Sjálfstæðismenn í hægagangi. Prófkjörsslagur ?

Sjálfstæðismenn lögðust gegn því að frumvarpið um Seðlabankann væri afgreitt úr nefnd. Það virðist einkenni á þeim annars ágætu stjórnmálamönnum að þeir geta ekki unnið hratt og örugglega. Málin virðast dragast á langinn, ákvarðanafælnin allsráðandi og lappirnar dregnar.

Það var meginástæða stjórnarslitanna og þetta hefur ekkert breyst. Sjálfstæðismenn vinna í hægagangi meðan landið og fjárhagur borgaranna brennur.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru að nota Alþingi í persónulegri prófkjörsbaráttu og mæta í ráðustól og gera sig breiða... greinilega til að kjósendur þeirra taki nú vel eftir þeim og hversu skelleggir þeir eru.

Birgir Ármannsson ætlar sér greinilega að taka á því og meira að segja að slá Jóni Bjarnasyni vinstri grænum við með málþófið og þruglið í ræðustól þingsins.

En maður verður víst að virða þetta við þá.... þetta er ódýrasta prófkjörsbaráttan og ókeypis aðgangur að fjölmiðlum.


mbl.is Seðlabankafrumvarpið úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þeir ekki aðallega að verja foringjann falli? Mér sýnist nú að þessi fylgisspekt við DO komi ekki til með að hagnast þeim í komandi kosningum, en trúin á (eða óttinn við) goðið virðist allri skynsemi yfirsterkari.

Jón (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Frumvarpið var illa unnið að það var ekkert annað í stöðunni en að fara vel ofan í þá galla sem voru á því.
Sf hefur lagt á það mikla áherslu að ræða öll mál ítarlega en það virðist ekki vera áhugi hjá sf að standa faglega að þessu máli.

Óðinn Þórisson, 19.2.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband