Kjánalegir Framsóknarmenn.

Óttalega finnst mér málflutningur Framsóknarmanna barnalegur. Formaður þeirra talar um að Samfylkingunni sé ekki treystandi til að semja við ESB. Auðvitað semur enginn einn stórnmálaflokkur við ESB auk þess er það þjóðin sem mun kjósa um niðurstöðu, ef hún fæst.

Það verða okkar bestu sérfræðingar í alþjóðamálum sem koma að slíku. Þetta er ekki flokkspólitískt mál þó svo Framsókn líti svo á. Það kemur svo sem ekki á óvart því þeir hafa ætíð unnið þannig og flestir muna þegar formaður þeirra Halldór Ásgrímsson leit að það sem einkamál sitt og flokksins að munstra Ísland í stríð með Bandaríkunum gegn Írak.

Nýjum þingmönnum þessa fyrrum valdaflokks er vorkunn. Þeir þekkja ekki annað en hugsa út frá flokkslegum hagsmunum og viðmiðum.

Eygló blessunin er á villigötum í málflutningi sínum eins og formaður hennar svo sannarlega er.  Tounge


mbl.is „Óskaplega aumingjalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Hún er nú bara að benda á staðreyndir, því miður.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 5.5.2009 kl. 12:50

2 identicon

Vandamálið er að þegar menn eru rökþrota og vilja breiða yfir vanþekkingu sína þá beita þeir fyrir sig tvíeggja vopnum eins og hroka og hæðni. Hrokanum er beitt til að reyna að lítillækka viðmælandann og hæðninni er beitt til að fá viðmælandann til að finnast hann vera kjánalegur og á endanum skammast sín...

Að endingu, kemur þetta upp um vanþekkingu þeirra sem vopnunum beita.

Hvorug aðferðin er líkleg til að skapa málefnalega umræðu...

Förum nú uppúr sandkassanum og ræðum málin af alvöru

Arnar Ólafsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:59

3 identicon

Held að framsóknarmenn nú að draga sig í hlé í einhvern tíma. Þær athugsemdir sem fram hafa komið frá formanni framsóknar og Eygló þessar eru þess eðlis að fólk er að gera grín af þessu fólki.

Það verður hins vegar ekkert grín að hreinsa upp framsóknarflórinn, og þessi spilltasti flokkur í sögu íslenska lýðveldisins ætti að vera utan stjórnar næstu 20 árin. Best væri að hann færi af þingi eins og frjálslyndi flokkurinn.

Sigurdur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:19

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það ´þarf nú ekki neina Framsóknarmenn til þess að treysta alls ekki Samfylkingunni nálægt því að gæta hagsmuna þjóðarinnar þegar ESB apparatið verður annars vegar. Pólitísku trúboðar Samfylkingarinnar kikkna alltaf í hnjáliðunum þegar Ole Rehn áróðursmála commízar opnar munninn.

Trúboðarnir munu síðan heimta að í sendinefndum þeirra til Brussel fari hinir svokölluðu Evrópusérfræðingar frá fínu og flottu Evrópusetrunum.

Þessir pótintátar sem eru klæddir í feluliti fræðimennskunnar eru hinns vegar ekkert annað en ótýndir fótgönguliðar og leiguþý og agentar ESB - VALDSINS á Íslandi.

Meira að segja þyggja þeir bæði laun og sporslur þaðan bæði beint og óbeint !

Þú ert svei mér bjartsýnn að halda það að þjóðin muni treysta þessu einlita úrtöluliði og landráðahyski til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar !

Þetta verður dýru verði keypt fyrir Samfylkinguna og aldrei fyrirgefið !

Gunnlaugur I., 5.5.2009 kl. 13:30

5 identicon

Ef einhver er kjánalegur í þessu máli, þá eru það frambjóðendur (og nú þingmenn) Samfylkingarinnar sem sögðu það skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku Samfylkingarinnar að fara í aðildarviðræður við ESB. 10 dögum síðar er stefnan sú að fara kannski í aðildarviðræður ef það næst meirihluti á Alþingi.

Hef sjaldan séð jafn hraða gengisfellingu á kosningamáli og hjá Samfylkingunni í þessu máli.  Bara aumingjalegt.

Einar Skúlason (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:11

6 identicon

Einar Skúlason fer mikinn. Honum til fróðleiks þá fékk Samfylkingin ekki hreinan meirihluta á Alþingi. Gengisfelling loforða verða í stjórnarmyndunarviðræðum. Stórtúllegt að tala um "aumingjaleika".

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband