Suður Ameríku pólitík ?

Það er leitt að fylgjast með Íslenskum stjórmálamönnum. Allt of margir þeirra ástunda afar óábyrgan málfluting og tilgangsleysi þess að reyna að nálgast sjónarmið þeirra er algjört. Þeir ætla að vera á móti og búa sér til nýjar víglínur eftir því sem reynt er að nálgast þá.

Framsóknarmenn skera sig úr og það er leitt að heyra málfluting þeirra sem er sýnir hversu reynslulausir þeir eru. Sennilega gera þeir sér enga grein fyrir því tjóni sem þeir eru að valda með framferði sínu því hver klukkustundin sem mál þetta tefst í einskisverðum tilraunum til að nálgast sjónarmið þeirra er dýr.

Maður hefur á tilfinningunni að Framsóknarflokkurinn sé að fara á límingunum vegna þeirra uppljóstrana sem augljóst að bíða handan við hornið. Líklega væri engum stjórnmálaflokki eins í mun að ná völdum til að geta drepið rannsóknum á fjármálaspillingunni á dreif. Þar koma margir við sögu... og sumir þeirra æði nánir forustu flokksins í gegnum árin.

Pólitík Framsóknarflokksins er óþroskuð Suður Ameríku pólitík og þeir sem þekkja til hennar vita hvað við er átt.

Hvort þeir láku þessu máli veit ég ekki frekar en aðrir en það sem er þó augljóst í stöðunni að það eru ekki stuðningsmenn þeirra fyrirvara sem lekið var, sem hafa hagsmuni af því að koma þessum gögnum til fjölmiðla.

En hver sem þetta gerði er leitt að sjá á hvaða plani sumir stjórnmálamenn á Íslandi sannarlega eru.


mbl.is Skaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband