Ábyrgðarhluti að fara ekki í viðræður.

Ég er eiginlega hissa á stjórnmálamönnum sem ekki taka í mál að skoða Evrópumálin. Það eru engar töfralausnir sjáanlegar þar... eiginlega er ekkert sjáanlegt hvað varðar möguleika Íslands gagnvart ESB og upptöku Evru. Það er af því þau fást ekki rædd.

Auðvitað átti að fara í könnunarviðræður og undirbúning fyrir mörgum árum. En svona er staðan og úr því verður að vinna. Samfylkingin hefur haft þessi mál á stefnuskrá sinni árum saman en ekki hefur fengist skilningur eða stuðningur frá öðrum flokkum.

Nú er svo komið að aðstæður krefjast þess að stjórnmálamenn á Íslandi sýni ábyrgð og hefji undirbúning að aðildarviðræðum. Að halda því fram að Ísland geti eitt landa lifað eitt og einangrað utan við samfélag þjóðanna, með veikan gjaldmiðil og skert traust er bábilja. Ég er eiginlega steinhissa á að stórnmálamenn sem eiga að þekkja aðstæður og möguleika okkar skuli enn skella við skollaeyrum.

Sjálfstæðisflokkurinn brást landmönnum þegar hann hætti við að styðja aðildarviðræður að ESB. Slíkt lýsir þröngsýni og skort á framtíðarsýn. VG er tvístígandi og Framsóknarflokkurinn er dottinn út úr umræðunni um ESB.

Það fást engin svör nema að stíga skref. Það er hugleysi og ábyrgðarleysi af stjórnmálamönnum að halda öðru fram. Þjóðin á kröfu á að vita hvað er í boði og hverja möguleika ESB gæti fært okkur ef samningar nást.

Síðan fer málið í þjóðaatkvæði og þá segir þjóðin sína skoðun og það er hennar réttur.


mbl.is Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Auðvitað átti að fara í könnunarviðræður og undirbúning fyrir mörgum árum".

Hvaða ríki hefur farið í könnunarviðræður um ESB aðild?

Ríki ákveða að ganga inn, leggja fram umsókn um inntöku og semja síðan um aðlögun og útfærslur.

Það er hreinlega niðurdrepandi að einhver sem væntanlega fylgist með þjóðmálaumræðu skuli enn nota orðið "könnunarviðræður" í þessu samhengi. Hefur þú yfirleitt nokkra hugmynd um það hvað ESB er eða hvernig það virkar?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei...það veit ég ekki... en þú ???

Jón Ingi Cæsarsson, 24.4.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Að halda því fram að Ísland geti eitt landa lifað eitt og einangrað utan við samfélag þjóðanna"  Hvar hefur þú verið maður? Hver er svona einangraður? Samkvæmt þessari speki eru um það bil 160 sjálfstæð ríki í heiminum einangruð utan samfélags. Þ.m.t Bandaríkin,Sviss, Noregur, Kanada, Japan, Ástralía. Ekki heyrt að þessi ríki líði neitt sérstalega fyrir það að vera ekki stjórnað frá Brussel.

Víðir Benediktsson, 24.4.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef við rennum aðeins yfir íbúatölur og stærð þeirra þjóða sem þú nefnir er niðurstaðan ... Bandaríkin eru miðkjarni viðskiptablokkar vestanhafs.. þar eru m.a. Kanada sem þú nefnir, Mexikó og fleiri. Noregur er auðugt olíuríki, Japan er sterkasta efnahagsveldi í Asíu og hluti af viðskiptablokk sem þar er. Ástralía er heimsálfa. Ég er þó nokkuð smeykur um að þú sért nokkuð að ofmeta stöðu okkar í heiminum kæri Víðir.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.4.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 1246
  • Frá upphafi: 818016

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1234
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband