Yfirdramatísering ? Sennilega.

Það hefur verið nokkuð um mótmæli á Íslandi. Það er skiljanlegt og reyndar óhugsandi að fólk hefði ekki komið saman og mótmælt því ástandi sem skapast hefur.

En þetta mat er að mínu mati langt umfram tilefni. Hópar sem mótmæla eru fámennir ef undan er skilin sú samkoma sem hefur verið á Austurvelli á hverjum laugardegi síðustu vikur.

Annað hafa verið nokkrir tugir manna og kvenna sem hafa gert aðsúg að ýmsum stofnunum. Annars gengur lífið sinn vana gang og íslendingar á kafi í jólaundirbúningi.

Hvað gerist svo eftir áramót er ekki gott að segja en mikilvægt að öll okkar stuðningsnet virki þegar sverfur af. Íslendingar hafa ekki verið mikið fyrir að beita öfgakenndum aðferðum til að koma skoðunum sínum á framfæri. Mér hefur sýst að lífið hafi gengið sinn vana gang úti á landi og órróinn og kergjan verið sýnu mest á höfuðborgarsvæðinu. Þar var líka mesta þennslan og áfallið stærst.

Fólk á landsbyggðinni virðst finna minna fyrir þessum öldugangi og haft var eftir íbúa á Bíldudal að þetta væri ekkert nýtt fyrir fólk í sjávarþorpunum... þar hefði kreppa verið árviss atburður allan þann tíma sem þennsla og læti voru í þéttbýlinu.

Það kæmi mér á óvart að "upp úr sjóði" eins og talað um í fréttinni og það væru önnur viðbrögð en íslendingar eru vanir að sýna þegar þarf að taka á og standa saman.


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það kæmi mér á óvart að "upp úr sjóði" eins og talað um í fréttinni og það væru önnur viðbrögð en íslendingar eru vanir að sýna þegar þarf að taka á og standa saman.

tel að þetta sé rétt hjá þér og því gerir samfó ekki neitt af viti því þau vita að íslendingar eru sauðir og munu kjósa þessa aula aftur á þing og hér mun akkurat ekkert breytast á næstu áratugum..

Það kostar 30.000 kall að koma sér héðan. 

Óskar Þorkelsson, 23.12.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég hef greinilega meiri trú á okkur íslendingum en hann Óskar vinur minn.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.12.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Í dag er biðstaða fram yfir landsfund sem mun skera úr um það hvort þessi ríkisstjórn sitji áfram eða hvort það verði kosningar í vor.
Mótmælin verða róleg fram yfir hátíðarnar en strax í bygjun jan þá byrjar ballið á fullu.

Óðinn Þórisson, 23.12.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fólk á landsbyggðinni finnur miklu minna fyrir þessum öldugangi, eða þessari kreppu núna.

Það er búið að ganga yfir landsbyggðina mikil óáran. Margir hafa farið burt frá verðlausum eignum. Margir sem hafa misst vinnuna hafa ekki átt annan kost en fara suður, eða eitthvað annað, eins og við þekkjum.  Úti á landi hafa ekki verið þessi hálaunastörf sem boðist hafa í Reykjavík og þar hefur íbúðarhúsið ekki hækkað um 200% á 10 árum. 

Víða á landsbyggðinni hefur verið stöðug hningun í 20 ár, eða svo, þannig að landsbyggðarfólkinu bregður ekki eins við núna í þessari óáran.

En þegar við höfum rætt okkar vandamál hér úti á landi hafa margir, mjög margir íbúar höfuðborarsvæðisðisns sagt,; "Ja, svona er þetta þarna úti á landi og þið veljið að búa þarna!"

Þannig er nú það í pottinn búið og gleðileg jól.

Jón Halldór Guðmundsson, 25.12.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 818030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband