Framsóknarframkoma skaðar ímynd þingsins.

Sigmundur Davíð er að verða vandamál á þingi. Ásýnd og virðing Alþingis hefur skaðast mikið undanfarið ár og er ekki á bætandi.

Nú eru þingmenn að fást við stærstu og erfiðustu mál frá lýðveldisstofnun og þá telur formaður Framsóknarflokksins rétta tímann til að haga sér eins og fífl í ræðustól og skaða enn meir þá sködduðu ímynd sem þingið býr við.

Það væri óskandi að formaður Framsóknarflokksins fari að átta sig á að hann er kominn úr framhaldsskóla og þjóðin ætlast til að þingmenn vinni vinnuna sína á sannfærandi hátt en hagi sér ekki eins og illa agaðir smástrákar.... Sigmundur... farðu að átta þig á stöðu þinni.


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

að mínu áliti er ekki hægt að skaða ímynd alþingis meira en orðið var..

Óskar Þorkelsson, 17.6.2009 kl. 01:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fyrirgefðu fór framhjá þér offar forseta þingsins með bjölluslátt eða geta menn ekkí rýnt í slík atriði nema úr flokkspólítískum básum ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.6.2009 kl. 01:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gmaría... það hefur ef til vill farið framhjá þér en þingforseti stýrir þingfundi og þingmönnum ber að hlýða bjöllu samstundis... ef til vill gerir þú þér ekki grein fyrir því hversu reglur þingmanna í ræðustóli eru strangar...þannig að þér er fyrirgefið að þú áttir þig ekki á alvarleika málsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.6.2009 kl. 02:07

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mesti alvarleikinn við þetta mál er sá að forseti þingsins hagaði sér eins og fifl, missti stjórn á skapi sínu og kom fram sem argasti dóni. Þingmenn hafa rétt til að tjá sig á þann máta sem þeir kæra sig um og það  er ekki hlutverk biturrar kerlingar að ákveða hvernig menn haga orðum sínum enda man ég ekki til þess að nokkur forseti hafi hagað sér svona fyrr. Ekki einu sinni Halldór Blöndal þó væri oft pirraður.

Víðir Benediktsson, 17.6.2009 kl. 02:23

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Ásta Ragnheiður er nú gömul Framsóknarfrekja. Nú uppfull af ofstæki forsjárhyggjunnar. Hún á eftir að afhjúpa vanhæfni sína enn frekar í því nýja grínhlutverki sem hún veldur ekki.

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.6.2009 kl. 04:19

6 identicon

Merkilegt hvað framsóknarmönnum tekst alltaf að snúa öllu sem þeim viðkemur upp í fórnarlambsgírinn sbr ummæli Guðrúnar Maríu sem ég þykist vita að sé framsóknarkona. Hlutverk forseta hlýtur að vera að hafa stjórn á þingfundi og til þess notar hann bjöllu, er þetta eitthvað flókið? Okkur hinum er gert að fara að ákveðnum reglum hvers vegna þá ekki framsókn?

Hins vegar er ég sammála þvi að Ásta Ragnheiður getur verið full kennslukonuleg.

Sóla (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 08:18

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til er orðatiltæki: stjórnað gæti ég væri mér hlýtt.Málið verður líka að skoðast í því ljósi að Ásta R. er fyrrverandi plötusnúður,En ég er viss um að Páll Óskar hefði aldrei sýnt svona stjórnunartilburði í forsetastól Alþingis.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2009 kl. 09:27

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásta Ragnheiður fór langt yfir strikið en hún hefur því miður verið afar slakur forseti það sem af er - vona að hún taki upp vandaðri vinnubrögð í framtíðinni

Óðinn Þórisson, 17.6.2009 kl. 10:53

9 identicon

meiri bjöllusauðurinn þessi feiti Framsóknarsauður!

óli (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:59

10 identicon

Því miður fara menn í pólitísku skotgrafirnar þegar svona atburður koma upp. Sem kennari var ekki annað í stöðunni fyrir forseta Alþingis (óháð því hver hann er), að bjalla þingmanninn úr ræðustól. Hann hefði í raun átt að fá vítur. Eftirgjöf hefði haft í för með sér enn meiri ringlureið. Ef forsetinn var kennslukonuleg þá er það hrósyrði svo það sé á hreinu!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 13:38

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Að vísa þingmanni úr ræðustól Alþingis er gerræði. Sama hver á hlut að máli. Menn geta haft sínar skoðanir um málflutninginn og tjáð sig um hann en Ásta varð sér sannarlega til skammar í gær. Hélt að svona gerðist ekki nema í vanþróuðum löndum.

Víðir Benediktsson, 17.6.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 812350

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband