Ríkisstjórnin sprakk á limminu.

 

Það eru mikil vonbrigði að ný ríkisstjórn virðist ekkert ætla að gera til þess að auka fjárfestingar og fjölga þannig störfum. Fjárfestingar ríkisins eru í sögulegu lágmarki og því kemur það verulega á óvart að falla eigi frá áformum um fjárfestingar sem ákveðnar höfðu verið.“

_________________

Nú bætist ASÍ í stækkandi hóp þeirra sem lýsa vonbrigðum sínum með fjárlagafrumvarp Bjarna Benedikssonar.

Það er ekki undarlegt, langt er síðan annað eins óréttlæti hefur komið fram í slíku plaggi.

Tekjustofnar skornir þeim sem betur mega sín, skattar lækkaðir á hærri milltekjuhópa og hátekjufólk.

Auðlindagjaldið rýrt og skattar á stóreignafólk lækkaðir.

Á móti koma svo stórauknar álögur sem lenda á ÖLLUM, líka þeim sem fá ekki neitt frá háæruverðugri ríkisstjórn í sértækum aðgerðum fyrir þá sem meira mega sín.

Í reynd er hugsunin á bak við þetta frumvarp óttalega grunn og skaðleg.

Á Íslandi er rekin markviss stefna þar sem misskipting er aukin.

Það er ekki góð stefna, ekta hægi sérhyggja.

Ríkisstjórnin hefur brugðist almenningi á Íslandi.

 


mbl.is Fjárlagafrumvarpið vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er önnur nálgun hjá hægrimönnum en var hjá Steina og Jóu. Þeir vona að atvinnulífið standi við sín loforð um að draga úr verðbólgu, sem við síðan græðum öll á. Það hefur nú verið margsannað í gegnum 20 öldina að ríkið sé ekki jákvæður áhrifa valdur í efnahagi og þar af leiðandi ættu raddir sem þínar að vera fáar, ef menn lesa sig til um hagfræði og sögu.

En ríkis fjárfestingar eru ekki að fara að bjarga neinum þótt þær líti vel út í fjölmiðlum til skemmri tíma.

Með skattalækkunum eru þeir að reyna að koma einkafjárfestingum í gang og þar með skapa samkeppni á vinnumarkað, sem hækkar laun.

Um miskiptingu er það nokkuð ljóst að hún er minnst þar sem ríkið kemur ekki nálægt skiptinguni, þar sem lausafé í höndum einstaklinga á frjálsum markaði er oftast fjárfest í verðmætasköpun sem skapar aftur lægra verð og meiri samkeppni um vinnuafl.

Karl (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 18:36

2 identicon

"Um miskiptingu er það nokkuð ljóst að hún er minnst þar sem ríkið kemur ekki nálægt skiptinguni"

Þetta er ekki rétt, langt því frá. Misskipting hefur ætíð verið mest þar sem ríkið kemur sem minnst að, t.d. eru Bandaríkin gott dæmi. Þeir voru "fyrirmyndin" að kapítalíska samfélaginu, og þar er einmitt misskiptingin gríðarleg. Á sama tíma voru norðurlönd, Svíþjóð, Noregur, Dannmörk, oft á tíðum með vinstri-sinnuðum stjórnvöldum og misskiptingin var mun MUN minni. Ég skil ekki hvar þú hefur þína lógík en hún virðist koma beint úr bókum Teboðsins í USA ... í USA t.d. hafa hægri menn alltaf haft slæm áhrif á efnahaginn, Regan, Bush Sr, Bush Jr, efnahagurinn var í molum eftir þá alla. En Clinton stjórnin snéru blaðinu við ... svo kemur Bush Jr og setur allt á hausinn aftur. Þú ættir kannski sjálfur að kynna þér söguna betur

Jói (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 18:50

3 identicon

Jæja Jói, þarna komstu með það.

Bandaríkin eru ekki frjáls markaður, þau eru jafn yfirfull af verndartollum, reglugerðum sem eru engum í hag nema þeim sem eru í yfirburðar stöðu á markaðnum, félagvæddu heilbrigðiskerfi og féló. Ríkið þeirra er að bjarga fyrirtækjum frá verðskulduðum gjaldþrotum með skattpeningum oft í röð stundum,

svo ekki sé talað um félagshyggju átakið þeirra fræga sem átti að koma þaki yfir höfuð allra, en endaði á því að setja Lehman bræður á hausinn og þar af leiðandi okkur.

Nei Bandaríkin eru jafn mikið með puttana í efnahagslífinu og í blautustu draumum Steingríms J.

Þau hafa í raun ekki verið með frjálsann markað síðan í kreppuni 1929 þegar ríkið fór að skipta sér af efnahaginum.

Það er þess virði að rannsaka hin norðurlöndin, en ég býst við því að það komi í ljós að hömlur á mörkuðum eru fáar og nýliðun auðveld.

Karl (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 20:08

4 identicon

Um misskiptingu eru rökin þau, að einstaklingar eða félög í einka eigu raða sjaldnast upp peningabúnntum í geymslur. Þau eyða þeim í vörur eða fjárfesta í meiri verðmætasköpun. Þar af leiðandi mun hver króna sem fær að vera áfram hjá fyrirtækjum búa til grundvöll fyrir meiri samkeppni s.s. lægri verð á vöru og hærri laun fyrir vinnu.

Lægri skattar gefa fólki líka meiri ástæðu til að vinna meira og jafnvel stofna ný fyrirtæki og þar með nær fólk að flytjast á milli stétta. Þetta var nokkuð auðvelt í Bandaríkjunum fyrir 1930 og var meðal annars ástæðan fyrir fólksflutningunum þangað.

Karl (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 20:29

5 identicon

gét ekki tekið foristu así alvarlega eftir að þar sem þeir fótu hríngin í kríngum landið að pretika fyrir e.b. aðild. efni fundarins var um málefni launþega fyrsta mál á dagská var um e.b aðildin og var hún samþykt síðan var gert hlé og bjóst ég við því að það yrði ræt um málefni launþega en þá vat gylfi komin með trefilin og fór af vetfángi hann hafði eingann áhuga að ræða við launþega bara fá einhverja samþykt og stínga svo af. þessu fólki treistir fólk á að til að vinna fyrrir sig

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 21:38

6 identicon

"Nei Bandaríkin eru jafn mikið með puttana í efnahagslífinu og í blautustu draumum Steingríms J."

Þetta er ekki rétt, t.d. lækkuðu Reagan og Bush Jr. "regulations" (eins og það heitir á ensku), sem hjálpaði landinu lítið. Einnig voru Bandaríkjamenn með einkavætt heilbrigðiskerfi, sem var hryllingur fyrir þá sem voru ekki ríkir, og hagfræðingar reiknuðu út að það kostaði í raun meira heldur en ríkisrekið heilbrigðiskerfi og var hræðilegt byrgði á efnahaginn. Þeirra kerfi var EKKI eins og Steingrímur né neinn annar vinstri maður vill hafa það.

Ég vil líka benda á að á 19. öld og snemma á 20. öldinni voru hægri stefnur ráðandi, misskiptingin á þeim tíma var gríðarleg. Síðan kemur kreppan og vinstri stefnan nær tökum, og misskiptingin í þjóðfélaginu snar breyttist. Árin 1950-1970 sáu gríðarlegan uppgang í efnahagi vesturlanda, meðan misskipting var sem minnst. En því miður hefur misskiptingin aukist til muna síðan þá, og er núna held ég meiri en hún var á 19. öld, eða allavega svipuð. Og það er ekki af hinu góða.

Hægri stefna ýtir undir þessa þróun, án lágmarkslauna og þannig reglugerðar munu stóru fyrirtækin nýta sér "þrælkunarvinnu" (þeas vinnu fyrir allt of lítið laun). Stórfyrirtækin taka einnig yfir markaði ef það eru engar reglugerðir til að takmarka það (t.d. Walmart í USA, gott dæmi um það, þú ættir að kíkja á heimildarmyndina um það fyrirtæki). Þetta MINNKAR sammkeppni og færir peninga og valdið til færri og færri einstaklinga. Það að halda því fram að þetta hjálpi litla manninum er ekkert nema kjaftæði.

Jói (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 818030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband