Kjáni ??

Maður veit aldrei á hverju maður á von frá Guðna Ágústssyni. Kannski var þetta grín hjá honum því maður heldur alltaf að Guðni sé að grínast. Hann var í hárréttu umhverfi í Spaugstofunni á laugardaginn...réttur maður á réttum stað.

En ef hann væri nú ekki að grínast þá virðist hann alveg galinn. Hvernig væri ástand í efnahagsmálum ef sterk ríkisstjórn segði af sér og ætlaði öðrum að taka við á svona tímapunkti. Guðni er svo mikill grínari að hann gæti látið sér detta það í hug að hann og Steingrímur J ættu að taka við kyndlinum.

Nei... líklega er Guðni að meina þetta og staðfestir það sem um hann er sagt.... skilur ekki hvað um er að vera í heiminum í dag. En ég vil ekki ganga svo langt að halda því fram að hann sé kjáni en lítt upplýstur er hann, blessaður karlinn.


mbl.is Telur að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Segðu mér Jón Ingi. Lýsti það miklum skilningi ríkisstjórnarinnar á efnahagsmálum þegar hún ákvað að samþykkja fjárlög með tæplega 20% raun aukningu núna síðastliðið haust?

Það væri ósköp gaman að fá vitrænt svar.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 28.4.2008 kl. 15:59

2 identicon

1. (smá kennslustund) Eitt er frumvarp og annað lög.
2. Stærsti hluti frumvarps til fjárlaga var tilbúinn í maí s.l. þegar flokkur Alex hrökklaðist frá.
3. 20% hækkun frumvarpa milli ára þýðir ekki verðbólguaukningu, enda var dregið úr erlendum skuldum og þær nú engar.
4. Raunaukning fjárlaga (fjárlög til fjárlaga) getur verið vegna aukingar í verferðamálum, s.s. hækkun húsaleigubóta og tannvelferð barna. Margt af þessu sat í pípunum þegar tannlæknadóttirin hætti sem heilbrigðisráðherra.

Var þetta í lagi?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Spurt er Guðni kjáni.  Svar Nei.  Hann er ekki kjáni, en hann reitir hins vegar af sér brandara, kallinn.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Halló! Ber þá Samfylkingin ekki ábyrgð á síðasta fjárlagafrumvarpi? Er þetta nú ekki fullbillegt svo ekki sé fastara að orði kveðið? Ef ég man rétt bar fjármálaráðherra upp frumvarpið í umboði núverandi ríkisstjórnar en ef þeir sem að henni standa vilja ekki kannast við það erum við í vondum málum.  Merkilegt að Ísland skuli vera í dýpri niðursveiflu en önnur lönd bæði austan og hafs vestan . Skildi þó ekki vera að talvert af þeim vanda sem við búum við í dag sé búinn til hér heima. Það er ekki hægt að kenna útlendingum og Framsóknarflokknum um allt.

Víðir Benediktsson, 28.4.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tel Samfylkinguna bera töluvert stóra ábyrgð á ástandinu..

Óskar Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 19:21

6 identicon

Jú, Víðir við berum ábyrgð, enda kunnum við að axla hana. Við erum reyndar heldur ekki hrædd að taka afstöðu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sælir... mér skilst að Alex og  Snæþór vilji vitrænna svar en yfirlýsing Guðna var ?? Er það ekki.

Auðvitað ber ríkisstjórn ábyrgð á fjárlagafrumvarpi og fjárlögum. Vandamál í íslensku efnhagaslífi ekki rætur að rekja til fjárlaga .... það vita allir. Ríkisstjóður er skuldlaus og aukning milli ára er viðleitni til að draga úr þeirri þróun að fjáraukalög séu upp á tugi prósenta .. tilraun til að gera fjárlög raunhæfari og auka líkur á að þau standist.

fjárlög síðustu ára hafa verið allt of lág og óraunhæf og nú skal gera alvarlega tilraun til að því linni og ljóst sé hver staðan er í fjárhag ríkisins.

Vandinn í efnahagsmálum var fyrirséður og öllum var ljóst að eftir offjárfestingar í atvinnulífi og hjá heimilum kæmi niðursveifla...hana sjáum við nú og ákaflega billegt og pólistískar keilur að halda því fram að þetta ástand hafi orðið til á síðustu mánuðum. Guðni Ágústsson ber á því fulla ábyrgð eins og allir þeir stjórnmálamenn sem hafa komið að stjórnun landsins undanfarin ár.

Hann er aftur haldinn alvarlegum minnisbresti....

Jón Ingi Cæsarsson, 29.4.2008 kl. 08:56

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gísli...við viljum bera ábyrgð á stjórnun landsins...þannig er það í alvöru stjórnmálasmatökum. Svo eru aðrir sem bjóða sig fram aftur og aftur en taka aldrei afstöðu og axla aldrei ábyrgð... hér í bæ er td flokkur sem kallaður er "Hjásetuflokkurinn" af bæjarbúum. Það er sóun á lýðræði og svik við kjósendur sem vilja að stjórnmálamenn taki afstöðu og berii ábyrgð.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.4.2008 kl. 16:12

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessi umræða verður sífellt slappari hjá ykkur. Samfó með allt niður um sig í landsmálum og þá er reynt að skýla sér á bak við einn bæjarfulltrúa á Akureyri, sér er nú hver ábyrgðin. Svo getur þú, Jón Ingi, skoðað afstöðu mína til þeirra mála sem komið hafa upp á bæjarstjórnarfundum, sem ég hef setið ef þú mátt verða að því að lesa fundargerðir, ég hef enga minnimáttarkend gagnvart Samfylkingunni. Á síðasta fundi sem ég sat kvaddi samfylkingarmanneskja sér hljóðs og kvað sig andsnúna því sem verið var að leggja til. Greiddi hún atkvæði á móti? Nei, sat hjá. Yfirleitt gerir Samfó það sem þeim er sagt að gera  en hvað um það, hér var verið að ræða landsmál en þið eruð komnir út í horn og farnir að skýla ykkur á bak við eitthvað sem kemur málinu ekki við. Þetta heitir flótti á góðri íslensku. Það væri nær fyrirr Samfó að hundskast til landsins og gera eitthvað að viti í stað þess að vera í eilífri sökudólgaleit. Þið eruð nú einu sinni í ríkisstjórn.

Víðir Benediktsson, 1.5.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband