Allt á réttri leið.

Þá er það að gerast sem ég vonaði að Samfylkingarfólkið sem var óöruggt með flokkinn sinn hefur öðlast trú á ný. Það er ekki undarlegt því Samfylkingin hefur rekið krötuga, málefnalega og litríka kosningabaráttu. Það er allt annað að sjá til flokks sem leggur fram útfærða stefnu eða til Sjálfstæðisflokksins sem hefur falið sig í aðdragandanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert fram að færa og formaðurinn er málefnalega gjaldþrota.

Fjöldi frambjóðenda flokksins hafa verið ósýnilegir og hafa helst ekki komið fyrir sjónir almennings nema þeir séu neyddir til þess í sameiginlegum þáttum. Þar hafa þeir oftar en ekki opinberað stefnu og ábyrgðarleysi sitt. Skemmst er að minnast Árna fjármála sem missti sig í Kastljósi í síðustu viku. Það er ekki undarlegt þó að flokkurinn reyni að fela sem flesta sem lengst. Það er væntanlega til að kjósendur kjósi þá út á minninguna en ekki vegna málefna sem er ótrúlega fátækleg.

Mjög margir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru algjörlega ósýnilegir, þar ber hæst Árni Johnsen sem hefur verið falinn svo vel að fæstir muna að hann sé í framboði. En nú mun Sjálfstæðisflokkurinn síga í könnunum næstu daga ef að líkum lætur eftir því sem fleiri óákveðnir gefa sig upp á flokk. Fæstir þeirra muna eftir Sjálfstæðisflokknum því margir þeirra eru að kjósa eftir málefnum og ekki eru Sjallar vænlegur kostur þegar að þeim kemur ef menn muna yfir höfðuð eftir þeim í ósýnileikanum.


mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband