Krónan er ónýtur gjaldmiðill.

Þrátt fyrir að veruleg gengisstyrking krónunnar undanfarna mánuði muni að öllum líkindum hafa þær jákvæðu afleiðingar að draga úr verðbólguþrýstingi er hætt við því að til lengri tíma litið muni slík gengisstyrking gera hagkerfinu enn erfiðara um vik að viðhalda miklum afgangi af vöruskiptum.

___________

Krónan er eins og korktappi í öldusjó. Þú veist aldrei hvar hún er og hver hún er að fara. Það er auðvitað eðlilegt enda er gjaldmiðillinn okkar ónýtur á alþjóðavísu.

Skil ekki stjórnmálamenn sem reyna að halda öðru fram, slíkt er ábyrgðarleysi og populismi.

Hvenær ætli þjóðinn hætti að trúa blekkingatali stjórnmálamanna sem reyna að byggja upp falska trú á ónýtan gjaldmiðil til lengri tíma litið ?


mbl.is Ótímabær fögnuður yfir styrkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur ekkert með krónuna að gera.  Þetta er skuldastaðan.  Við getum haft ytri gengisfellingu (fellt gengið) eða innri gengisfellingu með lækkun launa, lífeyrisgreiðslna og þess háttar.  Menn geta síðan valið. 

Vel að merkja við þurfum að finna lausn á peningamálunum en það er engin einföld leið í því.

Jú menn geta þá fullyrt að með EUR hefði lán húsnæðislánþega ekki hækkað þ.e. verðtryggðar skuldir.  Það sem skiptir máli er hve stór hluti af launum fer í afborganir.  Ef launin lækka en lánin standa óbreytt ertu sennilega að horfa á sömu mynd og ef launin standa í stað en lánin leiðréttast með tilliti til VTN.

Hrunið mun kosta okkur um eina landsframleiðslu þegar upp er staðið (ca 1500 milljarða).

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 09:12

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Krónan hefur aldrei og mun aldrei fá skráningu sem sjálfstæður og sjálfbær gjaldmiðill á alþjóðavísu. Það þýðir að án tenginga við öflugt fjármálakerfi mun hún bara sveiflast fram og aftur og þar með munu efnahagsmál á Íslandi halda áfram að vera eins og þau hafa verið í áratugi....ekkert til að byggja á til lengri tíma með tilheyrandi afleiðingum fyrir landsmenn. Það eru jú bara við sem greiðum þennan fórnarkostnað eins og alltaf.

Að krónan hafi bjargað okkur í hruninu er enn einn tilbúningurinn. Einn stærsti vandi vegna hrunsins er tilkominn vegna gengisfalls krónunnar um tugi prósenta og eftir stendur því vandi heimilanna og skuldara því þar hafnaði fórnarkostnaðurinn svo skiptir hundruðum milljarða.

Líklega verður það einn erfiðasti og langdregnasti vandinn sem varð vegna hrunsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2012 kl. 09:29

3 identicon

Vandi okkar í dag er skuldsetning og það hefur ekkert með gjaldmiðil að gera.  Það er nefnilega hægt að eyðileggja gjaldmiðil eins og annað, nefnilega með peningaprentun.  Það hefur verið gert undanfarna áratugi hér á landi.  Stjórnmálamenn hafa falið hagstjórnarmistök sín með peningaprentun sem aftur hefur leitt til viðvarandi verðbólgu.  Þetta er staðreynd og hefur ekkert með gjaldmiðilinn að gera ! 

Hvernig er nú staðan í skuldamálum

1) Heimilin:  110% af vergri landsframleiðslu

2) Fyrirtækin:  194% af vergri landsframleiðslu (364% á Írlandi, 285% á Spáni).  Samkvæmt AGS er skuldsetning einkageira yfir 211% af landsframleiðslu of hátt.

3) Hið opinbera:  100% af vergri landsframleiðslu en um 125-130% séu lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna teknar saman

Þetta er vandi okkar í dag og að segja að þetta sé aðeins vegna gjaldmiðils er hrein einföldun á stöðunni.  Neikvæð eignastaða þjóðarbúsins er í dag 60% af vergri landsframleiðslu og það eitt og sér er kjarni þess að við erum í svo miklu verri stöðu en þær þjóðir sem við berum okkur saman við.

Og við erum enn að prenta peninga einkum þó hið opinbera (ríki og sveitarfélög) og á meðan það gerist þá verður alltaf viðvarandi verðbólga.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2012 kl. 09:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um að gefa sér rangar forsendur. Röng forsenda: krónan styrkist gagnvart evru. Röng ályktun #1: að það hafi eitthvað eiginleika krónunnar að gera. Röng ályktun #1: að það sé sérstakt vandamál.

Svona er hinsvegar raunveruleikinn. Rétt forsenda: evran er að veikjast gagnvart krónu (og öðrum myntum). Rétt ályktun: það sem af því leiðir er vegna þess sem er að koma fyrir evruna, en ekki krónuna.

Ásamt bankahruninu sem varð hér haustið 2008 var stóra áfallið líka gengishrun. Maður myndi því halda að það væri ánægjulegt að krónan sé að endurheimta eitthvað af fyrri styrk.

Þið evrusinnar verðið svo að fara gera það upp við ykkur hvort að veiking krónu eða styrking krónu séu rök gegn áframhaldandi notkun hennar. Því ekki geta það verið bæði.

Svo væri ágætt ef fólk sem ákveður að tjá sig um peningamál á annað borð, myndi byrja á því að öðlast hundsvit á þeim, áður en settar eru fram ályktanir eða fullyrðingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2012 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband