Bjánaleiðangur utanríkisráðherra staðfestir getuleysið.

Ákvörðun ut­an­rík­is­ráðherra um að lýsa því við ESB að Ísland telj­ist ekki leng­ur um­sókn­ar­land er besta hugs­an­lega niðurstaðan í erfiðu máli. Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra í viðtali við Eyj­una. Hann undr­ast gagn­rýni á meðferð máls­ins.

_____________

Bréfsleiðangur utanríkisráðherrans á fund ESB eru sennilega með meiriháttar pólitiskum mistökum núverandi ríkisstjórnar.

Mörg eru þau mistök en þessi eru sennilega þau dómgreindarlausustu.

Með því að láta málið liggja hefði ekkert gerst og allt siglt sinn vana gang.

Þetta var óþarfi.

En með þessu vakti ríkisstjórnin öfl í þjóðfélaginu sem gætu skolað þeim af valdastólum.

Það er gríðarleg reiði í þjóðfélaginu, ekki vegna ESB, heldur því að hunsa Alþingi og lítilsvirða lýðræðið.

Enginn má komast upp með slíkan gjörning.

Auðmennirnir tveir sem stjórna landinu misreikna enn og aftur slagkraft þjóðarinnar þegar hún er sameinuð.

Forsætisráðherra virðist enn ekki skila hvaða vitleysu hann er að gera, kannski geta allir gömlu Framsóknarvaldamennirnir sem hafa tjáð sig um þetta leitt honum það fyrir sjónir.

Þó er mér það til efs að það nái inn fyrir pólitískt dómgreinarleysi ráðamannanna tveggja í stjórnarráðinu.

Enginn í 38 þingmanna meirihluta stjórnarflokkanna hefur bein í nefinu að þora að segja þeim frá þessum mistökum.  Þeir fljóta bara með eins og sauðir til slátrunar.

En þeir hafa vakið þjóðina, sameinað stjórnarandstöðuna og virkja þá sem annars hafa litlar skoðanir á stjórnmálum.

Geri aðrir betur.

 

 


mbl.is Besta hugsanlega niðurstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband