Afturganga ?

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir þessari frétt. Hún er eiginlega fáránleg og lýsir nokkuð vel hugarfari þessa manns.

Frekjan, valdasýkin og óbilgirnin nær nýjum hæðum með þessari yfirlýsingu. Ljóst er að vesalings Davíð er ekki alveg sjálfrátt og gerir sér enga grein fyrir þeirri stöðu sem hann hefur nú í hugum landsmanna.

Líklega verð ég að líta á þetta sem sorglegt atvik og hræddur er ég um að ekki sé allt sem skyldi. Nú fer ég betur að skilja vanda Geirs Haarde sem greinilega er með stórt og þungt lík í lestinni.

Er einhver sem getur gert Davíð ljóst hvert hann er kominn í lífinu ??


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þurfa ekki hans nánustu ættingjar, sem þykja ennþá vænt um hann, að benda honum á þetta? Þetta er gert með alka, spilasjúka og aðra sem eru að skaða sjálfa sig en sjá það ekki sjálfir.

Sumarliði Einar Daðason, 4.12.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er í raun stórfrétt. Ekki veit ég nákvæmlega hvaða stuðning hann hefur en það eru alveg örugglega margir sem myndu fagna því að hann snéri til baka.
Eins og ég lít á þetta þá situr Davíð fyrst og fremst í SB í umboði sf.
Hversvegna, jú sf lagði fram bókun og ítrekun á bókun að hann sæti ekki þar í þeirra umboði en gallin er sá þar sem sf gerði ekki neitt þá jú situr hann í SB í umboði sf.
Nú er verið að tala um miðjuflokk Bjarna Harðar, Guðna o.fl þar sem aðalmálið verður að vermda fullveldið þ.e fara ekki í ESB - KANSKI verða það menn eins og Styrmir og Davíð komi þar inn.
A.m.k ef Davíð kemur inn aftur í stjórnmálin eru erfiðir tímar framundan hjá Sjálfstæðisflokknum

Óðinn Þórisson, 4.12.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi umræða að draga gamla stjórnmálamenn fram á völlinn að nýju er sérkennileg. Við eigum ekki að horfa um öxl á þessum erfiðu tímum. Að draga á flot gamla úrelta stjórnmálamenn er fráleit hugsun...svona eins og kalla til Ford 1946 módelið til að vinna við nútímavirkjunarframkvæmdir.

Davíð Oddsson,,Guðni, Steingrímur Hermannsson Jón Baldvin.... því þá ekki Kjartan Gunnnarsson, Þorstein Pálsson, Hjörleif Guttormsson...

Núna er árið 2008 og næst kemur 2009. Ég vil ekki að klukkan á Íslandi fari að ganga afturárbak eins og sumir stjórnmálamenn vilja þessa dagana.

Ég held að menn ættu að rifja upp hvað þessir menn voru að gera í stjórnmálum og skoða síðan í því samhengi hvar við erum núna.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.12.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband