Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri.

Ef fresta á áformum um hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu er ljóst að fjármálaáætlun er vanfjármögnuð. Þetta segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í fjárlaganefnd. Hún segir galið ef meirihlutinn ætli að selja mannvirkin á Keflavíkurflugvelli líkt og lagt sé til.

Sjálfstæðisflokkurinn er í dauðafæri.

Aldrei áður hafa þeir náð að vera í samstarfi með jafn skoðana og prisiplausum flokkum í ríkisstjórn og nú.

Þeir eru í dauðafæri með ýmislegt.

Menntamálaráðherrann fær að einkavæða í skólakerfinu, hann er í góðri hugarfarslegri æfingu eftir fjögurra ára dvöl í heilbrigðisráðuneytinu.

Hugmyndir flokksins í einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu verða að veruleika m.a. vegna þessa að flokkurinn sem stýrir því ráðuneyti er viljalaust verkfæri frálshyggjuaflanna.

Það hefur sennilega verið greiðslan fyrir ráðherrastólinn.

Og er Sjálfstæðisflokkurinn farinn að velta fyrir sér í alvöru að selja Keflavíkurflugvöll - Leifsstöð til að fjármagna vegaumbætur í landinu.

Einkavæðingarhugmyndir af sverustu gerð í anda bæjarstjórans sem setti heillt sveitarfélag á hausinn um árið.

Sumir læra aldrei neitt.

Engin hætta er á að samstarfs-meðreiðarflokkarnir æmti eða skræmti, þeir bara beygja sig eins og vanalega.

Á meðan er Sjálfstæðisflokkurinn að slá út af borðinu ýmsar hugmyndir ráðherra samstarfsflokkanna.

Virðisaukaskattshugmyndir fjármálaráherrans eru á leiðinni á ís og launajafnréttisáætlanir félagsmálaráðherrans sömuleiðis.

Munu þeir mótmæla ?

Engin hætta á því.

Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í þessari aumu ríkisstjórn. Björt framtíð og Viðreisn eru bara grínflokkar sem þeir taka ekkert mark á og fara sínu fram.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei á lýðveldistímanum verið öðru eins dauðafæri.

Þeir eru með hreinan meirihluta á þingi, meirihlutinn sem hefur skoðanir og áherslur er þeirra, hinir tveir eru bara þarna til að uppfylla vonir og væntingar frjálshyggjuafla Sjálfstæðisflokksins.

Og gera það með bros á vör, ráðherrastólarnir eru mjúkir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband