Hinn fullkomni bjánaskapur eða forgansröðun þeirra ríku ?

„Forsenda slíkrar þjóðarsáttar er að grunnþjónustan um allt land sé varin og að þingmenn taki erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun ríkisútgjalda,“ segir Kristján Þór. Hann bendir á að 8.600 milljónir kr. vanti á þessu ári, að óbreyttu, til að leysa fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins, þar af eru um 3.800 milljónir uppsafnaður vandi fyrri ára. Lengra verði ekki haldið nema að eitthvað láti undan.

_________________

Á meðan ráðherrar kveikna sér undan fjárvöntun og boða niðurskurði henda þeir frá sér tekjuöflunarleiðum sem byggja á að fá aukið gjald af auðlindum.

Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað enn frekari skattalækkanir, þá helst fyrir þá sem meira eiga.

Á meðan ríkisstjórnarflokkarnir færa LÍÚ 10 milljarða á silfurfati boða þeir niðurskurð í ríkisfjármálum með tilheyrandi áfleiðingum fyrir fólkið í landinu.

Þetta er vond forgangsröðun og ekta hægri íhaldsstefna, stefna sem er fjandsamleg hinum almenna borgara.

Þessi ríkisstjórn virðist ætla að verða verri en nokkur gat ímyndað sér og aðeins nokkrar vikur liðnar frá því hún var mynduð undir forsæti forseta Íslands og aðal-utanríkisráðherra.


mbl.is Vantar 8.600 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

...Og fjárhagsvandræði heilbrigðiskerfisins kom þeim auðvitað rosalega á óvart

Jón Kristján Þorvarðarson, 11.7.2013 kl. 13:06

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Það er rétt hjá Kristjáni, að forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var alröng. Það er tilvalið að hætta við gæluverkefni byggingu Húss íslenzkra fræða, enda ekki lengra á veg komið en að grafið hefur verið fyrir grunninum. Um daginn þegar ég fór framhjá, var engin vinna í gangi og ég vonaði að verkefnið hefði verið lagt á ís. Spurningin er hvort eigi að nota þessa stóru holu fyrir sundlaug eða moka yfir aftur og hafa bílastæði fyrir Landsbókasafnið, sem skortur er á.

Líka á að hætta að moka fé í Hörpu og svo loka nokkrum ónauðsynlegum sendiráðum eins og Kristján nefnir og reka a.m.k. 12.000 ónauðsynlega embættismenn sem er uppsöfnuð meinsemd. Hins vegar á ekki að hætta við byggingu nýs fangelsis. Þetta hefði átt að vera búið að fyrir löngu og það væri það líka ef Ögmundur væri ekki svona mikill þverhaus. Það sést, að það er af mörgu að taka til að endurbyggja heilbrigðiskerfið. Og þegar ég segi heilbrigðis- og almannatryggingakerfið og þá á ég líka við niðurgreiðslu á lífsnauðsynlegum lyfjum og hækkun örorkubóta.

Ég hef áður skrifað um hvað ætti að gera við ríkiskirkjuna og guðfræðideld HÍ til að fá aukinn sparnað, en forgangsröðun hjá Háskólanum á líka að vera öðruvísi. Fyrir það fé sem fæst þegar skorið verður niður í guðfræðideildinni og félags"vísinda"deild, þá á það fé að renna til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Það er þar sem tækifærin liggja.

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 14:03

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Leiðrétting: "Það er tilvalið að hætta við gæluverkefni Katrínar Jakobs, byggingu Húss íslenzkra fræða,..."

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 14:04

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má vona að niðurskurður í utanríkisþjónustunni "bitni" á hinum almenna borgara. 

Einnig er ég hjartanlega sammála með að hætta við flottræfilshús hinna íslensku fræða að sinni.  Ekki byggi ég sólstofu heima hjá mér ef ég á ekki mjólkurdreytil ofan í börnin. 

Fólk þarf að gera sér ferð á Suðurgötuna/Melavöllinn gamla til þess að sjá holuna.  Þarna er ekki verið að undirbúa byggingu á neinum sumarbústað.

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 14:12

5 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Það er rétt, Kolbrún. Er ekki nóg að hafa annars vegar Árnastofnun, sem stendur sig prýðilega og hins vegar Íslenzku-og menningardeild og Landsbókasafnið? Mig grunar, að með byggingu þessa Húss íslenzkra fræða hafi átt að búa til fullt af stöðugildum fyrir pólítíska vini Katrínar (= fleiri ónauðsynlega opinbera starfsmenn, meiri útgjöld hjá ríkinu). Í eitthvað áttu þeir peningar að fara, sem vinstri stjórnin tók úr heilbrigðikerfinu. Og það virtist alltaf vera stefna vinstri stjórnarinnar að blása út þann hluta hins opinbera, sem sízt var þörf á, enda eru kommúnistar og kratar saman í stjórn óheppileg blanda.

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 14:34

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrir auðvitað útgjöldin, bæði við byggingu fræðahússins og svo reksturinn í framhaldinu, þá mun þessi bygging skyggja á Þjóðarbókhlöðuna. 

Svo skilst mér að á teikniborðinu sé annað ferlíki, aðeins sunnar við Suðurgötuna.  Man ekki í augnablikinu hvað það á að hýsa - gæti þess vegna átt að vera vaxmyndasafn af öllum fulltrúm hinnar "fyrstu og einu vinstri stjórnar".

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 16:17

7 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Er pláss fyrir fleiri byggingar á Suðurgötunni? Það er varla hægt að byggja meira þar án þess að rífa eitthvað fyrst.

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 19:15

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Júbb.  Það var víst hægt að troða þessari stóru byggingu niður fyrir norðan og við hlið (litlu) gömlu friðuðu loftskeytabyggingarinnar.  Snillingar!

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 19:24

9 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þá taka þeir sennilega öll austustu bílastæðin undir þá byggingu. Og/eða loka aðkeyrslunni frá Suðurgötunni. Geturðu komizt að því hvað þetta á að vera, eða er það hush hush? Hlýtur að vera í deiliskipulagi borgarinnar.

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 19:36

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ingi, þakka þér fyrir gestrisnina enn einu sinni.

En eins og þú sérð þá er ég ekki alveg sammála þér með hvers bjánaskapurinn er. 
Eða hvernig hinir "ríku" njóta góðs af honum. 

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 19:47

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Austmann, það er þegar búið að loka fyrir innkeyrslur þarna.  Háskólabíó mun tapa öllum sínum bílastæðum, Hótel Saga hefur þegar tapað aðgengi svo og Þjóðarbókhlaðan.  Stærsta tapið er auðvitað fallega opna græna svæðið við Suðurgötuna sem styður við þessar fallegu byggingar sem eru þarna í dag.

En nei, þetta er ekkert hush-hush, öll fyrirtæki og félög á svæðinu hafa fengið að vita hvað koma skal.  Það má svo sem vel vera að Gnarr-borgin sé ekkert að auglýsa þetta - en ég veit ekki betur en að allt þetta rask sé á deiliskipulaginu.

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 19:56

12 Smámynd: Austmann,félagasamtök

OK, en ég hef ekki verið á ráðhúsinu síðan 2011 þegar ég þurfti að pissa og fann hvergi annars staðar almenningsklósett. Svo að ég hef ekki séð síðasta deiliskipulag. En áður en ég fer að flykkjast að loftskeytahúsinu með spjöld og hrópa slagorð gegn þessu vaxmyndasafni, væri ágætt að vita fyrst hvað á að rísa þarna.

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 21:11

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það verða borgarstjórnarkosningar næsta vor, 2014.  Vonum bara að blankheitin verði til þess að ekkert gerist frekar þangað til.   Krefjumst þess þá, að viðlögðu atkvæði, að fyllt verði upp í stóru holuna og tyrft yfir auk þess að afleggja frekari byggingaplön á svæðinu.

Vaxmyndasafninu mætti hvort sem er koma fyrir í viðbyggingu á Hólmsheiðinni :)

Kolbrún Hilmars, 11.7.2013 kl. 21:33

14 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Ég hallast helzt að því að það eigi að fylla stóru holuna með vatni og hafa stökkbretti í öðrum endanum. Vesturbæjarlaugin verður að fá smá samkeppni

Varðandi borgarstjórnarkosningarnar, þá verður forvitnilegt að sjá hversu margir láta plata sig aftur.

Austmann,félagasamtök, 11.7.2013 kl. 21:59

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á meðan ráðherrar kveikna sér undan fjárvöntun og boða niðurskurði henda þeir frá sér tekjuöflunarleiðum sem byggja á að fá aukið gjald af auðlindum.

Það hefði líka endað illa.  Var reyndar þegar búið að enda illa fyrir marga.  Portland, Gullbergið, ofl.  Ríkið fær engar meiri tekjur af þeim, er ég hræddur um.  Fjáröflunin virkaði ekki betur en svo.

Jafnframt hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað enn frekari skattalækkanir, þá helst fyrir þá sem meira eiga.

Já, þú getur víst ekki lækkað skatt á þá sem borga engan.

Á meðan ríkisstjórnarflokkarnir færa LÍÚ 10 milljarða á silfurfati boða þeir niðurskurð í ríkisfjármálum með tilheyrandi áfleiðingum fyrir fólkið í landinu.

Ég missti af þeim gerningi, geturðu útskýrt?

Þetta er vond forgangsröðun og ekta hægri íhaldsstefna, stefna sem er fjandsamleg hinum almenna borgara.

Ha?  Hvaða forgangsröðun?

Svo við drögum þetta inn í raunveruleikann aðeins: það er semsagt rangt að reyna ekki vísvitandi að koma allri útgerðinni á hausinn, helst svo að það þurfi að borga með því sem seinast verður eftir, og þá verður einhvernvegin allt betra fyrir þennan "almenna borgara" sem ér er ekki fulljóst hver er eða hvað gerir.

Ja, ekki vinnur þessi almenni borgari fyrir sér, það er víst.

Þessi ríkisstjórn virðist ætla að verða verri en nokkur gat ímyndað sér og aðeins nokkrar vikur liðnar frá því hún var mynduð undir forsæti forseta Íslands og aðal-utanríkisráðherra.

Nei, hún á ansi langt í land með það ennþá.  Við erum enn að varpa öndinni léttar hérna megin.  Verst þeir eru enn með eitthvað af bábiljum hálfvitanna sem þeir tóku við af í gangi.  Veit ekki hvaða grillur það eru.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.7.2013 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband