Icesave springur í andlit forsætisráðherra.

 

Icesave bítur í hælana.

 Samkvæmt heimildum DV gáfu stjórnvöld og Seðlabankinn ádrátt um það fyrir helgi að svör af einhverjum toga kynnu að berast slitastjórn gamla Landsbankans (LBÍ) í vikunni vegna beiðni hennar um undanþágu frá gjaldeyrishöftunum.

Icesaveg bíður handan hornsins.

200 milljarðar + á leiðinni í greiðslu á hluta Icesave.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra langt frá því samstíga um lausn málsins.

Icesvave - draugurinn sem forsætisráðherra náði að sannfæra meirihluta þjóðarinnar um að hefði horfið fyrir kraftaverkalækningar Framsóknar springur nú í andlit forstætis. 

Að ná að blekkja kjósendur eru oftast tímabundinn ávinningur sem síðan leiðréttist þegar sannleikurinn kemur í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsóknarmenn eru búnir að ljúga of mikið.

Allt sem þeir lofuðu fyrir kosningar var lygi.

Ríkisstjórnin virðist alveg við það springa.

Hangir saman á valdafíkninni og þeir eiga ennþá eftir að moka nokkrum feitum bitum úr þjóðarkjötkatli til elítunnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2014 kl. 12:33

2 identicon

Ég held að þið Ómar ættuð að láta einhvern sem skilur þetta útskýra þetta fyrir ykkur.  Dálítið vandræðalegt að lesa texta manna sem er mjög annt um að tjá sig byggða á svona algjöru skilningsleysi eftir allan þennan tíma.  Hvað varðar LB skuldabréfið þá skrifast það á algjört klúður síðustu ríkisstjórnar og ætti að vera það mál sem skekkur fjölmiðlanna.

stefá Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 12:56

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og það að FIH bankinn var verðlaus - var sjs að kenna?

Hahaha, sjaldan sem maður hefur séð manneskur með svoleiðis allt gjörsamlega á hælunum eins og framsóknarmenn og sjalla í dag.

Maður hélt það væri bara bannað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2014 kl. 13:05

4 identicon

Hér fengu kennitöluflakkarar þjóðina til að trúa því að hægt væri að komast hjá því að borga með því að segja "NEI" við Icesave.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 13:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já. Það er ekkert skrítið þó framsóknarmenn feli sig í holum sínum. Með allt á hælunum þessi hálfbjánar.

Það er bara svo skrítið a nokkur skuli hafa getað verið svo ómerkilegur sem framsóknarmenn hafa sýnt og sannað. Það er alveg makalaust. Ljúgandi og þvaðrandi eins og andskotans fífl.

Skaðakostnaðurinn af þessu hyski er alveg gigantískur og sér hvergi fyrir endan á.

Skaðakostnaðarmælirinn hættir ekki að tikka fyrr en framsóknarmönnum verður fleygt út af alþingi og síðan sparkað í rassinn á þeim.

Hvað verður svo um þá skiptir ekki máli Þeir geta bara farið einhvern andskotann.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2014 kl. 13:40

6 identicon

Nú væru fastir lágir vextir á þessu ef samið hefði verið um Icesave.

í staðinn eru eigendur að þessu vogunarsjóðir sem keyptu af hollendingum og Bretum og munu verða erfiðir viðfangs, lengja í þessu viku fyrir viku og fá fyrir háa vexti.

Það er oft betra að halda stærilætinu í skefjum og nálgast málin af skynsemi.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 13:53

7 Smámynd: Benedikt Helgason

Afsakið hvað þetta er langt en málið er reyndar svo umfangsmikið að hjá því verður ekki komist. En myndin af þessu Icesave máli er farin að skýrast en frá mínum sjónarhóli þá lítur hún svona út.

1)      Strax eftir hrun þá byrjar samfylkingingin að pressa á að Icesave fái ríkisábyrgð (grein ÁPÁ í mbl ca. 8. Október 2008) því ESB sagði að ekki yrði tekið við umsókn í sambandið nema að Icesave yrði gert upp (heimild: Lilja Móses og Atli Gísla).

2)      Velferðarstjórnin reisir nýja Landsbankann með því taka gengistryggð lánasöfn gamla bankans yfir á fullu verði (Heimild: Heiðar Már fjárfestir í nýlegri mbl grein ef ég man rétt) og láta eins og um sé að ræða gjaldeyriseignir til þess að réttlæta útgáfu á gjaldeyrisskuldabréfinu á milli nýja og gamla Landsbankans, því fyrstu útreikningar sýndu að þrotabú Landsbankans ætti í raun ekki fyrir Icesave kröfunum (fyrsta mat var 70-75% innheimtur).

3)     Afleiðingin af þessu verður sú að Gylfi Magnússon þarf að láta eins og að hann kannist ekkert við gengistryggingu þegar hann svarar fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í þinginu um lögmæti gengistryggingar og lögfræðiálit SÍ um málið sem enginn fékk að sjá.

4)      Gylfi Magnússon/SÍ fara á límingunum þegar gengistryggin er dæmd ólögleg 2010 og pressa á afturvirka seðlabankavexti í fjölmiðlum.

5)      ÁPA með dyggum stuðningi Álfheiðar Ingadóttur, sem sett var yfir viðskipta- og efnahagsnefnd þegar Helgi Hjörvar sagði sig frá málinu, reyna að fá afturvirka SÍ vexti á gengistryggðu lánin með setningu ÁPÁ laganna.

Í stærra samhengi þá lítur þetta þannig út að Icesave hafi í raun verið ráðandi um það hvernig bankakerfið var endurreist. Að minnsta kost þá var ekki mikið mál að fá skilanefndir Glitnis og Kaupþings til þess að taka við Íslandsbanka og Arion, því stjörnvöld voru í raun búin að taka sér stöðu gegn lántakendum og þar með gátu skilanefndirna hámarkað útkomuna úr þrotabúunum með því að taka við nýju bönkunum.

Afleiðingarnar fyrir íslenkst efnahagslíf af þessu framferði eru hins vegar skelfilegar því að snjóhengjan fyrir innan gjaldeyrishöftin verður miklu stærri en hún hefði orðið ef að stjórnvöld hefðu einfaldlega tekið slaginn gegn bretum og hollendingum í Icesave og flett ofan af ólögmæti gengistryggingar að ekki sé nú talað um ólögmætri útfærslu verðtryggingar.

Að lokum er rétt að leiða að því hugann að núna er verið að lögsækja stjórnendur gömlu bankana fyrir að baka þeim fjártjónshættu af stærðargráðunni nokkrir milljarðar.  Hvaða refsingu á þá að gera þeim stjórnmálamönnum sem stóðu ekki bara að því að skapa nýja Landsbankanum fjártjónshættu heldur hreinlega fjártjón með útgáfu  á skuldabréfi í erlendri mynt upp á hundruði milljarða án þess að á móti kæmu erlendar eignir?

Benedikt Helgason, 30.10.2014 kl. 14:45

8 Smámynd: Benedikt Helgason

En annars skaltu ekki vera að láta Jóhann Hauksson, fyrrum blaðafulltrúa velferðarstjórnarinnar, vill þér sýn í þessu máli Jón Ingi.  Hann er búin að vera að reyna að grugga vatnið með þremur greinum á viku í DV um þetta blessaða skuldabréf sem gamlir húsbændur hans stóðu í að gefa út með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagskerfi þjóðarinnar.

Ég neita því hins vegar ekki að það er ekki gott til þess að vita að þú skulir vera afvegaleiddur í þessu Icesave máli því þú ert ekki illa þenkjandi manneskja. En þú ert svo sem ekki einn um þetta því það var heill her af jafnaðarmönnum sem barðist í þessu Icesave máli án þess að hafa nokkra hugmynd um að þeir voru að sá í akur óvina sinna myrkranna á milli.

Öðru máli gegnir um Ómar vin minn, hann hefur allan tímann vitað nákvæmlega fyrir hverju hann var að berjast. Hann telur það einfaldlega réttlætanlegt að draga landsmenn í gegnum efnahagslegar hörmungar til þess að fá aðgang að ESB; það sé einfaldlega bara fórnarkostnaður sem þarf til þess að fá betra samfélag á eftir.  Það sjónarmið er heiðarlegt en ég tel það hins vegar ekkert sérstaklega skynsamlegt.

Benedikt Helgason, 30.10.2014 kl. 15:04

9 identicon

Góð samantekt Benedikt. Fór Ómar möntrusöngvari í mat?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 18:16

10 identicon

Benedikt Helgason er einn af þessum sem flúið hefur Ísland, sennilega vegna þess að hann hefur fengið nóg af ástandinu þar, ónýtum gjaldmiðli og fleira.

þeir eru nokkrir svona hér á mbl blogginu, brotaflúnir Íslendingar sem vilja að við hin tökum á okkur skellin svo að þeir geti kannski séð sér fært að koma hingað aftur en geta ekki hætt að gjamma um innanlandsmálin hjá okkur.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 09:13

11 Smámynd: Benedikt Helgason

Tja, Helgi Jónsson.  Ef allir hefðu haft þau tækifæri sem ég hef haft og hafa gert mér kleift að moka gjaldeyri heim til Íslands sem nemur nokkrum milljónum á ári þá væri kreppan á Íslandi búinn.

Ef allir hefðu hins vegar hugsað eins og þú, þ.e.a.s. í fullkomnu ábyrgðarleysi tekið á sig allar kröfur sem lagðar voru á borðið og í ofanálag tekið upp evru sem þú virðist ekki komast hjá að minnast á í einu einasta kommenti, þá væri landið endanlega gjaldþrota og nóg er nú að samt eftir hörmungar úrvinnslu velferðarstjórnarinnar á eftirhrunsmálunum.

Benedikt Helgason, 31.10.2014 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 1239
  • Frá upphafi: 818009

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1227
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband