Davíð Oddsson og Árni Matt skuldbundu þjóðina.

Ég veit ekki hvort Davíð Oddsson er svona illa haldinn af minnisleysi eða hvort hann er svona ósvífinn ? Dæmi hver fyrir sig. Í nóvember undirritaði hann það plagg sem varðaði leiðina að þessari niðurstöðu. Ég hef svolitlar áhyggjur af Davíð Oddsyni og velti stundum fyrir mér hvernig hann leikur græna fréttamenn grátt í viðtölum.

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan sagði þessi sami bullukollur einnig í Mogganum 5.júlí eftirfarandi:

„ÞIÐ GETIÐ út af fyrir sig sett Björgólf Guðmundsson á hausinn og eruð sjálfsagt komnir langleiðina með það, en þið hafið ekkert leyfi til þess að setja íslensku þjóðina á hausinn,“ sagði Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, við þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, á fundi í Seðlabankanum snemma árs í fyrra, þar sem bankastjórarnir reifuðu sjónarmið Landsbankans um að ríkið bæri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum Landsbankans.

Þetta sagði hann væntanlega vegna þess að hann taldi ríkisábyrgð á Icesave.

AG (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Kristinn... það er ekki þannig..

Jón Ingi Cæsarsson, 13.7.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Nú nú, var hann í viðtali já.

Davíð Oddsson segir etc.

Geisp.

(ps.Það kemur nákvæmlega fram í skjalinu sem hann undirritaði hverjar skuldbindingar íslands væru varðandi innistæðurnar.)

http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/912663/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 21:09

4 identicon

Þú talar eins og talsmaður breta í þessu Ice-save máli Jón Ingi. Þú hefur ekki hlustað nægilega vel á Davíð. Hann sagð að Íslendingar ættu að borga þennan Ice-save bagga, svo framarlega að lög myndu gera ráð fyrir því. Nú er komið í ljós að íslensk lög segja ekki afdráttarlaust til hvort ríkið eigi að borga þessa upphæð. Auðvitað vilja bretar að við skrifum undir og borgum. Á móti eigum við að segja að við borgum ekki nema búið sé að útkljá málið fyrst fyrir dómstólum. Punktur og basta.

Þú ert frekar illa haldinn á beisku hatri á Davíð Oddssyni, þegar hann ber á góma, þá er eins og öll skynsemi fari lönd og leið í þínum málflutningi. Þú slítur texta úr samhengi, gerir þín orð að orðum Davíðs etc.

joi (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þetta er ekki rétt hjá þér Jón Ingi - ef þú hefðir tekið betur eftir þá værir þú á öðrum máli

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég er bara ekki sammála þér Jón Frímann - það á að vera hægt að treysta fólki Jón - Landsbankamenn misnotuðu sér allt það traust sem þeim bauðst og hefur staðið öðrum til boða - allt allt þeir fóur út fyrir allt velsæmi eins og við nú sjáum - ekki kenna Davíð um það

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 23:03

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Veit ekki hvar þið væruð ef þið hefðuð ekki Davíð til að benda á. Staðreyndin er samt sú að Icesave fitnaði aldrei meira en einmitt í valdatíð Samfylkingar og Hollenska svikamyllan er öll frá dögum Samfylkingar. Það sakar ekki að líta í eigin barm svona rétt annað slagið.

Víðir Benediktsson, 13.7.2009 kl. 23:14

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir... stjórnmálaflokkar stjórna ekki bönkum eða hafa aðgengi að þeim eða þeirra upplýsingum. Þetta átt þú að vita eftir alla umræðuna. Icesave var rekið sem eining innan Landsbanka og bankaeftirlit og seðlabanki báru á því ábyrgð hvað þar fór fram enda um starfssemi sem hafði fengið öll tilskilin leyfi hjá yfirvöldum seinnihluta árs 2005 og byrjaði starfssemi í Bretlandi snemma árs 2006.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2009 kl. 00:02

9 identicon

Víðir geturðu ekki bætt DO við í einn túr. Þjóðin þarf að fá smá frí.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:15

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jón Sigurðsson var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins þegar hollenska ruglið fór af stað. Honum var í lófa lagið að stoppa vitleysuna en hann bara gerði það ekki. Sama gildir um Icesave í Bretlandi, Fjármálaeftirlitið átti að taka í taumana ekki seinna en í byrjun árs 2008 en bara gerði það ekki. Samfylkingin getur aldrei hvítþvegið sig af aðgerðarleysinu sem kom okkur á þann stað sem við erum núna. Þó Davíð og Framsókn séu slæmir gerir það Samfylkinguna ekkert betri. Gott ef sami Jón Sigurðsson var ekki varaformaður Seðlabankans líka en sá karl virðist horfinn af yfirborði jarðar.

Víðir Benediktsson, 14.7.2009 kl. 00:19

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...  ,, er þér mikið í mun að finna sökudólga núna ? Hefur þú heyrt um hugtakið bankaleynd... hefur þú þekkingu á hversu margir eru í stjórnum banka og hvernig þær vinna ? Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá því kerfi sem fékk að vaxa hömlulaust eftir að bindiskyldan var afnumin. Þetta kemur allt saman í ljós þegar rannsókn á hruninu líkur... þá fáum við að vita hverjir voru aukaleikararnir á baki við þessa stóru sem allir vita um. En ef þú vilt endilega týna út hina og þessa þá er það meinalaust af minni hálfu. Ég held svei mér þá að Eysteinn hafi setið í bankaráði Búnaðarbankans einu sinni og það má örugglega rekja þræði þangað ef vilji er til þess...

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2009 kl. 00:27

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er heila málið Jón að ég hef bara ekkert verið að benda á sökudólga svona umfram aðra. Hins vegar dettur mér ekki til hugar að sitja þegjandi undir þeirri umræðu að Samfylkingin beri enga ábyrgð á því hvernig fór. Skrif Björgvins G. þáverandi viðskiptaráðherra í ágúst í fyrra benda til þess að hann hafi verið í fullkominni afneitun eða bæði blindur og heyrnarlaus nema hvortveggja hafi verið. Samfylkingin hafði eitt og hálft ár til að lágmarka skaðann en bara gerði það ekki og nú er bara bent út og suður og sagt ekki ég, ekki ég. Nýjasta fyrirbærið er að Árni Páll sat í bankaráði Búnaðarbankans og það fór fram hjá honum að Búnaðarbankinn lánaði fyrir einu stykki Landsbanka og svona á endalaust að að matreiða ofan í okkur vitleysuna.

Víðir Benediktsson, 14.7.2009 kl. 00:54

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég sem hélt að Víðir væri á skaki fyrir utan sigló...

Óskar Þorkelsson, 14.7.2009 kl. 03:04

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Þó Davíð hefði skrifað undir að hann myndi selja Ísland til Kína sem Seðlabankastjóri eða forsætisráðherra getur það aldrei orðið að lögum fyrir en alþingi er búið að samþykkja það, forseti Íslands að staðfesta það og búið að birta það í stjórnartíðindum svo það skiptir engu hvað hver skrifaði undir með skuldarviðurkenningar sem Íslenska þjóðin þarf að borga, hún öðlast aldrei gildi fyrir en eftir þetta ferli og allar undirskriftir eru með þeim fyrirvara.

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 10:32

15 identicon

Það er/verður endalaust hægt að þvarga um hver ber ábyrgð á þessu og hinu í öllu því sem gengið hefur á síðustu mánuði.  Vissulega er mikilvægt að komast til botns í því, óþarft að gera lítið úr því.  Einnig er fólk með misjafnar skoðanir á aðalpersónum í þessu öllu saman, fólk hefur rétt á því, erfitt oft á tíðum að nota rök í því samhengi því tilfinningar spila þar oft stóra rullu, en auðvitað hefur hver og einn rétt á sínum skoðunum. 

Hins vegar, og það er aðalatriðið, eru þessir þættir ekki mest aðkallandi akkúrat núna.  Aðalatriðið er að komast til botns í því hvað hægt er að gera í stöðunni núna hvað varðar Icesave, burt séð frá því hverjum um er að kenna.  Við getum varla fullyrt um að einhverjir hafi nú þegar skuldbundið þjóðina þar sem ekki hefur verið skrifað undir neitt skuldbindandi.  Viljayfirlýsingar eru eflaust ágætar til síns brúks, geta bætt eða veikt stöðuna, en þær skuldbinda okkur ekki, eftir því sem ég best veit.  Núna liggur hins vegar fyrir Alþingi mál sem vissulega getur skuldbundið þjóðina.  Er þá ekki eðlilegast að fullvissa sig um hvort það sé alveg örugglega þannig að við berum lagalega skyldu til að taka þetta á okkur, því þetta eru engir smáaurar sem talað er um.

Ég tel mikilvægast núna að halda fókusnum á aðalatriðinu, geyma karp um ástæður og persónur í bili, finna út hvort það sé virkilega ríkisábyrgð á Icesave áður en að Alþingið skuldbindur þjóðina.  Virtir fræðimenn, sem hafa miklu meiri þekkingu á svona hlutum en margir, hafa efast um slíkt.  Við megum ekki við því að taka á okkur svona risabagga án þess að vera pottþéttir á að okkur beri skylda til þess samkvæmt lögum sem við höfum þegar gengist undir.  Fyrirliggjandi samningur (afrakstur pólitísku leiðarinnar) gefur engan afslátt á ríkisábyrgð, hið eina eru frestanir á afborgunum, en við verðum að greiða allar innistæðutrygginguna með ríkisábyrgð, verðum við þá ekki að kanna lagalegu stöðuna til fulls?

Þorkell (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 10:34

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Algjörlega sammála þér Þorkell, láta dómstóla skera úr um þetta, það er hið eina rétta og ef svo vill til að við verðum dæmd til að borga þetta þá er það bara þannig en það er fáránlegt að skrifa undir ánþess að vera viss um hvort Íslenska þjóðin sé ábyrg eða ekki.

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 10:41

17 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Víðir...maður á ekki að lepja upp allar Gróusögur sem maður heyrir.. Hvar heyrðir þú á Árni Páll hefði verið í bankaráði Búnaðarbanka á þeim tíma sem um var rætt.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/14/lan_veitt_eftir_einkavaedingu_bunadarbankans/

Jón Ingi Cæsarsson, 14.7.2009 kl. 14:18

18 Smámynd: Sævar Einarsson

Áhugavert, amk miðað við http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=678 en þar stendur "Í bankaráði Búnaðarbankans 2001-2003" þá geri ég fastlega ráð fyrir því þegar þeir skrifa undir kaupin 1 eða 2 janúar 2003 að þeir hafi haft fjármagn til þess að kaupa bankann og fengið það þá lánað fyrir áramót 2003, með öðrum orðum seint árið 2002 þegar hann Árni Páll Árnason sat í bankaráði Búnaðarbankans. Það selur enginn eignir nema fá peninga fyrir, varla selur ríkið bankann og segir svo "þið reddið svo bara peningnum seinna" það þykir mér afar hæpið.

Sævar Einarsson, 14.7.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 818039

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband