Veitum börnum í vanda varanlegt skjól.

2017 skammast sínStrax eftir helgi verður lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að börnum í vanda og fjölskyldum þeirra er veitt varanlegt skjól á Íslandi.

Hér er verið að vinda ofan af skeytingarleysi stjórnvalda þar sem mannúð og skynsemi víkja.

Ráðherra og kerfisnefndir útlendingaeftirlits keyra á blindum kerfisreglum og virðast ekki hafa neinn sveigjanleika til að meta þessi tvö mál í ljósi staðreynda.

Það er því Alþingis að taka í taumana og vinda ofan af mannúðarskorti kerfis og möppudýra, horft er til Barnasáttmála SÞ.

Það er þingmanna að leiða þessi mál til lykta.

Ég hef því miður enga trú á að Sjálfstæðisþingmenn sjái neitt annað en dómsmálaráðherra hefur mótað í samstarfi við nefndir sínar.

En það er nægur þingstyrkur til að fá frumvarp um ríkisborgararétt barna í nauð í gegn, varla fara Björt framtíð og Viðreisn í spor Sjálfstæðismanna þegar kemur að því að meta mannúð og samvisku.

Ég hef fulla trú á alþingismönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vonandi verður tekið fram í frumvarpinu að hið varanlega skjól á Íslandi finnist víðar á landinu en í höfuðborginni.  Það er eiginlega uppselt þar í augnablikinu.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2017 kl. 19:14

2 identicon

Hverjir verða flytjendur frumvarpsins?

Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2017 kl. 19:15

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það á eftir að koma í ljós, vonandi þingmenn úr öllum flokkum.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2017 kl. 19:26

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

væri ekki ágætt að no 1. á listanum væri að hætta að flytja inn vörur sem framleiddar eru í Kina sem ÍSLENSKAR  Í VERKSMIÐJUM ÞAR SEM BÖRN ERU ÞRÆLAR  ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.9.2017 kl. 20:13

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er það Erla, það kemur reyndar þessu máli ekkert við en mig langar að fá dæmi.

Þetta er alvarleg ásökun þannig að þú hlýtur að eiga dæmi á reiðum höndum.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2017 kl. 21:16

6 Smámynd: Egill Vondi

"Börn í vanda"? Hvaða börn? Öll sem koma hingað, eða öllum í heiminum? Fá fjölskyldur þeirra að koma með?

Og hvernig skilgreinist "vandi"? Þessar tvær stúlkur sem allir eru að mótmæla undan komu ekki frá hættusvæði, samkvæmt athugun útlendingastofnunar. Þess vegna var þeim vísað burt, sem eðlilegt er.

Þetta frumvarp myndi leiða af sér aukna misnotkun á góðvild okkar, þegar velferðarkerfið er þegar á sársaukamörkum. Við erum þegar með kerfi sem greinir hvort menn koma frá hættusvæðum, og þar með hvort þau þurfa á aðstoð sem flóttamenn. Þetta frumvarð er þar með ekkert annað en tilfinningarembingur.

Egill Vondi, 10.9.2017 kl. 22:04

7 Smámynd: Egill Vondi

Til skýringar - ljóst er að spurningunni "fá fjölskyldur þeirra að koma með" er svarað í greininni (og sem augljóst er), en spurt er til þess að vekja menn til umhugsunar. Hversu margar barnafjölskyldur í heiminum gætu skilgreint sig "í vanda"? 

Egill Vondi, 10.9.2017 kl. 22:16

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samherji ykkar Samfylkingarmanna er Magnús Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu, sem ritar þar leiðarann í dag, og virðist hnífsblað ekki komast milli hans og Loga Einarssonar, formanns þíns, Jón Ingi.

Magnús segir þarna, að "kannski ætti það að vera reglan fremur en undantekningin" að "láta mannúðarástæður ráða för". En með því móti værum við ekki bara að bjóða hingað þúsundum og tugþúsundum, heldur margfalt fleira fólki.

Á sama tíma er fyrrverandi formaður bræðraflokks ykkar í Bretlandi, Tony Blair, að leggja til, í ljósi reynslunnar, að innflytjendalög þar verði þrengd. Íbúar Bretlands eru nú tæpar 65 milljónir. En Samfylkingin, Fréttablaðið og ugglaust fréttastofa Rúv vilja, að hér, í rúmlega 300.000 manna smáríki, "ráði mannúðarástæður för" í þessum málum, og því er lagt til að setja lög gegn ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurðarnefndar kærumála, úr því að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra féllst ekki á að misbeita valdi sínu gegn löglegum ákvörðunum nefndra stofnana, sem falið er þetta vald.

Án efa telur Samfylkingin sig geta náð í einhver atkvæði með þessari afstöðu sinni, til þess eru refirnir skornir. En stúlkurnar fá væntanlega góðar móttökur þar sem fjallað verður um mál þeirra.

Jón Valur Jensson, 11.9.2017 kl. 11:44

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Merkilegt ða sjá hér JÓN VAL, sem oftar en ekki gefur sig út fyrir að vera kyndilberi kristilegs kærleika ig siðferðis, hér á moggabloggi, tala GEGN því að láta mannúð ráða för.

Skeggi Skaftason, 11.9.2017 kl. 13:37

10 identicon

 https://samnytt.se/en-gangskjutning-per-dag-i-sverige-31-dodsfall/

Ekki veit ég hversu margir hér á blogginu hafa búið í Svíþjóð.
Ég bjó þar nánast í 20 ár.
Aðra eins hryllilegar breytingu á einu samfélagi hef ég aldrei upplifað.
Svíþjóð , sem land, er gígantíst efnað. Það hefur alla málma sem þarf og gott betur (bannað að vinna úran í Svíþjóð), skóga (aldrei verið meiri skógur í landinu frá landnámi,vatnsföll fisk og ógríni vilt.  Þeir þurfa ekki að svelta.
Landið hefur þurft innflytjendur í þúsundum um ára raðir og öllum gagnast vel og landið blómstrar, enda hefur landinu verið vel stýrt.
Í dag er sagan önnur. Síðustu ártugi hafa kratar, góða fólkið, og aðrir miður gáfaðir stýrt landinu og að sjálfsögðu nýtt sér aðstöðuna sjálfum sér til hagsbóta gegnum ýmiskonar bótakerfi sem þeir hafa komið upp. Ég veit dæmi sjálfur hvernig kratar og vinstra liðið nýtir sér bótakerfi í öllum myndum. Að vera á spenanum 21 árs og full hraustur af því að mamma er í meirihluta í bæjarstjórn og kippir í spotta bæði fyrir sig og hann. Þetta eru kratar í réttri mynd. Móðirin var í ofanálag sjúkraskrifuð.
Það vill til að landið er ríkt.
En góða fólkið er að koma landinu til ánskotan. Geðþótta dómar í glæpamálum fer eftir því hverjir dæma og fá flóttamenn og sérstaklega flóttabörnin mjög væga dóma fyrir gróf glæpaverk. Þeim er aldrei útvísað og eru því framtíð landsins.
Í mörg ár hef ég velt vöngum yfir því, hvers vegna múslímar í Svíþjóð hafa ekki stofnað stjórnmálaflokk, en nú er komið að því. Flokkurinn vill bjóða fram í næstu þingkosningu 2018 krötum til hrellingar því það er reiknað með að tugir þúsunda múslíma fylgi nýja flokknum. Flokknum er stýrt frá Íran og er því væntanlega shia-flokkur en ekki suni. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi flokksins.
Það kostar að vera með geðþótta ákvarðanir.

 


íar og

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 13:41

11 identicon

Múslimska partíið verður víst sunni-parti stýrt frá Íran.
Mjög skemmtileg þróun í Svíaríki.
kv

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 13:54

12 identicon

Fólk má passa sig að bera fyrir sig Barnaverndarsáttmála Sameinuðu þjóðana. Þar segir t.d. í 9.gr: "Aðildarríki skulu tryggja að börn verði ekki skilin frá foreldrum sínum." Hingað leyfa sér að koma foreldrar með börn sín frá aðildarríkjum þar sem ekkert er að, bara að leita að hugsanlega betri viðgjörningi fyrir sig. Að bera síðan þennan sáttmála fyrir sig sýnir aðeins ófyrirleitni þessara foreldra, þeim er skítsama um börnin sín. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 14:22

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað mjög sárt að horfa upp á börn á flótta send til baka. Samt er það svo að einhverjir tugir barna hafa þegar verið sendir úr landi á þessu ári. Enginn lagði til að þau fengju ríkisborgararétt.

Mér finnst að þingmenn sem vilja í raun og veru sýna mannúð eigi þá að gera gangskör að því að breyta núverandi lögum þannig að þau verði mannúðlegri, ekki aðeins gagnvart einhverjum handvöldum einstaklingum heldur gagnvart öllum. Mér finnst líka að það að koma nú fram með frumvarp um að veita útvöldum einstaklingum ríkisborgararétt snúist meira um að slá pólitískar keilur en um að sýna mannúð. Því miður.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2017 kl. 15:44

14 identicon

Þorsteinn Siglaugsson. Svona byrja hræsnarar; "...mjög sárt að horfa upp á börn á flótta." "En þau eru svo mörg að það skiptir litlu máli þótt tvö bætist í hópinn."  Skammastu þín fyrir þessa athugasemd.

Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2017 kl. 18:19

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst það ekki málefnalegt að gera fólki upp skoðanir, Haukur Kristinsson. Það er þvert á móti engin hræsni í því fólgin að benda á hræsnina sem felst í því að nota sér neyð einstaklinga með þeim hætti sem sumir þingmenn vilja nú gera - grípa tækifærið þegar líklegt er að afla megi sér vinsælda með því, en horfa framhjá öllum hinum sem enga sérmeðferð hljóta vegna þess að mál þeirra hafa ekki komist í kastljós fjölmiðla. Ef einhver á að skammast sín ert það þú sjálfur fyrir óheiðarlegan og ómálefnalegan málflutning!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2017 kl. 19:13

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það ku vera 8 þúsund börn fædd á Íslandi sem búa við fatækt og sum jafnvel sára fátækt. 

Hvar var samúð Skeggja (Össur Skarpheðinsson fyrir þá sem ekki vita) fyrir fátæku börnunum þegar hann var í Ríkistjórn og ráðherra? Spyr sá sem ekki veit.

Hvernig væri að Góða Gáfaða Fólkið mundi byrja á að sjá um þessi íslensku fátæku börn, áður en þeir fara bjarga öllum heiminum.

Svo er það spurningin; af hverju er alltaf verið að tala um að það sé verið að vísa ungri stúlku úr landi. Það er ekki það sem er að gerast, það er faðir hennar sem Útlendingastofa er að vísa úr lamdi.

Er Góða Gáfaða Fólkið að fara fram á að stúlkan sé tekin frá föður sínum? Þvílík ógeðsleg framkoma, ef þetta er ekki ógeð þá veit ég ekki hvað er ógeð.

"Með lögum skal land byggja og ólögum eyða."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.9.2017 kl. 01:23

17 identicon

Jóhann í Houston.  Eru 8 þúsund börn á Íslandi sem búa við fátækt?  Já svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað.  Svo tjaldarðu " góða gáfaða fólkinu " tvisvar.  Ert þí þá vondi heimski karlinn ?. 

Kveðja frá Reykjavík.

Brynjar (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 11:49

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvar var samúð og mannúð Össurar Skarphéðinssonar (alias Skeggja Skaftasonar) þegar hann ákvað að hleypa í gegn á NATO-fundi loftárásum á líbýska borgara og umturna öllu þar? Jafnvel sú aðgerð á stóran þátt í innflytjendastraumnum yfir Miðjarðarhafið. Össur er því beinn gerandi í þessum málum og ótrúverðugur með skítkasti á aðra.

Hann segir mig "tala GEGN því að láta mannúð ráða för," en það er ekki hægt að gera mannúð eina sér og skv. tilfinningaþrungnu, en geðþóttafullu handvali pólitískra afla að eina ráðandi áhrifaþættinum í stjórn innflytjrendamála. (Og á þeim þarf vitaskuld að vera einhver stjórn, um það deila menn varla, nema þeir séu "No Borders"-kjánar.) Þar að auki verður mál afgönsku stúlkunnar tekið fyrir í innflytjendavænu Þýzkalandi.

Tek undir með Jóhanni Kristinssyni hér og sérstaklega með Þorsteini Siglaugssyni sem á þarna bæði innlegg og snillingssvar gegn "dr." Hauki.

Jón Valur Jensson, 13.9.2017 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband