Akureyri og Hörgárbyggð þarf að tengja betur.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2614Seinni árin hefur færst mjög í vöxt að fólk vill hjóla og ganga. Hjólið er að verða samgöngutæki umfram það sem áður var margir vilja nota tvo jafnfljóta til að koma sér á milli staða.

Rétt norðan Akureyrar, reyndar bara nokkur hundruð metra frá Akureyri er vaxandi þéttbýli og nokkur fyrirtæki.

Tengingar þessara tveggja sveitarfélaga er þjóðvegur nr. 1 og ekkert annað.

Engir hjóla og göngustígar og leiðin meðfram þjóðvegi 1 er hættuleg og litlir möguleikar á að halda sig fjær en vera í vegöxlinni.

Ég trúi því að þessi tvö nágrannasveitarfélög hafi metnað til að taka á þessu vandamáli á markvissan hátt.

Það getur ekki kostað risaupphæðir að bæta úr þessu með öryggi íbúanna í huga.

Reyndar er ótrúlegt að ekkert skuli hafa verið hugað að þessu máli nýlega.

Gatnamótin inn á þjóðveg 1 við þéttbýlið í Hörgárbyggð er síðan sér kafli sem er hrein og bein dauðagildra. Engar merkingar, engar stýringar og hraðinn mikill á þjóðveginum.

Fyrir nokkuð löngu var stofnað til samráðshóps um framtíðartengingar Akureyrar og Högárbyggðar. Það var þegar ég var í skipulagsnefnd á árunum 2002 - 2010.

Það virðist hafa lognast útaf í tíð L-listans og ekki vaknað síðan.

Nú væri ráð að skella í framkvæmdir á þessu svæði og færa samgöngur milli þessara sveitarfélaga til nútímahorfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband