Hvað er að fólki ?

Það er skýrt og greinilegt ákvæði í stjórnarsáttmálanum hvað þetta varðar. Það er eiginlega bráðfyndið að heyra og sjá hvernig margir eru að reyna að búa til úr þessu vandamál eða ágreining.

"Slík svæði eru Askja, Brennisteinsfjöll, Hveravellir, Kerlingafjöll, Kverkfjöll og Torfajökull. Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verði bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verði tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka votlendi veranna "

Mér finnst þetta ekki vera neitt sérstaklega óskýrt.  Þessi litla setning þýðir að ekki verður ráðist í Norðlingaölduvirkjun, það vita þeir sem þarna þekkja til.

Það er gaman að sjá fjölmiðla og bloggara reyna að búa til ágreining í ríkisstjórninni. Það að menn tali skýrt og láti af loðmullu og framsóknarframsetningum á að þýða ágreining. Þessi ríkisstjórn og þeir sem þar eru innanborðs frá Samfylkingunni ætla að takast á við mál og leysa ágreining sem fengið hefur að byggjast upp í þjóðfélaginu í áratugi. Ég held að menn ættu að fara að átta sig á að það hefur orðið breyting á stjórn þessa lands.


mbl.is Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæl Jón Ingi.

Ég er þér hjartanlega sammála með þetta.

Ég hafði líka talið að þetta væri nógu skýrt.

Ég treysti svo Össurri til að halda vel á þessum málum.

Kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 28.5.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég treysti Þórunni Sveinbjarnardóttir fullkomlega til að sjá um umhverfismál í þessu landi. Hún hefur verið einarður baráttumaður í málaflokknum, gífurlega öflugur þingmaður og eftirsóknarvert að hafa hana sem ráðherra í umhverfisráðuneytinu. Þar hefur ekki áður setið jafn öflugur umhverfisverndarsinni og verður spennandi að sjá hana marka sín spor.

Lára Stefánsdóttir, 28.5.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband