Stjórnmálaflokkur á lokasprettinum ?

Fylgi Framsóknarflokksins hríðfellur samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag en Samfylkingin bætir við sig töluverðu fylgi og aðrir flokkar sækja einnig í sig veðrið. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn þurfa að vanda málflutning sinn betur og benda á góða hluti í störfum ríkisstjórnarinnar.

____________________

Framsóknarflokkurinn er að verða 100 ára.

Einu sinni var hann stór og sterkur með áhrif um allt þjóðfélagið. Svo fór að halla undan fæti og flokkurinn rýrnaði hægt og bítandi.

Stundum náði hann nokkru flugi í kosningum þegar vel tókst til með kosningamál og kosningaloforð.

Næst síðast var þegar hann lofaði kjósendum fínum lánum 2003 og aftur 2013 þegar hann toppaði sjálfan sig í feitum loforðum.

Kjósendur hafa gjarnan trúað flokknum og stutt hann til " góðra " verka. Síðast var það fræga loforðið um skuldleiðréttingar upp á 300 milljarða, fjármagnaðar af hrægömmum.

Nú er kjörtímabilið að verða hálfnað og kjósendur flokksins sem trúðu þessu hafa nú séð að mest að þessu var í " plati "

Framsóknarflokkurinn er sannarlega 100 ára og ber aldurinn illa. Honum hefur ekki tekist að þróast í takt við tímann og málflutningur hans er gamaldags og staðnaður.

Framsókn er eins og hundrað ára gamalmenni og ráðherrar hans eru að sama skapi íhaldsamir og þreyttir. 

Því til viðbótar hafa ráðherrar flokksins auk þess sýnt vænhæfni, hroka og verkleysi.

Nú er kjósendur greinilega nóg boðið og flokkurinn er kominn í 8.7% fylgi og bróðurparturinn af þingmönnum hans horfinn væru kosningaúrslit í takt við könnun. 

Flokkurinn er nú minnstur allra flokka sem nú sitja á þingi og hrun fylgis er gríðarlegt.

Það er því augljóst að Íslandi stjórnar stjórnmálaflokkur sem rúinn er öllu trausti og álitamál hversu lengi Sjálfstæðisflokkurinn láti Framsókn leiða þá og stjórna.

Forsætisráðherra er slakur verkstjóri og óreiðan á Alþingi hefur sjaldan verið önnur eins.

Það er því umhugsunarefni hversu lengi Framsókn leiðir ríkisstjórn Íslands, það er algjörlega undir Sjálfstæðisflokknum komið.

Kannski finnst fjármálaráðherra Bjarna Benedikssyni það í góðu lagi að verkstjórinn hann sé 8.7% maður sem fáir treysta.

Framundan eru átök í þjóðfélaginu og flestum ætti að vera það ljóst að ríkisstjórn Íslands er afar veik þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta.

Það því alveg inni í myndinni að við séum að horfa á stjórnmálaflokk og ríkisstjórn á lokasprettinum, það ræðst á næstu mánuðum. 

Á svona umbrotatímum þarf stjórnmálamenn sem hafa víðsýni og hæfileika til að stjórna og taka ákvarðanir, annars fer illa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þetta voru góðar fréttir - lygar (mitt mat) ganga ekki endalaust sem betur fer

Rafn Guðmundsson, 24.10.2014 kl. 17:28

2 identicon

Framsóknarflokkurinn var hagsmunagæslu flokkur fyrir Sambandið með alltof marga þingmenn miðað við atkvæði. Tíma hans lauk uppúr 1990 þegar Sambandið lognaðist útaf.Síðan þá hefur hann ekki haft annað hlutverk en vera hækja undir íhaldinu.

Nú lýgur hann sig inná þing, og alltof margir hafa trúað þeim og hefur það haft ömurlegar afleiðingar fyrir almenning í landinu.

Vonandi sjá kjósendur um að koma þeim til annara starfa.

Trausti (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 18:12

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, eru þeir nokkuð á lokasprettinum nafni?

Varla eins og þú ert hérna núna á blog.is, neðstur á þeirri síðu og ert að detta út ! Verður að blogga upp á nýtt til að sjást yfirhöfuð!

Ég mátti nú til með að stríða þér. Það á alltaf að stríða Samfóistum, í tíma & ótíma. :)

Jón Valur Jensson, 24.10.2014 kl. 23:47

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Eru 12.9% Samfylkingarspenar að fara aðeins fram fyrir sig !

Ríksisstjórnin er bara 18 mánaða en ekki tveggja ára og Ríkisstjórnin fer mjög vel af stað, með bullandi hagvöxt, snarminnkandi atvinnuleysi og plús 4,3% aukinn kaupmátt láglauna stéttanna s.l. 12 mánuði.

Það er von að ykkur krata greyunum líði illa og kveinkið ykkur og vonið að kjörtímabilinu fari nú að ljúka.

Framsóknarflokkurinn með okkar unga og stórglæsilega mannlega forsætisráðherra á mikið inni og fer sjálfssagt langt með að jafna metfylgi flokksins frá síðustu kosningum næst. Samfylkingin mun vafalaust halda sig nálægt skráðu EUROSTAT meti í kosningaafhroði frá síðustu kosningum !

Alla vegana blæs ekki byrlega fyrir þetta afhroðs flokksapparat með óbreytta ESB aftaníossa stefnu !

Gunnlaugur I., 25.10.2014 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband