Menntamálaráðherra - methafinn í baktjaldamakki ?

Tveir þingmenn Norðausturkjördæmis ræddu stöðu Hússtjórnarskólans á Hallormsstað við upphaf þingfundar í morgun. Kallað var eftir svörum ráðherra um stöðu stutts starfsnáms á framhaldsskólastigi.

Nýr menntamálaráðherra er meistari baktjaldamakksins.

Saga hans sem stjórnmálamanns er lituð af því og alltaf kemur " allt honum á óvart, hefur ekki heyrt af því, stendur ekki til, ekki búið að ákveða neitt "

Undir hans stjórn í heilbrigðisráðuneytinu hefur verið laumað inn meiri einkvæðingu en en nokkru sinni fyrr.

„Á und­an­förn­um miss­er­um hef­ur kostnaðarþátt­taka sjúk­linga og einka­væðing í heil­brigðis­kerf­inu auk­ist stór­lega. Ein­hliða ákv­arðanir sjórn­valda hafa komið í bak lands­manna án umræðu um stefnu­breyt­ingu í mála­flokkn­um.

Nú er þessi stórleikari baktjaldamakksins mættur í menntamálaráðuneytið, og viti menn, sami leikurinn hafinn á bak við tjöldin.

Forystufólk allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi mótmælti harðlega við upphaf þingfundar fréttum af fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn þarf að lauma einhverju áfram er núverandi menntamálaráðherra settur í málið.

Svo ypptir hann bara öxlum og veit ekki neitt ef hann er spurður.

Meistari baktjaldamakks og reykfylltra bakherbergja.

Sennilega einn varasamasti ráðherra ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir sakleysislegt yfirbragð og einlægt augnaráð.

Sérstaklega þægilegir dagar fyrir hann, tveir handónýtir smáflokkar í stjórn með honum þannig að þetta er algjörlega vandræðalaust ferli núna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband