarrölt hverfinsnefndar 26 5-1802 - CopyOddeyrin, næst elsta hverfi Akureyrar. Byggðist upp úr miðri 19. öld í tengslum við verslun og viðskipti auk vinnslu sjávarafurða.

Tanginn var athafnasvæði, Gránufélagið reisti verslunarhús sín neðst við Strandgötu. Í framhaldi af því fóru ýmsir tengdir því félagi að fá lóðir við Strandgötu og síðar hliðargöturnar Lundargötu, Norðurgötu, Grundargötu og Hríseyjargötu.

Þar byggðust upp lítil timburhús alþýðunnar á Eyrinni, fína fólkið reisti sér glæsihýsi við Strandgötuna.

Síðan er liðin ein og hálf öld og mikið vatn runnið til sjávar. Oddeyrin var fullbyggð að mestu á árunum 1960 -1970, aðeins hefur verið skotið inn húsum á auðar lóðir hér og þar, síðustu um og eftir 1990.

Ástæða þessa pistils er að síðan þá hefur hallað hratt undan fæti á Oddeyri, viðhald gatna, ljósastaura, gangstétta og flestra þeirra hluta sem tilheyra almenningsrými er að drabbast niður.

Bæjaryfirvöld hafa sýnt hverfinu fullkomið tómlæti hvað varðar viðhald og uppbyggingu. Það smitar síðan útfrá sér og viðhald húsa og lóða gæti víða verið miklu betra.

Fyrir tíu árum beitti undirritaður sér fyrir að gerð var úttekt á stöðu Oddeyrar og framtíðasýn. Skýrslan varð eins og oft hjá Akureyrarbæ ágætis hilludjásn og ekkert gerðist þrátt fyrir að L-listinn fengi hreinan meirihluta og hefði alla þræði í höndum sér. Áhuginn var því miður enginn.

Oddeyri austan Glerárgötu 2009.

Í upphafi síðasta kjörtímabils var sett í gang vinna við rammaskipulag á Oddeyri. Gott framtak en gekk allt of hægt. Þar er lagður grunnur að uppbyggingu Eyrarinnar til framtíðar.

Í framhaldi þarf að setja formlega fram verkáætlun, uppbygging gatna, gangstétta, ljósastaura og fleira. Jafnframt þarf að bjóða tómar lóðir á sérkjörum til að fylla upp í þær eyður sem víða eru.

Það þarf að vinna deiliskipulag fyrir norðurhluta, en til er deiliskipulag fyrir elsta hlutann frá 1998 en þarf að endurvinna það og taka þar inn endurreisnarhugmyndir.

Það er hægt að byrja á syðsta hluta með uppbyggingu, þ.e. svæðið sunnan Eiðsvallagötu.

Það er því eindregin tillaga mín að þegar verði sett á laggirnar uppbyggingarnefnd Oddeyrar.

Henni verði falið að stjórna áherslum og uppbyggingu Oddeyrar. Væntanleg nefnd hefur sem leiðarljós hina frábæru uppbyggingu Innbæjarins, sem allir sem muna var orðinn þreyttur og niðurníddur, núna perla Akureyrar hvað varðar verndun gamalla húsa og sögunnar.

Oddeyrin á það sannarlega skilið að henni sé sinnt og látið af tómlæti og áhugaleysi.

Ljósi punktur undanfarinna ára er endurreisn Eiðsvallarins sem var algjörlega að frumkvæði hverfisnefndarinnar og sýnir vel hvað er hægt vakni menn af Þyrnirósarsvefni undanfarinna áratuga.

 

Ræs Akureyri.Oddeyrarrölt fyrirtækjasvæði í okt 2014-7796


Jón og séra Jón á vinnumarkaði.

Í gær barst 48 for­stöðumönn­um rík­is­stofn­ana bréf frá kjararáði þar sem þeim er til­kynnt um úr­sk­urð ráðsins um laun þeirra og starfs­kjör. Úrsk­urður­inn, sem dag­sett­ur er 14. júní, var jafn­framt birt­ur á vefsíðu kjararáðs í gær, en eng­in frétta­til­kynn­ing var send út um málið.

Ruglið í kringum Bjarna Benediktsson og ríkissjórnina heldur áfram.

Nú hafa hálaunaforstjórar fengið 11% hækkun bara rétt si svona.

Á meðan molnar heilbrigðiskerfið í sundur vegna deilna sem fjármálaráðuneytið og Bjarni Benediksson hafa engan áhuga á.

Fjármálaráðherra verður að fara að átta sig á að hann er Svarti Pétur í þessum deilum sem eru komnar í algjöra blindgötu

Vinir hans hálaunaforstjórarnir fá skammtað úr hnefa milljónatugi meðan hann gerir sitt besta til að halda lágt launuðum ljósmæðrum við hugurmörk.

Maður hreinlega skilur ekki þetta hugarfar.

Og svo sitja Vinstri grænir brosandi í mjúku stólunum sínum og láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna mismunum á vinnumarkaði, þeim ríku í hag.

 


mbl.is Fengu um 10,8% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfniskröfur handvaldar af ráðherra ?

Ráðning­ar­ferli for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar verður gert op­in­bert þeim fjöl­miðlum sem þess óska. Þetta staðfest­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, sett­ur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra í mál­inu, í sam­tali við mbl.is, en þegar hef­ur verið óskað eft­ir gögn­um frá ráðuneyt­inu. Til­kynnt var um skip­un Bergþóru Þor­kels­dótt­ir í embættið í morg­un.

Áhugaverð ráðning.

Engin auglýsing.

Engar hæfniskröfur sem snúa að verklegum framkvæmdum eða skipulagi þeirra.

Dýralæknir.

Skólasystir samgönguráðherra.

Varaformaður Framsóknarflokksins tekur sæti ráðherra og sparaði ekki lýsingarorðin.

Ráðherra virðist því vera að ráða vinkonu sína sem bókara hjá Vegagerðinni, hún hefur próf í viðskiptafræðum.

Sama hvað hver segir, hæfniskröfum var stillt upp af Sigurði Inga vegna þess að hann ætlaði að ráða vinkonu sína, sama hvað.

Hefði kannski átt að hugleiða að stilla þessu upp með þeim hætti að einhver af brottflúnum ljósmæðrum hefði passað í starfið.

Frábær, æðisleg geggjuð eins og Lilja varaformaður Framsóknarflokksins segir.

Leitt fyrir þessa annars ágætu konu að fá á sig orð fyrir að vera valin af spilltum Framsóknarflokki, þarna þekkir maður flokkinn.

 


mbl.is Ráðningarferlið verður gert opinbert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðuneytið klúðrar málum.

2018 skór1Upp­sagn­ir tólf ljós­mæðra á Land­spít­al­an­um taka gildi í dag, en þær sögðu all­ar upp störf­um vegna kjara­deildu Ljós­mæðrafé­lags Íslands og rík­is­ins. Ljós­mæðurn­ar tólf hafa kvatt vinnustaðinn með tákn­ræn­um hætti á sam­fé­lags­miðlum með því að birta mynd­ir af vinnu­skón­um sín­um og starfs­manna­skír­teini. All­ar kveðja þær með mikl­um trega. Enn fleiri ljós­mæður hafa sagt upp á heil­brigðis­stofn­un­um víða um land og bú­ast má við því að upp­sögn­un­um fjölgi enn frek­ar verði ekki samið fljót­lega.

______________

Ríksstjórnin hefur klúðrað þessu máli rækilega.

Fjármálaráðherra klúðraði málinu með hrokafullum yfirlýsingum.

Heilbrigðisráðherra vill vafalaust vel en ræður engu, Bjarni stjórnar.

Það stefnir í mikinn vanda og ríkisstjórnin ræður ekki málið.

Það lofar ekki góðu fyrir stóru samningana í vetur.

Merkilegt langlundargeð þingflokks VG sem horfir á málin að mestu þegjandi.

Þeir erum múlbundir og algjörlega undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum.

Svo er þarna þriðji flokkurinn sem enginn man að er í ríkisstjórn.

Lýst er eftir Framsóknarflokknum.


mbl.is 12 ljósmæður leggja skóna á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Júlí 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband