Að toppa ruglið.

"Á fundinum var fyrst kosið á milli tveggja tillagna að lögum hreyfingarinnar. Síðan var hægt að gera breytingartillögur við þá tillögu, sem samþykkt var. Fjölmargar breytingartillögur voru lagðar fram og í tilkynningu frá Friðrik Þór Guðmundssyni, fundarstjóra, segir að og mörgu hafi verið breytt en úrvinnslan sé eftir og því að sinni ekki hægt að kynna nýsamþykkt lög Borgarahreyfingarinnar. "

Ef þetta er ekki til að toppa ruglið. Samkvæmt almennum fundarsköpum skal fyrst greidd atkvæði um breytingartillögur og síðan lögin í heild að því loknu. Þarna snúa menn þessu gjörsamlega á haus þannig að enginn veit hvaða lög og hvernig eru í gildi þegar menn ganga þarna út.

Ruglið hefur verið skemmtilegt fyrri almenning að fylgjast með, en þetta toppar þó sennilega ruglið í kringum þennan undarlega sirkus.


mbl.is Valgeir fékk flest atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þarna ferð þú rangt með!! Jón allar breytingar tillögur voru samþykktar áður en lögin í heild voru samþykkt.En þetta voru fjölmargar tillögur því ekki hægt að birta þær fyrr en allt hefur verið skrifað.Betra að sannareyna hlutina first.

Árni Björn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 23:34

2 identicon

Stór undarlegt.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:36

3 identicon

Ef ekki er hægt að kynna lögin, hvenrig var þá hægt að greiða atkvæði um þau?

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jón Ingi talar af vanþekkingu út frá ónákvæmri lýsingu fjölmiðils. Það komu fram tvær heildartillögur að lögum, "pakkar" með ólíkum grunni. Fyrst var að ákveða hvora leiðina skyldi fara - velja á milli tveggja ólíkra "heildarpakka". Þegar kosið hafði verið milli þessara ólíku leiða varð önnur ofan á í kosningum (tillaga A), en hinn "pakkinn" (tillaga B) lögð til hliðar. Þá tók við hefðbundin lagabreytingavinna, með tillögu A í höndunum, með afgreiðslu breytingatillagna. Allt eftir kúnstarinnar reglum og að breytingum loknum voru lögin borin upp í heild, svo breytt, til samþykktar eða synjunar.

Mig býður í grun að Jón Ingi kjósi að misskilja þetta, honum finnist það skemmtilegra að hafa þetta svona. 

Andri; þú verður bara að fyrirgefa, en það er mikil handavinna að færa inn allar breytingarnar, flókið mál og vandasamt. Þú verður og að fyrirgefa að menn hafi freistast til að leyfa kvöldfagnaði hreyfingarinnar að afloknum landsfundi að njóta forgangs framyfir slíka óskapa vinnu, að þessi vinna sé látin bíða til morguns, sunnudag, og er hann þó skilgreindur sem hvíldardagur. Ef þú hefur ekki skilning á þessu þá þýðir auðvitað ekki að ræða við þig um svona vinnu.

Friðrik Þór Guðmundsson, 12.9.2009 kl. 23:58

5 identicon

Þannig að hugsanlega voru mistök að halda að hægt væri að gera þetta allt á einum degi? Bara spurning, því ég er engin sérfræðingur í svona vinnu, er það ekki venjan að fólk hafi tíma til að kynna sér heildar lög áður en atkvæðagreiðsla fer fram?

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 00:10

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Vitaskuld vissi fólk upp á hár hvað það var að gera, Andri. Farið var ofan í saumana á hverri grein og hverri breytingatillögu og hvað breytingin þýddi ef hún yrði samþykkt. Allt þaulrætt og allur vafi skýrður, með glærusýningu og nákvæmum útlistunum. Þannig að þegar allt var frágengið og lögin svo breytt voru borin upp vissi fólkið, sem gengið hafði í gegnum alla vinnuna, upp á hár hvað það hafði verið að gera.

Ég er eingöngu að tala um þá handavinnu, sem nauðsynleg er, að færa allar breytingar skilmerkilega inn og búa til nýtt skjal sem heitir lög Borgarahreyfingarinnar. Jú, tíminn var kannski of naumur í sjálfu sér, rýmri tími hefði gert það unnt að færa allar breytingar jafnóðum inn og hafa fullbúið skjal tilbúið í lok fundar. En eins og ég segi; hver einasta grein var afgreidd sér og enginn vafi lék á því hvaða breytingar voru að eiga sér stað. Fullkomlega var unnið eftir eðlilegum fundarsköpum og bara töffaraskapur af hálfu Jóns Inga að vilja gefa í skyn að einhver vitleysa og rugl hafi átt sér stað.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 00:32

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í öllum alvöru félögum eru lagabreytingar kynntar með fyrirvara og liggja fyrir þegar fundur hefst. Síðan eiga að fara fram umræður og síðan á að bera lögin upp til samþykktar.... það er ótrúlega fyndið að fundi ljúki án þess að ljóst sé hvað hafi verið samþykkt og enn undarlegra að fundi ljúki án þess að tillögur sem kom fram í restina fái umræðu og séu samþykktar.

Þetta sýnir órtúlegt fúsk og ófagmennsku... tala af smá þekkingu um þetta því ég hef setið í laganefnd stéttarfélags í 25 ár .

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2009 kl. 00:34

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Enn heldur Jón Ingi þvælunni áfram út frá ótrúlegri vanþekkingu að að því er virðist illvilja. Lagabreytingarnar voru kynntar skilmerkilega fyrirfram. Umræður fóru skilmerkilega fram. Breytingatillögur voru afgreiddar skilmerkilega. Allir vissu hvað hafði verið samþykkt (eða synjað o.s.frv.). Allt fór fram eftir kúnstarinnar reglum og faglegum prinsippum.

Jón Ingi segist vera ljósmyndarnörd. Jón Ingi; Myndin var tekin. Þú sérð hana á digital myndavélarskjánum og veist upp á hár hvað er á myndinni. Ég er bara að tala um að það eigi eftir að prenta hana út á fínum pappír.

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 00:40

9 identicon

Takk fyrir svörin Friðrik.

Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 01:49

10 Smámynd: Guðmundur Ragnar Guðmundsson

Merkilegt Friðrik að þú skulir nenna að svar svona rugli.

Jón Ingi, þú segir "Í öllum alvöru félögum eru lagabreytingar kynntar með fyrirvara og liggja fyrir þegar fundur hefst". Að þessu leyti er Borgarhreyfingin þá ólík "alvöru félögum". Á þessum fundi mátti til viðbótar bera fram breytingartillögur sem uðru til í framhaldi af opinni umræðu um lögin. Þér finnst að eflaust of lýðræðislegt ?

Guðmundur Ragnar Guðmundsson, 13.9.2009 kl. 04:17

11 identicon

Ég er náttúrulega bara núll og nix í þessu öllu saman, hef engan þátt tekið í BH og kaus hana ekki einu sinni.

Ekki veit ég hvort BH eigi sér viðreisnar von, en er alveg klár á því að á meðan forystufólk hreyfingarinnar heldur áfram að stökkva fram á opinn ritvöllinn, hver í sínu lagi, um leið og hann/hún telur sig hafa eitthvað að segja, og án nokkurs samráðs við samstarfsfólk sitt, þá gengur þetta aldrei upp.

Hvort sem BH vill frekar láta kalla sig hreyfingu en stjórnmálaflokk þá þarf svona afl á öllum tímum að ígrunda vel hvað það lætur frá sér fara í yfirlýsingum.

Það gengur einfaldlega ekki að forystufólkið noti bloggið sem sína aðalsamskiptaleið og bloggi síðan bara út og suður um allt innra sem ytra starf hreyfingarinnar, samstarfsfólkið og eigin skoðanir, án umhugsunar og hvenær sem er -  og standi síðan í misgáfulegum niðurrifsumræðum í athugasemdakerfinu - jafnt við eigin flokkssystkyni og aðra sem standa utan við málin.

Ég legg hér með til að þið sem ætlið ykkur að rífa BH upp úr þessari gröf sem hún hefur grafið sér, þagnið nú algjörlega hvert og eitt um málefni BH á opinberum vettvangi og leggið því meiri tíma og rækt í að reisa við og móta innra starf flokksins/hreyfingarinnar.

Ef þið ætlið að halda áfram svona "spontant" einstaklingbundnum bloggskrifum um málefni BH og þessu endalausa rexi og pexi þar sem allir hafa aðgang að því þá rífið þið ykkur einfaldlega niður innan frá - aftur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 08:58

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bhr. var stofnuð með það meginmarkið að vera lögð niður - ég held að sá tími sé kominn -

Óðinn Þórisson, 13.9.2009 kl. 10:37

13 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég ætla bara vona að þessi hreyfing komst í gegnum þessar hremmingar. Svona afl á fullt erindi inn á Alþingi. Gamla fjórflokkaklíkan má ekki halda að hún sé sjálfssagður og ósnertanlegur hlutur.

Víðir Benediktsson, 13.9.2009 kl. 16:40

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Guðmundur... þetta er stjórnleysi en ekki lýðræði. Mér sýnist ruglið hafa verið mest innandyra hjá Borgararhreyfingunni.

Víðir... ef þetta framboð áti að sýna fjórflokkaklíkunni að hún væri ekki ósnertanleg... þá hefur þetta eimitt virkað öfugt... þetta afl liðaðist í sundur í sundurlyndi og deilum á mettíma og tryggði enn betur en áður að kjósendur kasta ekki atkvæði sínu síður á glæ með þessum hætti í framtíðinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband