Sjálfstæðisflokkurinn reynir að múlbinda fjölmiðla.

Eignarhaldsfélagið utan um eftirstandandi eignir Glitnir telur að umfjöllun Stundarinnar, The Guardian og Reykjavik Media byggi á gögnum sem séu bundnar bankaleynd. Farið hefur verið fram á lögbann á umfjallanir byggðar á gögnunum.

Sjálfstæðisflokkurinn reynir í örvæntingu sinni að þagga niður í fjölmiðlum.

Það er gerð atlaga að Stundinn í nafni Glitnis en auðvitað sjá allir fingraförin á málinu.

Það er ljóst að þarna leynist eitthvað verulega órhreint mjöl í pokahorninu.

Stundum hugleiðir maður hverskonar lýðræði er á Íslandi.

Nokkuð ljóst að þá á fátt sameiginlegt með Norður-Evrópulýðræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki heldur seint í rassinn gripið fyrir sjalfstæðisflokkinn að ætla að stoppa brot a bankaleynd í banka sem hann hefur engin ítök í?

Það er allt komið fram sem hægt er að kreista út úr þessum gögnum varðandi einkamál Bjarna.

Hatur þitt á sjalfstæðisflokknum hefur greinilega rænt þig allri rökhugsun, ef hún var þó nokkur fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2017 kl. 17:39

2 Smámynd: Réttsýni

Síðasta grein Stundarinnar um viðskipti Bjarna dagana fyrir "Guð blessi Ísland" inniheldur svakalegar upplýsingar.

Bjarni getur ekki orðið þingmaður aftur. Sjálfstæðismenn geta sjálfum sér um kennt því þeir lokuðu augunum fyrir öllum gulu ljósunum. Nú er komið rautt.

Sjálfstæðisflokkurinn er rústir einar eftir þetta og þarf að taka sér langt frí.

Sjá hér

Réttsýni, 16.10.2017 kl. 17:50

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kosningahandsprengjan hans Ásmundar virkaði ekki. Þá var ekki um annað að ræða en siga sýslumannsnefnunni á rannsóknarblaðamenn í 2 löndum.  Spurning hvað meira átti eftir að koma í ljós í þessum tölvupóstsamskiptum Bjarna og Glitnismanna. Ég hef trú á að það komi í ljós þrátt fyrir þetta lögbann. Aurinn finnur sér alltaf farveg.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2017 kl. 18:46

4 Smámynd: Réttsýni

Já, já, það er miklu meira eftir og nú mun bæði það og það sem komið er fá aukna athygli enda sýnir þetta fáránlega lögbann (sem stenst enga skoðun reyndar) að allt sem Stundun hefur skrifað um lygar Bjarna varðandi "viðskipti" sín við Glitni er rétt og sönn. 

Hér má sjá þær fréttir um þetta sem þegar hafa birst á Stundinni:

Réttsýni, 16.10.2017 kl. 19:03

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú frekar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir þessu lögbanni. Þessi uppákoma kemur honum auðvitað bara illa. Þessar upprifjanir á 10 ára gömlum málum væru ekki að vekja sérlega mikla athygli held ég að óbreyttu, en nú munu þær auðvitað gera það, ekki vegna fréttnæmisins heldur vegna lögbannsins.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2017 kl. 19:13

6 identicon

RÚV er frábær fréttastofa og sjálfri sér samkvæm. Nú fá 10 ára gamlar stolnar upplýsingar heilar 10 mínútur sem fyrsta frétt hjá þeim. Ég hélt að bankaupplýsingar og reyndar heilbrigðisupplýsingar væru betur varðar en þetta. Svo flaut smáfrétt inn í kvöld um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum og fékk sú frétt tvær mínútur. Sko, ef Katla gamla gysi á morgun fengi sú frétt kannski níu mínútur. En án gamans, man nokkur hér eftir svona langri frétt í fréttatíma RÚV, jú kannski ein: Í janúar 1973 um gosið í Vestmannaeyjum. Allt hefur sinn tilgang hjá RÚV.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 21:27

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Örn þú ert hlægilegur í meira lagi. Nenni ekki að eyða fleiri orðum í þíg.

Jónas Ómar Snorrason, 16.10.2017 kl. 22:07

8 identicon

Fréttastofa RÚV er merkilegt fyrirbrigði. Í tíufréttum í kvöld var sagt eins og vanalega: "Nú skulum við skoða hvað var helst í fréttum fyrr í kvöld" Hvað kom svo, jú endurtekning á fréttinni um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum.  Sú frétt var númer tvö fyrr í kvöld og fékk tvær mínútur. Ekki orð um tíumínútna fréttina fyrr í kvöld um STOLNU gögnin úr Glitni banka, sem var jú fyrsta fréttin kl sjö, 10 ára gömul gögn. Yndisleg fréttastofa, RÚV, útvarp allra starfsmanna. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 22:43

9 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er sýslumaður ekki gamall kosningasjóði sjalla

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.10.2017 kl. 22:44

10 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Kosningastjóri sjalla átti þetta vera

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.10.2017 kl. 22:46

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikið rosalega hlakka ég til að fá að sjá allar bankafærslur Jóns Inga opinberaðar í Stundinni eða Fréttablðinu. Get varla beðið. Upplýst umræða? 

 Er ekki í lagi með fólk?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.10.2017 kl. 04:46

12 identicon

"Er ekki allt í lagi með fólk" er spurt hér að ofan.  Ja spyr sá sem ekki veit. Horfandi á hvert spillingamálið sem poppar hér upp, Vintris, boðsferð fyrir vini menntamála og "lán" til hans, Hönnu Birnu málið, Andersen-málið og nú BB-málið í Stundinni,  þá er maður ekki hissa að fólk viti ekki hvað um er að vera.  Ofan á allt þetta er síðan hægt að sjá að hvernig Flokkurinn er b´uinn að raða hverri silkihúfuni á fætur annari í opinber embætti.  Fólk er kannksi núna farið að sjá af hverju það var gert

thin (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 08:10

13 identicon

Sættið ykkur við að hið raunverulega vald "peningarnir" grípa til aðgerða til að verja hagsmuni síðan. En séu þetta trúnaðargögn sem varða við lög gilda þau lög um alla háa sem lága.

Bjorn (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband