Ögmundur örugglega feginn.

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í kvöld að enginn bilbugur væri á ríkisstjórninni þrátt fyrir að Ögmundur Jónasson hefði í dag sagt af sér embætti heilbrigðisráðherra vegna Icesave-málsins."

Ég held að Ögmundur verði feginn að hætta sem heilbrigðisráðherra. Hann var í ákaflega erfiðri stöðu sem formaður BSRB þó fráfarandi sé, og ég þykist vita að hann hefur legið undir stanslausri skothríð skjólstæðinga sinna í heilbrigðisstéttunum. Ögmundi er það örugglega næstum óbærilegt að þurfa að standa í að skera niður í heilbrigðiskerfinu og það gengur örugglega gegn lífsskoðnum hans að þurfa að gera það.

Allir vita að þarf þarf að taka til hendi því rekstrarfé skortir og tekur ríkissjóðs hafa dregist saman. Þess vegna þarf gamli hugsjónamaðurinn nauðugur - viljugur að ganga í þennan blóðuga niðurskurð. Ég þekki Ögmund vel og veit að hann er prisipfastur. Þess vegna er ég viss um það að niðurskurðaráform hans sjálfs í heilbrigðiskerfinu eru honum ekki síður þungbær en Icesavemálið sem er öllum erfitt.

Það er því skoðun margra að Ögmundur verða frelsinu feginn að þurfa ekki að ganga til leiks með niðurskurðarsveðjuna gegn skjólstæðingum sínum og félögum í BSRB. Þar á hann líka marga stuðningsmenn sem gætu hugsað sinn gang ef gamli socialistinn færi fram með þeim hætti sem í stefndi.

Það er því ekki ósennilegt að vægi erfiðra verkefna og andstaða félaga hans og vina í heilbrigðiskerfinu vegi ekki síður þungt í að Ögmundur vill yfirgefa heilbrigðisráðuneytið eins og prinsipafstaða vegna Icesave. Það verður léttari Ögmundur sem vaknar til leiks í fyrramálið þegar hann hefur losað sig við þessa tvo myllusteina ..


mbl.is Enginn bilbugur á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Varaformaður umhverfisnefndar" reynir sem köttur kringum heitan eld, að forðast kjarna málsins, þ.e. Icesave.

 Ögmundur maður að meiri að vilja ekki setja börn & BARNABÖRN okkar í áratuga skuldaklafa.

 Er það vilji Samfylkingarinnar ?? - Allt fyrir ráðherrastóla nokkra missera ??

 Er vara bæjarfulltrúinn viljugur að borga skuld mannsins í næsta húsi ?? !!

 Burt með Icesave & Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ! Icesave fyrir alþjóðaDÓMSTÓLA !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 20:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gott Kalli...ánægður með þig... skilur þetta miklu betur en ég...takk takk

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samkvæmt þessari skilgreiningu hefur Ögmundur ekki sagt þjóðinni satt um afsögn sína, finnst þér það líklegt? Heldur þú í alvöru Jón að Ögmundur sé svo vitlaus að hann hafi ekki gert sér grein fyrir væntanlegum niðurskurði þegar hann tók við þessu ráðherraembætti í vor?

Víðir Benediktsson, 30.9.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki satt?? hver segir það... auðvitað sagði hann satt..en sagði kannski ekki allt...

  .. örugglega Víðir enda er ég bara að segja að hann sé feginn að þurfa ekki að standa í því... og þú værir það örugglega líka í hans sporum.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband