Kjáni ??

Vonbrigði segir verðandi borgarstjóri vegna þess að varaborgarfulltrúi og þriðji maður á lista vilja ekki starfa með honum. Fleiri á listanum hafa lýst því sama.

Datt manninum í hug að fólk vildi starfa með honum eftir moldvörpuhátt og óheiðarleika sem hann sýndi í aðdraganda málsins. Ég er eigninlega hugsi og velti fyrir mér hvort maðurinn sé kjáni eða svona steinblindur á gjörðir sínar.... ?? Ég er eiginlega steinhissa.

Og nú stendur hann einn og óstuddur...gert grín að honum um allt land og virðingu fær hann aldrei í þessu sæti. Ég hélt satt að segja að ekki væri hægt að vera svona blindur á stöðu og afleiðingar þess sem hann gerir.  Spaugstofan kemst heldur betur í feitt núna því ef Villi var grínatriði í október hvað er Ólafur F núna ? LoL

Að svíkja og fara á bak við félaga sína er ekki ávísun á traust og samvinnu.


mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vinnubrögð Ólafs minna á ,,skjóta fyrst og spyrja svo" drottinn minn dýri hvað þetta er aumkunarverð vinnubrögð....

Páll Jóhannesson, 22.1.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Er þetta ekki nákvæmlega aðferðin sem Davíð Oddsson notaði, bara að gera það sem hann vill gera og reikna bara með því að fólkið hlýði? Ég held ekki að Ólafur sé kjáni ég held bara að hann vilji ráða, hann var með formann flokksins með í ráðum greinilega. Klofningur flokksins er augljós og Ólafur traðkaði á lýðræðislega kjörnum varaborgarfulltrúa flokksins. Það er nefninlega þannig að varamenn eru kjörnir í kosningum og bak við þá eru atkvæði flokksins. Því má segja að Ólafur með stuðningi Guðjóns formanns hafi sýnt kjósendum sínum fingurinn í þessu máli.

Lára Stefánsdóttir, 22.1.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband