Er Reykjavík höfðuðborgin okkar ?

Ég er eiginlega hugsi yfir hugarfari sveitarstjórnamanna á höfðuðborgarsvæðinu, helst Reykjavík. Þekkt er umræðan um Reykjavíkurflugvöll og hlutverk hans sem samgöngumiðstöð landsins. Við landsbyggðarmenn teljum það hlutverk höfðuðborgar að tryggja gott aðgengi og samgöngur. Borgarfulltrúar taka aldrei þann vinkil í umræðuna að hlutverk borgarinnar sé á einhver hátt meira vegna þess hlutverks. Það er umhugsunarefni og ekki útrætt.

Það nýjasta hjá borgarfulltrúum í Reykjavík og reyndar nágrannasveitarfélögunum að þeir líta á samgöngum í höfðuðborginni eigi að mismuna eftir búsetu. Það virðst sem námsmenn utan af landi eigi að sitja við annað borð í höfðuðborginni en heimamenn. Til að kóróna þessa afstöðu á svo að bjóða sveitarfélögunum úti á landi að greiða fyrir samgöngur fólksins síns í Reykjavík.

Námsmenn eru ekki í Reykjavík að því þeim finnist það svo skemmtilegt endilega. Þeir neyðast til að búa þar vegna þess að stjórnvöld hafa valið þá meginstefnu að byggja upp framhaldsnám í stórum stíl í höfðuðborginni. Það er eðlilegt og sjálfsagt að námsframboð sé byggt upp í höfðuðborginni. En þegar sveitarstjórnarmenn þar vilja mismuna fólki eftir búsetu og leggja mikinn kostnað á fólk sem vill búa og nema á svæðinu er það til lítils sóma. Það er með þetta strætómál eins og flugvöllinn, borgarfulltrúar vilja ekki axla ábyrgð höfðuðborgar með sóma af hverju sem það nú stafar.

Það er frítt í strætó á Akureyri, líka fyrir Reykvíkinga. Okkur hér dettur ekki í hug að mismuna fólki eftir búsetu í almenningsamgöngur á Akureyri. Akureyri og sveitarstjórnarmenn vilja að námsmenn hér í bæ sem eru gríðarlega margir njóti jafnréttis á við heimamenn. Það vilja og skilja sveitarstjórnarmenn ekki á suðvesturhorninu. Ég vil trúa að þeir átti sig á hverskonar mismunun þeir eru að bjóða uppá og von mín er að þeir átti sig á að vera höfðuðborg krefst víðsýni og réttlætis af þeim sem henni stjórna.


mbl.is Segja þvert nei við kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér finnst að Akureyri eigi að vera höfuðborg íslendinga.. þið eruð ða kafna úr frekju ;)  Burtu með flugvöllinn úr miðborg reykjavíkur og gerið Ak að höfuðborg ekki seinna en strax.

Óskar Þorkelsson, 21.9.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki vandamálið.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2008 kl. 18:58

3 identicon

Í nútímaþjóðfélagi er ekkert vandamál að hafa innanlandsflugvöll höfuðborgarsvæðisins á Miðnesheiði. Ég er búinn að fá mig fullsaddan á því að fá flugvélar í lágflugi yfir heimili mitt. Eða ertu kannski að bíða eftir flugslysi, þar sem flugvél flýgur á íbúðabyggð?

Flugvöllur á ekkert erindi mitt á milli heimila almennings. Hann á að fara og þótt fyrr hefði verið! Þetta er bara leti í landsbyggðalýðnum að nenna ekki að skottast þennan spotta. Eins er almennt í öðrum löndum að hafa innanlandsflugið á sama stað og utanlandsflug, til hagræðis fyrir þá sem þurfa á því að halda.

Egill (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband