Sjálfstæðisflokkurinn og afturhaldsblöðkunar.

Geir Haarde er í Luxemburg og hefur rætt Evrópumál og evru. Í frétt á Mbl.is eru rædd tormerki þess að taka upp evru á Íslandi, þ.e. einhliða upptöku hennar. Ég er algjörlega sammála þeim sem segja að öll tormerki séu á slíku og í reynd markleysa að taka upp mynt bandlags sem við eigum ekki beina aðild að.

Það sem ekki er nefnt í þessari frétt, en kom fram á Ruv að forstætisráðherra ræddi ekki ESB og hugsanlega aðild að því ágæta bandalagi. Hann ræddi við fréttamenn og sagði m.a. að flokkur hans sem væri með forustu í ríkisstjórn hefði þetta mál ekki á dagskrá og þess vegna var það ekki rætt.

Þessi ummæli valda mér áhyggjum. Forstætisráðherra virðist því hafa verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í opinberri heimsókn í Luxemburg en ekki Íslands. Það er eiginlega grátlegt að heyra þetta forpokaða viðhorf borið á borð í erlendu ríki þar sem daginn áður var reifað hversu mikill kostur það væri ef Ísland sækti um aðild að ESB.

Hvenær skyldi Sjálfstæðisflokkurinn vera tilbúinn að koma til ársins 2008 og ræða þessi mál af alvöru og skynsemi. Enn heyrir maður gömlu, forpokuðu viðhorfin þar sem endurómur á afturhaldsóp Davíðs Oddssonar ganga í endurnýjun lífdaga í máli Geirs Haarde sem maður vonaði að væri aðeins skynsamari og víðsýnni en Davíð Oddsson.

En í dag rann upp fyrir mér ljós hvað þetta varðar. Davíð Oddsson stjórnar Sjálfstæðisflokknum í þessum málum, nú í gegnum Geir Haarde.

Sorgleg staðreynd en það má vona að Samfylkingin hafi bætandi áhrif á sýn og hug forstætisráðherra svo hann hætti að hljóma eins og Davíð Oddsson og Vinstri græn í Evróoumálum.


mbl.is Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Megi allar góðar vættir forða Íslandi frá ESB - annars er stjórnarsáttmálinn ekki flókið plagg en þar stendur m.a. að ekki sé á stefnuskránni að sækja um aðild - þess utan geta Evrópusinnar svo kallaðir ávallt boðið upp í dans og rætt Evrópumál og furðulegt að þeir hinir sömu kenni öðrum um að ekki megi þeir ræða málin - sér er nú hver vitleysan.

Ólafur Als, 27.2.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvað er hægt að gera við kerlíngar eins og hann Davíð? Það er auðvitað handónýtt að hafa þann gamla í strengjabrúðuleik það sem eftir er. Ég er reyndar sammála honum um að ESB sé ekki endilega himnaríkið sem margið halda, en hann er hættur í stjórnmálum og baktjaldabossar hafa alltaf verið hvimleiðir.

Villi Asgeirsson, 28.2.2008 kl. 06:45

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Viðhorf Ólafs Als er dæmigert fyrir þá sem tala gegn aðild. Það er byggt á fordómum og þekkingaleysi. Skilgreinum samningsmarkmið.... förum í viðræðum og ef út úr þeim koma drög að samningi sem henta okkur setjum við hann í þjóðaratkvæði.

Hættum að byrja glugga eins og Bakkabræður.... hleypum inn ljósinu til að við sjáum hvað er í boði og hvort hentar.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2008 kl. 06:55

4 identicon

Það má ekki bera ljósið inn, kæri Jón. "Það er ekki á dagskrá".

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband