Frábærlega tímasett fjölmiðlaflétta hjá Sigmundararmi Framsóknar.

Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum.

______________

Það var mikill gauragangur í Framsókn í NA kjördæmi um helgina.

Skjólbrekka nötraði og andstæðingar SDG voru teknir af lífi pólitískt í beinni.

SDG hafði tekist að véla með sér dreifbýlisframsókn og þar virðist enginn sjálfsskoðun eða gagnrýni komast að.

Leiðtoginn er óumdeildur þrátt fyrir allt og allt.

Þetta var frábærlega undirbúinn gjörningur hjá Sigmundararminum.

Gunnar Bragi helsti vikapiltur SDG fékk við sig viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins, hreint drottningarviðtal.

Ekki nóg með það heldur fékk umræddur vikapiltur úr Skagafirðinum tveggja tíma þátt á Bylgjunni bara með sér einum, tíminn 8.00 - 10.00 góður tími rétt fyrir kjördæmisþingið.

Eintal án gagnrýni í 120 mínútur, stjórnandinn bara jánkaði og spurði fyrirfram auðveldra og leiðandi spurninga, sennilega samdar vel fyrirfram og í samráði við hönnuð þáttarins.

Þetta er í reynd merkilegt.

Þekkt er að 365 miðlar gera fátt ókeypis og svona einhliða val á þátttakanda og án aðkomu þeirra sem við hann kepptu á þinginu í NA kjördæmi vekur athygli.

Höskuldur og allir hinir sem voru að keppa við SDG áttu enga aðkomu og voru hvergi í þessari furðuuppákomu 365 miðla um síðustu helgi.

Sumir hafa verið að velta því fyrir sér, hver var bakhjarl og hönnuður þessara tveggja þátta í Fréttablaðinu eða Bylgjunni.

Í það minnsta var þetta einhliða og keppinautum var haldi fjarri.

Ekki undarlegt þó einhverjir spyrji, hvaða kom áhugi þessara miðla á vikapiltinum úr Skagafirði, akkúrat á þessum viðkvæma tímapunkti ?

Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband