Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur áhyggjur.

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur meiri áhyggjur af því að upplýsingum í Kaupþingsmálunum var lekið en hverju var lekið. Flestir hafa haft áhyggjur af þessum gríðarlegu upphæðum sem lánaðar voru tengdum aðilum.

Það fór líka í taugarnar á honum að ráðherrar fögnuðu þessum uppljóstrunum. Greinilegt hvar hjarta Bjarna Benediktssonar slær.

Mér kemur þetta ekki á óvart því mjög margir nærri Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hafa verið persónur og leikendur í fjármálasukkinu eins og glögglega sést í lánabók Kaupþings. Það verður fróðlegt að sjá lánabækur hinna bankanna þegar þær birtast.

Formaður Sjálfstæðisflokksins var pirraður þegar fréttamaður nefndi að fyrirtæki hans væri á þessum lista yfir skjólstæðinga Kaupþings og ef svo er ekki óeðlilegt að formaðurinn láti slíkt fara í taugarnar á sér.

Það gæti hitnað hressilega undir einhverjum á næstunni... og stundum læðist að manni grunur  af hverju Sjálfstæðisflokkurinn var svona staður að fara af stað eftir hrunið í haust og olli stjórnarslitum fyrir rest.


mbl.is Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er nokkuð sérstakt þegar stjórnvöld fagna lögbrotum. Það hlýtur fyrst og fremst að skipta máli að réttir aðilar hafi þessi gögn undir höndum.

Fyrst ríkisstjórnin fagnar svo þessum birtingum, má með undrum sæta að lögum hafi ekki fyrir löngu verið breytt. Þeir hafa haft þessar upplýsingar undir höndum í langan tíma.

TómasHa, 5.8.2009 kl. 15:42

2 identicon

allt upp á borðinu,eða svo var sagt í kosningabaráttunni af ÖLLUM flokkum.

zappa (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bankinn aflétti þessu sjálfur þannig að hann hefur ekki reiknað með að þetta stæðist fyrir dómi í vikunni þó ástæðan sé gefin önnur. Það reyndi ekki á hvort þarna var um lögbrot að ræða og því erfitt að fullyrða það þar sem ekki gekk dómur.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bjarni Ben. var spurður út í þetta í Kastljósi í gær og skýrði hann sitt mál mjög vel og er því málinu lokið.

Bara þannig að halda því til haga því sem rétt er varðandi stjórnarslit stjórnar Sf og Sjálfstæðisflokks þá var það ens og Geir lýsti því þá var sf í tætlum.

Þetta stjórnarsamstarf vg og sf er á algjörum brauðfótum og nú þegar á að leggja af stað í ESB aðildarviðræður - ja bæði ISG fyrrverandi formarður sf og Sigríður Ingibjörg þingkona sf hafa lýst því yfir að Jón Bjarnason sjávar og landbúnaðarráðherra eigi að segja af sér - þetta er búið

Óðinn Þórisson, 6.8.2009 kl. 07:27

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þegar þú talar um að flestir tengjist Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum, þá gleymir þú einu mikilvægu atriði.

Það vita allir að yfir Baugsveldinu hefur verið haldið hlífiskildi af ÞÍNUM EIGIN flokki, Samfylkingunni, varla þarf nú að minna þig á Borgarnesræðuna frægu hennar ISG ??

Vonandi manstu líka ennþá hver sat sem viðskiptaráðherra síðustu 18 mánuðina fyirr hrunið ?

Merkilegt hvað þið Samfylkingarfólk hafið komist upp með að ljúga að þjóðinni í gegnum tíðina, með aðstoð Bónus-auglýsingabæklingsins, sem kallast Fréttablaðið nú til dags !!

Sigurður Sigurðsson, 8.8.2009 kl. 10:27

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi frasi er orðinn illa þreyttur Sisi.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 10:40

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Vonandi manstu líka ennþá hver sat sem viðskiptaráðherra síðustu 18 mánuðina fyirr hrunið ?" segir þú

Ég man hver sat sem viðskiptaráðherra 14-15 mánuð fyrir hrunið. Ég veit líka að hrunið var hafði um áramót 2007-8 þegar hann hafði setið í 5-6 mánuði eins og sjá mátti á falli krónunnar.

Hann sagði líka af sér einn manna og axlaði pólitíska ábyrgð sem ekki var hægt að segja um tvo aðra lykilmenn... Seðlabankaráðherrann Geir Haarde og fjármálaráðherrann Árna Matt....

en þú líklega hefur gleymt því ??

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband