Þjónar íhaldsins - hversu lengi ?

2017 brúðkaupið Björt framtíð og Viðreisn skrökvuðu því í kjósendur að þeir væri frjálslyndir miðjuflokkar, fylgjandi ESB umsókn og bæru hag velferðarkerfisins og almennings fyrir brjósti.

 Að loknum kosningum fengu þessir flokkar samtals rúmlega 17% fylgi og runnu saman í hjónasæng.

 Þaðan boðuðu þeir áfram frjálslyndi og löngun til að mynda frjálslynda miðjustjórn með áherslur sínar að leiðarljósi.

 Allir vita hvernig það fór, flokkarnir runnu átakalaust inn í Sjálfstæðisflokkinn, kvittuðu upp á allar hans áherslur og fengu að launum nokkuð þokkaleg ráðherrasæti.

 Nú er fylgið horfið að mestu samkvæmt könnunum, kannski eru eftir ca 8-9%. Traust á flokkunum fokið út um gluggann hjá kjósendum. Sérstaklega má Björt framtíð sjá á bak mest öllu því trausti sem kjósendur þeirra báru til hennar.

Gríðarleg óánægja er með hvernig þessir flokkar hafa kokgleypt allar áherslur BB og félaga og fjárlagaáætlunin sem þeir standa að er sú mesta hægri stefna sem dunið hefur á landsmönnum lengi.

Sérstaklega beinast augu kjósenda að heilbrigðisráðherranum sem hefur reynst allt annar en kjósendur sáu og trúðu.

Nú er stóra spurningin.

Hversu lengi komast þessir flokkar upp með að halda Sjálfstæðisflokknum og stefnumálum hans við völd ?

Kannski fara kjósendur þeirra lönd og leið og bara hverfa. Sennilega er kjarninn og baklandið, flokksapparötin fámenn og þrá að halda þessum nýfengnu völdum.

Líklegast er að fámennisklíka þessara flokka komist upp með að halda þeim við " völd " út kjörtímabilið.

Aðhald kjósenda þeirra lítið sem ekkert.

Ekkert sérstaklega þægilegt tilfinning fyrir hönd Íslands að hér verði hreinn og ómengaður Sjálfstæðisflokkur sem ræður öllu, hækjurnar njóta sviðljóssins í volgum ráðherrastólum.

Næst kosið 2020.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er samfylkingin  þín nokkuð skárri?

Eru  ekki  s ennþá fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra þó að það sé gegn öllum  KRISTNUM GILDUM?

Jón Þórhallsson, 21.4.2017 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband