Stjórnmálamenn á flótta.

Aumingjaskapur Framsóknarmanna og Borgarahreyfingarinnar ríður ekki við einteyming. Nú ætla þeir að hlaupa í skjól og færa ábyrgð sem þeim ber á herðar þjóðarinnar. Það hefði verið gott og gilt ef það hefði legið fyrir frá upphafi og málið væri þess eðlis að hægt sé og skylt að láta þjóðina ráða.

En Icesave er milliríkjasamningur sem er tímabundið fyrirbæri og stafar af alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist í samræmi við skyldur EES og rekstur bankastofnana. Eftirlitsstofnanir og Seðlabanki brugðust og þess vegna ber okkur að axla þá ábyrgð.... um það eru allir alvöru stjórnmálamenn sammála.

En stjórnmálamenn sem hugsa fyrst og fremst um eiginn rass og eiginn flokk reyna að færa þessa ábyrgð frá sér til þjóðarinnar. Það er aumt að sjá og ljóst að þessir stjórnmálamenn rísa ekki undir skyldum og ábyrgð þeirri sem þeir eru kosnir til. Það er hreinlegra heiðarlegra að greiða atkvæði gegn þessum samningum með ófyrirséðum afleiðingum en reyna að varpa ábyrgðinni annað.

 


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hvaða bull og vitleysa er þetta í þér Jón minn

ástæða þess að við styðjum þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi þetta mál er einfaldlega sú að okkur finnst að þjóðin eigi rétt á að taka upplýsta ákvörðun um svo afdrifaríkt mál - en það er alveg ljóst að hvernig svo sem þetta fer að ég mun ásamt félögum mínum í XO greiða okkar atkvæði gegn þessum samning einfaldlega vegna þess að þetta er illa unninn samningur með allt of mörgum vafaatriðum innanborðs sem munu vega þungt á þjóðinni ef reynist rétt... ég held að hið sama megi segja um framsókn þó það sé ekki í mínum verkahring að verja þá - en ég hef aldrei heyrt neinn í framsókn veigra sér við að greiða atkvæði gegn þessum vonda samning - tek það samt fram að við erum ekki á móti því að gera samning en það er ekki hægt að taka þær áhættur sem innan hans rýmast...

Birgitta Jónsdóttir, 26.6.2009 kl. 21:22

2 identicon

Innilega sammála Birgittu !

Það mættu fleirri hennar líkar sitja niðrá Alþingi ! Og sjáiði bara til í næstu kosningum !.....sem vonandi verða eigi síðar en í haust !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sýndu nú smá auðmýkt Jón og vertu þakklátur. Þú veist vel að Framsóknarflokkurinn bjargaði Samfylkingunni frá glötun með því að verja Jóhönnu og minnihlutastjórnina falli svo Framsókn á eitthvað betra skilið frá þér en svona yfirhalningar, er það ekki? Án Framsóknar væri Samfylkingin ekkert, það er ekki deilt um það.

Víðir Benediktsson, 26.6.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það sem gerir tillöguna ótrúverðuga er að þau geta ekki komið sér saman um hvað við ættum að gera ef tillagan gengur eftir og samningarnir felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað á að gera varðandi Icesave???????

Andrés Kristjánsson, 26.6.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Birgitta... þetta er flótti frá ábyrgð... til hvers varstu að sækjast eftir að komast þarna inn ef ekki til að hafa áhrif og axla ábyrgð. Það er ekki grundvöllur í lögum til að setja svona mál í þjóðaratvæði því það gæti aðeins í besta falli verið ráðgefandi en ekki bindandi og almenningur hefur ekki sama möguleika og alþingismenn með alla sína sérfræðinga til að taka upplýsta ákvörðun. Mál eiga ekki að fara í þjóðaratkvæði nema það liggi fyrir frá upphafi ..

Mér finnst þú tala af lítilsvirðingu um verk manna sem hafa lagt sig alla fram og í samræmi við þá nestun og möguleika sem þeir höfðu.

Rétt Andrés... það er gagnrýnt en ekki veitt nein trúverðug svör. Ég vil ekki að framtíð okkar sé skilin eftir í lausu lofti um langan tíma.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.6.2009 kl. 00:19

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hversvegna er SF á móti því að þjóðin fái að kjósa um þennan IceSlave samning og um það hvort þjóðin vilji ganga til samninga um ESB- aðild ?

Óðinn Þórisson, 27.6.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband