Afhroð frjálshyggjunar. Klaufaleg Framsókn.

Ef kosningarnar fara eitthvað í líkingu við þetta er það tvennt sem kemur upp í hugann.

Þetta er hið fullkomna skipbrot frjálshyggjunnar og þeirra flokka sem hana leiddu til öndvegis á Íslandi.

Hitt sem leita að manni við slíkar tölur er að ef til vill er Íslenska pólitíkin að þroskast og er þá orðin líkari því sem hún er í Evrópu, stór jafnaðarmannaflokkur og minni hægri flokkur. Eins og er virðist það þó stærð VG sem vinstri flokks vera í stærri kantinum miðað við nágrannalöndin.

Að mínu mati er það að skila Samfylkingunni fylgi að hún hefur talað skýrt og stefna hennar í Evrópumálum, velferðarmálum og fleiru er sýn til framtíðar. Ólíkt hinum flokkunum sem reyndu flestir að segja sem minnst og ógreinilegast á flokksþingum sínum síðustu vikur.

Framsóknarflokkurinn skaut sig í hausinn með gölnum hugmyndum um 20% niðurfærslu sem flestir vita er óframkvæmanlegt og óréttlátt. Auk þess hefur hann sveiflast eins og pendúll í afstöðu sinni til ríkisstjórnar Samfylkingar og VG sem þeir lofuðu að styðja vantrausti.


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, smá fullyrðingastíll.

En eina leiðin til að fá þær háu kostnaðartölur, sem Jóhönnu verður svo tíðrætt um, er að A) skrá lánasafn bankann enn á fullu virði eins og þeir voru skráðir fyrir gjaldþrot gömlu bankanna og B) að gera ekki ráð fyrir neinum afskriftum, alls engum.

Augljóslega, er þetta ekki sanngjarnur málflutningur.

Ég hef tekið saman, til gamans, alla fresti sem til staðar eru í nýlegum lögum um greiðsluaðlögun, sem nánar tiltekið er viðbót við eldri lög. En samanlagt, hlaupa þeir á 10 vikum, fyrir hvert mál fyrir sig. Þarna er alveg kristaltær flöskuháls. -Hvað, heldurðu, að þetta taki langan tíma.- Margfaldaðu, með nokkur þúsund málum.

Hafðu í huga, ef við miðum við þ.s. Seðlabankinn segir, að 13% fjölskyldna hafi skuldir yfir eignum, milli 0 - 5 milljónir, og 5% skuldir meira en 5 milljón hærri, og einnig að Seðlabankinn, reiknar með að húseignir eigi enn eftir að lækka eitthvað í kringum 30% út árið. Bættu síðan við, að atvinnuleysi er að nálgast hratt 18.000, á landinu öllu. Síðan einnig, að Vinnuveitendur telja um 3000 fyrirtæki, séu í erfiðri skuldastöðu; þá er alveg kristaltært, að ný ríkisstjórn mun þurfa að fella niður skuldir um fleiri hundruð milljarða.

Ef þú hefur þetta í huga, færðu miklu mun sanngjarnari samanburð, en fáránlegan málflutning forsætisráðherra, undanfarið.

Kveðja.

Einar Björn Bjarnason, 11.4.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband