Róm brennur en númer eitt spilar á hörpu.

„For­yst­an hef­ur fallið á siðferðilegu prófi og niðurstaða miðstjórn­ar­fund­ar­ins sýn­ir að flokk­ur­inn styður þann málsstað sem sett­ur var fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um.“ Þetta seg­ir Hreiðar Ei­ríks­son sem skipaði 5. sæti á lista Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í vor. 

______________

Sigmundur Davíð er á leið með flokkinn í alvarlegar ógöngur.

Í stað þess að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar forherðist hann við mótlætið og bætir í öfgamálflutning sinn.

Ljóst er að Róm brennur og í löngum hefur það verið talið til mestu mistaka mannkynssögunnar þegar keisari einn neitaði að horfast í augu við veruleikann og spilaði bara á sína fiðlu. 

 "Neró áleit sig mikinn listamann. Þrátt fyrir að ekki hafi þótt rómverskum keisara bjóðandi að bregða sér í hlutverk skemmtikrafts vílaði Neró ekki fyrir sér að stíga á svið og syngja. Var engum heimilað að hverfa af vettvangi meðan Neró stóð á sviði, því hann skyldi vera miðpunktur athyglinnar, hvort sem áheyrendum líkaði betur eða verr."

 http://is.wikipedia.org/wiki/Ner%C3%B3

Ef forusta Framsóknarflokksins hefði verið klók þá hefði ekkert af þessu þurft að gerast.

Afneita málflutningi frabjóðenda í Reykjavík, biðjast afsökunar á mistökum og iðrast.

Ekkert af þessu sá forustan sig knúða til að gera, þess vegna hrynur flokkurinn nú innanfrá auk þeirra vandamála sem að steðja vegna utanaðkomandi áhrifa. 

 


mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar sáuð þið í málflutningi frammarana kynþáttaníð

var það að láta 1000 manna söfnuð ( sem nú þegar er með 2 bænahús) hafa ókeypis lóð )

Hvað þurfa aðrir söfnuðir þá að fjölga sínum bænahúsum?

Eða var það þegar að Sveinbjörg missti út úr sér að Svíar væru búnir að setja lög sem bönnuðu þvinguð hjónabönd .

Hún minntist aldrei á að síðan þá eru Bretar búnir að setja samskonar lög 

sæmundur (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 15:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessu klúðri SDG ber að fagna, megi hann forherðast enn í sínu bulli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.7.2014 kl. 15:24

3 identicon

Hrokafullir frekjustrumpar eru í of miklum metum hjá Íslendingum. Það sést vel á því hvaða manneskjur, þrátt fyrir þessi leiðinlegu og ljótu einkenni, verða oft fyrir valinu hjá kjósendum.

 

Nefni aðeins fjórar; forsetinn, ritstjóri Moggans, innanríkis- og forsætisráðherrann.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 18:12

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Sigmundur Davíð er á leið með flokkinn í alvarlegar ógöngur"

alveg rétt.

vel orðað

Sleggjan og Hvellurinn, 20.7.2014 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband