Grútspældur - af hverju ?

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, segir að Viðreisn hafi ekki náð að vera nægilega sýnileg með þau stefnumál sem flokkurinn vinnur að í ríkisstjórn. Viðreisn hrapar í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar tvö og Bylgjunnar sem birt var í morgun.

__________

Formaður Viðreisnar grútspældur.

Hann greinilega áttar sig ekki á hversu alvarlegt það er fyrir stjórnmálaflokk að selja öll sín helstu stefnumál fyrir ráðherrastóla.

Kjósendur flokksins ætluðust til að hann gerði eitthvað annað.

En Engeyjar-Bensi ákvað að selja sálu flokksins fyrir sæti í stjórn hjá frænda.

Auðvitað fara kjósendur flokksins annað, skárra væri það nú.

Björt framtíð fær sömu útreið og báðir þessir flokkkar eru dottnir af þingi samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2.

11 þingmenn stjórnarinnar eru þar með farnir af þingi og stjórnin kolfallin, á mettíma.

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þó svona mælist, þessir flokkar hafa horfið inn í Sjálfstæðisflokkinn og skera sig að engu frá honum.

Auðvitað fara kjósendur annað sem sviknir eru svona afgerandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband