Ritskoðun er það og ritskoðun heitir það.

Aðspurður hvort eðlismunur sé á banni við klámefni og banni við myndbirtingum t.a.m. á Múhameð spámanni telur Ögmundur svo vera. „Ég vil ekki leggja alla hluti undir einn hatt. Ég er ekki gefin fyrir bönn og vil standa vörð um tjáningarfrelsið. En af sama skapi vil ég koma í veg fyrir að gróðaöfl sem einskis svífa í að misnota fólk geti komist óáreitt fram,“ segir Ögmundur.

___________________

Auðvitað hafa menn áhyggjur af klámefni á netinu. Það þarf ekki síður að hafa áhyggjur af ofbeldisefni á netinu og ýmislegt fleira er þar sem ekki er hægt að kalla æskilegt.

En hafa um það hugmyndir að hægt sé að loka á einstaka valda kafla á internetinu er umhugsunarefni.

Það er ritskoðun, sama hvað menn vilja kalla það. Það væri líka ritskoðun að loka á ofbeldisefni sem ég hef ekki síður áhyggjur af.  Nú er bara að sjá hvað menn vilja ganga langt í að loka... bæta í boð og bönn.

Í minni orðabók heitir þetta ritskoðun og maður spyr sig... hverjir ætla að velja það sem loka skal á og hverjir ætla að hafa umsjón og eftirlit með því að það sé gert.

Í Kína og Norður-Kóreu eru örgugglega sérstakar stofnanir ríkisins sem velja það sem landsmenn mega sjá. Þannig yrði það að vera hér líka ef þessir villtu draumar ráðherrans fá brautargengi.

Satt að segja hef ég nokkrar áhyggjur af að verið sé að velta fyrir sér ritskoðun í ráðuneyti á Íslandi.

Ég er ekki að mæla ofbeldis eða klámefni bót heldur að velta fyrir mér því sem suma dreymir um að gera.

Reyndar er það svo að þó svo einhverjir ráðamenn reyni að búa til velþóknunarsíur á internetið mun aldrei takast að loka á valið efni þar og allir vita að borgarar í Kína sjá það sem þeir vilja sjá þó svo stjórnvöld hafi þá opinberu ritskoðunarstefnu sem þar ríkir.

En þetta verður fjörug umræða, og ráðherrann nokkuð hugrakkur að viðra svona hugmyndir þegar skammt er til kosninga.


mbl.is Klámtakmörkun ekki ritskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þetta hugrekki hjá Ögmundi eða er það tondeyfð ,so to speak, hvar hugsun fólksins er um ritog tjáningarfrelsi?

Eða er karlinn svon mikill kommi og honum finnist þetta ekki vera neitt athugavert við þetta?

Eða er karlinn bara svona illa gefinn (heymskur)?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 09:31

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er nú svo sjaldgæft að við séum sammála að ég verð bara að kvitta hérna undir þegar það gerist. enga ritskoðun takk fyrir.

Fannar frá Rifi, 27.1.2013 kl. 13:16

3 identicon

ögmundur er hættulegur maður. þetta er óvinur þjóðarinar nr 1! þessi maður vill galopna hér landamærin. Hann vill gera lögregluni eins erfit fyrir og hægt er með að taka á glæpum með forvirkum heimildum og svo vill hann ritskoða fólk líka og passa hvað við borðum!! þetta er ógeðslegur maður.

ólafur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband