Gamla Framsókn mætt ?

Ég var alltaf frekar skeftískur á að Sigmundur Davíð væri eitthvað nýtt og ferskt. Kannski er hann það en ljóst er að hann vill ekki eða fær ekki að standa við stóru orðin um að Framsókn myndi verja nýja ríkisstjórn falli.

Gamla Framsókn er mætt og fari að véla og díla með hagsmuni Framsóknarflokksins að leiðarljósi. Það þurfti að hraða þessari stjórnarmyndun og flest benti til að það gæti gengið hratt og vel að klára málin.

En nú er Framsókn skyndilega komin í gamla farið.... hagsmunir flokks framyfir þjóðarhag... eða þannig lítur það í það minnsta út eins og er.

Trúverðugleiki hins nýja og ferska formanns Framsóknarflokksins skaðast æ meir með hverri klukkustundinni sem þeir draga þjóðina á asnaeyrunum meðan þeir raða inn hagsmunamálum flokksins...

En vonandi hef ég rangt fyrir mér og þetta sé bara eðlilegt.


mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Nú get ég sannarlega tekið undir hvert orð hjá þér það kom svo sannarlega fram hjá Sif í kvöld þegar hún glotti við þjóð í vanda.

Rannveig H, 30.1.2009 kl. 20:47

2 identicon

Hætta við þessa stjórnarmyndun. Framsókn ætlar að ráða öllu. Láta Sigmund Davíð Spillingarson sitja uppi með klúðrið.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:05

3 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Þó mér þyki þetta súrt þá er ákveðinn léttir að þurfa ekki að fara í kosningabaráttu við glansmynd af stjórnmálaflokki. Siv er auðvitað að berjast fyrir stöðu sinni innan flokks sem vill meiri hreinsun, að sjálfsögðu situr hún þvers þar til hún er búin að tryggja sig. Þegar hún fór nú að tala um að Jóhanna mætti ekki kalla þetta velferðarstjórn því það væri erfitt í samfélaginu þá auðvitað kom hún upp um sig með að vera bara að finna sér eitthvað til. Orðhengilsháttur heitir þetta. Blessuð dúllan.

Vonandi tekst Siv að tryggja stöðu sína innan Framsóknarflokksins sem fyrst svo það sé nú hægt að halda áfram. Annars er spurning hvort það er ekki bara réttast úr því sem komið er að rjúfa þing og kjósa innan 45 daga. Ef ég væri forsetinn færi ég nú að huga alvarlega að því.

Annars væri gott stönt hjá Siv að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, reyta af flokknum nýfengnar fjaðrir áður en Sigmundur kemst á þing.

Lára Stefánsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:33

4 Smámynd: Sævar Helgason

Sjá menn og konur fyrir sér báða tvo spillingarflokkana Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn- sem eiga "heiðurinn" af núverandi stöðu þjóðarinnar- mynda ríkisstjórn ? Eða að annar veiti hinum hlutleysi ?  Hvernig verður mótmælaástandið ? 15-20 þúsund atvinnulausir , heimilin mörg að fara á vonarvöl og atvinnulifið lamað.

Það sýnist stefna í þetta. 

Sævar Helgason, 30.1.2009 kl. 21:51

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er Samfylkingin að fara á taugum?? 

Var sá flokkur ekki með hendurnar upp í "....bíííp...." á íhaldinu í 106 daga án þess að neitt af viti kæmi út út því. 

Andið endilega með nefinu.  Þetta virðist alveg vera að koma.  Jóhanna fær sinn stól. 

Afturfótafæðing er aldrei góð, því er rétt að snúa fóstrinu, - eins og framsókn er að reyna að gera.

Benedikt V. Warén, 30.1.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Framsókn vann sviðið í nokkra daga og smá stund trúðu menn að eitthvað hefði breyst... en nú hafa þeir eyðilagt þann stundarsigur og allt er orðið eins og var...flokkur í dauðastríði spillingar og ljótra verka.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.1.2009 kl. 22:37

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón.  Það er alltaf sama örvæntingin í þér út í framsókn, - flokkinn sem hafði veg og vanda af því, á sínum tíma, að byggja upp Akureyri . 

Þú átt ekki sjö dagana sæla framundan, vitandi það að frammararnir stjórna súrefnisflæðinu í örverpið þitt.   Þú átt alla mína samúð. 

Benedikt V. Warén, 30.1.2009 kl. 22:54

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Byggja upp.... Benedikt... þú ert ekki í lagi... Akureyri var áratugum saman í láglaunagíslingu KEA .. SÍS .. og Framsóknarflokksins.... en því oki er lokið.. guði sé lof.

Það er ljóst að nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins hefur ekkert vald á þingflokknum og líklega má túlka þetta sem uppreisn þingflokksins undir stjórn Sivjar .. gegn honum.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.1.2009 kl. 00:22

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

burt með þennan örflokk....amen

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:26

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér líst illa á þessa stjórnarmyndun. Með framsókn vælandi í aftursætinu. Byrjar ekki vel.

Jón Halldór Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 01:10

11 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Láglaunastefnan er enn við lýði, er búinn að vera á vinnumarkaði í rúm 40 ár og hef aldrei á minni starfæfi verið með lægri laun en ég hef í dag, því get ég ekki tekið undir með þér að því oki sé lokið hér í bæ.

Ólafur Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 02:36

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Einu sinni var var Kaupfélaginu og SÍS kennt um allt sem aflaga fór í þessum bæ. Nú eru þau bæði horfin og ekkert hefur lagast. Starfsmenn Akureyrarbæjar eru trúlega þeir lægst launuðustu sem fyrir finnast. Störf á Akureyri eru yfirleitt mjög illa borguð þó svo að KEA sé farið. Samfylkingin verður að kenna einhverju öðru um. En að hinu, þeir sem hafa smá pólitískt nef ættu að sjá hvað er að gerast. Auðvitað verður þessi stjórn mynduð, bara á réttum tíma. Sigmundur er ekki nálægt því eins vitlaus og margir virðast halda.

Víðir Benediktsson, 31.1.2009 kl. 10:07

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er ekki hin nýja framsókn bara að reyna að hafa eitthvað vit fyrir vinstriflokkunum, þeir voru greynilega ekki búnir að klára heimavinnuna sína og því sendi framsókn þá aftur og laga ákveðna hluti eins og barnaskólakennari gerir ef börnin skila illa klárðu verkefni þá eru þau send aftur með það til að reyna að gera betur.

Óðinn Þórisson, 31.1.2009 kl. 11:07

14 Smámynd: Gunnar Níelsson

Jón Ingi nú hef ég greinilega tapað af einhverju mikilvægu !  Hvenær hætti Akureyrarbæ að halda úti lauglaunastefnu ????  Ég veit sjálfur af eigin skinni að fyrirtæki í REK freistaði þess að borga lægri laun en kollegum á suðvestur horninu í ljósi þess að hér í bæ eru laun lægri en gerist annarstaðar.  Vísað var í launakönnun sem gerð var 2006, veistu hvar var þá og er enn í dag með flesta á launaskrá ?

Almennir starfsmenn Ak-bæjar eru á skammarlegum launum og það eru  mikil vonbrigði að sjá þig halda öðru fram mér hefur fundist þú vera sanngjarn í skrifum  ...oftast allavega.

Gunnar Níelsson, 31.1.2009 kl. 12:16

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Framsóknarflokkurinn stóð fyrir mikilli uppbyggingu á Akureyri, og þeim sem ekki muna það er bent á að fara á söfn og kynna sér söguna.  Menn voru í þá daga stórhuga við að framleiða ýmsa hluti í samkeppni við innflutta, s.s. fatnað og skó.  Sumt úr þessum verksmiðjum var jafnframt flutt úr landi frá Akureyri. 

"Gagnasafn | lau. 23.10.1999 | Menningarblað/Lesbók

Hvergi á Íslandi var til hliðstæða við Gefjun og Iðunn og aðeins hafði maður séð í myndum frá útlöndum aðrar eins víðáttur undir einu þaki, þar sem vefstólar ófu og spunavélar spunnu."

En, - sumum hugnast betur ýmiskonar innflutningur , t.d. að flytja inn vörur frá austurlöndum, þar sem barnaþrælkun og lág laun líðast.  Þessa vöru vilja Samfylkingarmenn flytja inn.  Það er aldeilis framtíðarsýnin á þeim bænum.

Væri ekki rétt að Jón upplýsti um "ofurlaunin" sem greidd eru hjá verslununum í Sambandsreitnum og upplýsa þá um leið hversu gjaldeyrissparandi þau störf eru.

Benedikt V. Warén, 31.1.2009 kl. 12:28

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er þyngra en tárum taki fyrir suma að viðurkenna að Akureyri er afsprengi samvinnuhugsjónarinnar. Án hennar hefði þessi bær aldrei orðið það sem hann er í dag. Þetta er gömul saga og ný og hver einasti sagnfræðingur tekur undir þetta. KEA var ekki bara atvinnufyrirtæki heldur gengdi einnig miklu félaglegu hlutverki. Hætt er við að færri væru á örokubótum í dag ef KEA nyti við. Það var markmið hjá þeim að finna fólki störf við hæfi. Vissulega gerðu Kaupfélögin mörgum kapítalistanum skráveiveifu og fengu að kenna á því fyrir vikið. Kapítalið hélt innreið sína inn í Kaupfélögin og rústaði þeim illu heilli.

Víðir Benediktsson, 31.1.2009 kl. 14:13

17 identicon

Sé að menn eru komnir í söguskoðun. Hélt að það tímabil hefði verið gert upp. Vissulega voru verksmiðjurnar lífæð en sé ekki framsóknartenginguna. Ætli Stalín gamli eigi ekki meiri áhrif en Framsókn? Allt fór til Sovét. Já, meðan ég man, Gefjun/Iðunn var ekki mið- eða hálaunasvæði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:31

18 Smámynd: Víðir Benediktsson

Störfin hjá Sambandsverksmiðjunum voru ekkert ver borguð en annarsstaðar. Mikið framleitt fyrir innanlandsmarkað, ekki bara Sovét. Ætli launin hjá Bónus eða BYKO séu nokkuð betri en gerðist hjá SÍS. Hef ekki enn fundið hálaunafólk sem vinnur hjá þeim fyrirtækjum, þó er KEA farið "sem var víst rót alls ills í bænum".

Víðir Benediktsson, 31.1.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 812347

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband