Sjálfstæðisflokkurinn boðar ofurskattlagningu - þjófnað.

Það er ósanngjarnt gagnvart íbúum á suðvesturhorni landsins að rukka þá sérstaklega fyrir að keyra út úr Reykjavík. Þetta segir formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Samgönguráðherra vill taka upp gjald af ökumönnum sem keyra frá höfuðborgarsvæðinu.

__________________

Nýr samgönguráðherra boðar ofurskattlagningu á höfuðborgarbúa og þá sem eiga þar leið um.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur því opinberað sig sem ofurskattlangingarflokk sem ætlar að beina þeirri skattlagningu sérstaklega að höfuðborgarbúum.

Hvort samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka undir þær hugmyndir, báðir örflokkarnir sem eru í hækjuhlutverki á þeim bænum, eru höfuðborgarflokkar og mega ekki við meiri flótta kjósenda sem þegar er búinn að koma þeim niður undir 5% markið með tilheyrandi falli af Alþingi.

Ef að líkum lætur eru þessar tillögur líklegar til að auka enn á misklíð í ríkisstjórninni og þeim flokkum sem að henni standa.

Það sér það hver maður að þar er grunnt á því góða í ýmsum málum.

Þessar hugmyndir ráðherrans eru í reynd galnar og það sér það hver maður að skattleggja vegfarendur á vegum sem þeir hafa þegar greitt með sköttunum sínum eru hreinn þjófnaður.

Það er þjófur í paradís samgönguráðuneytisins.

Sennilega kemst hann ekki upp með þessar hugmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband