Kjósum við spillingu og leyndarhyggju til valda - enn einu sinni ?

Kjósendur á Íslandi gengu að kjörborðinu í fjórða sinn frá hruni.

2009 - 2013 - 2016 - 2017.

Árið 2009 skiptu kjósendur út Sjálfstæðisflokki.

Árið 2013 endurnýjuðu kjósendur samninginn við gömlu helmingaskiptaflokkana, loforðasúpa þeirra, sérstaklega Framsóknarflokksins verður lengi í minnum höfð.

Sú stjórn tórði í þrjú ár.

Árið 2016 féll stjórn þessar gömlu spilltu flokka og við tók Sjálfstæðisflokkurinn með tvo viljalausa flokka sem gerðu allt fyrir embættin.

Í reynd var Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnaði öllu í þessar stjórn. Hún sprakk á nokkrum mánuðum vegna leyndarhyggju og spillingar innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn sem lét brjóta á siðferðisgildum þurrkaðist út af Alþingi.

Enn var blásið til kosninga 2017.

Nú skyldi hreinsað út, kjósendur tóku þann pól í hæðina í umræðum og skoðanakönnunum í aðdragandanum að nú skyldi hreinsað til og spilltum helmingaskiptaflokkunnum skyldi gefið langt frí.

Nýtt Ísland laust við spillingu og leyndarhyggju var umræðan og VG fór með himinskautum og allt stefndi í að nýjar áherslur og önnur sýn fengju brautargengi.

Svo var kosið.

Upp úr kössunum kom.

16 þingmenn Sjálfstæðisflokksins ( smá rassskellur ) 15 þingmenn tveggja Framsóknarflokka, og tveir af þessum þremur leiðtogum voru með myllustein Panamaskjala og ýmsa vafsama fjármálagjörninga með sér í pokanum. Sjálfstæðisflokkurinn var staðinn að leyndarhyggju og óheiðarleika í aðdraganda kosninganna, umræðan var mikil og hátt var talað.

Þrátt fyrir alla umræðuna um siðferðisbresti og óheiðarleika kom 31 þingmaður í hlut eldgamla og margþvælda helmingaskiptabandalagsins.

Um tíma eru því tveir Framsóknarflokkar, en samt nákvæmlega eins.

Kjósendur hafa því enn og aftur kosið sömu súpuna til valda ( líklega )

Sigmundur var ekki lengi að landa fulltrúa fátæka fólksins og bauð í bíltúr á 20 milljónkróna jéppanum sínum.

Það er því afar líklegt að við fáum enn og aftur helmingaskiptastjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með allt sitt afturhald og spillingu.

Kjósendur á Íslandi virðast af stórum hluta haldnir kvalalosta.

Þeir kjósa enn og aftur valdastéttir til valda sem síðan fara öllu sínu fram.

Kannski er öllum sama, tal um siðferði og nýtt Ísland er einnota kosningakjaftæði.

Við kjósum alltaf það sama yfir land og lýð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband