Icesave gæti enda með skelfingu eða ekki....

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna Icesave-deilunnar, samkvæmt heimildum mbl.is.

Ísland var með samning um lausn Icesave. Þjóðin ákvað að una ekki þeirri lausn.

Nú verður Ísland dæmt af dómstólum þannig að lausn er víðsfjarri og þeir sem trúðu að þetta mál hyrfi með hókus - pókus þurfa að bíða niðurstöðunnar eins og við hin sem vildum semja okkur frá málinu.

Nú er bara að bíða og vona.


mbl.is ESA stefnir Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er það besta sem getur hent íslenska þjóð. þ.e. að  fá dómsniðurstöðu um regluverk ESB um ríkisábyrgð.

Eggert Guðmundsson, 14.12.2011 kl. 10:37

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já...regluverk og samning sem við skrifuðum undir og notuðum þegar það hentaði.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.12.2011 kl. 10:41

3 identicon

Ekki furða að lögfræðistéttin (þ.á.m. forsprakkar Indefence hópsins) hvatti þjóðina til að synja Iceave samningnum síðasta.

Nú verður nóg að gera hjá þeim næstu árin, enda peningar það eina sem vakir fyrir þeim. :)

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 10:43

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Já-menn létu eins og þetta væri bara "hókus/pókus" málið dautt, með því að samþykkja samningana.   Menn "nenntu ekki" að hafa þetta hangandi yfir sér og svo framvegis.   Já hefði þýtt allavega í heilan áratug verulegan halla á fjárlögum, afsal fullveldis í mörgum málum og hér hefði orðið að veðsetja allt upp í skorstein.   Skattur á almenning hefði þurft að tvöfalda, virðisaukaskatt að hætta um 50-100% og afleyðingin hefði verið algjör stöðnun og jafnvel þjóðargjaldþrot.

Við höfum góðan málstað að verja fyrir dómstólum og ljóst að önnur Evrópulönd eru og voru ekki með sín mál í betri málum en við.  Viðurkennt er að eftirlit var í molum víða um heim, óvissa og óskýrar reglur voru um hvort gistilandið eða upprunalandið (heimaland) ætti að fara með eftirlit innstæðna banka sem starfa í mörgum löndum.   Dómsmál gæti hins vegar mögulega valdið því að þeir sem nú gera ráð fyrir að fá 100% heimtur á sínum kröfum séu ekki lengur forgangskröfuhafar, heldur einungis þeir sem eiga 20.887 evrur eða minni innstæður.  Væri ég slíkur innstæðueigandi þá hefði ég meiri áhyggjur en sem óbreyttur skattgreiðandi á Íslandi.

Jón Óskarsson, 14.12.2011 kl. 10:58

5 Smámynd: Óskar

Þetta er nú meira helvítis kjaftæðið í Jóni Óskarssyni.  ,,þjóðargjaldþrot vegna upphæðar sem væri innan við 1% af árlegri þjóðarframleiðslu.   Vá hvað manngreyið er úti á túni. -- en nú, já nú gætu nefnilega mjög erfiðir tímar blasað við.  hókus pókus,,fella samninginn og málið er frá.   - nú eða hvað , nei aldeilis ekki!  Heykvíslahjörðin með forsetalýðskrumarann í fararbroddi plataði þjóðina til að fella samninginn og afleiðingarnar fara nú fyrst virkilega að koma í ljós því miður.

Óskar, 14.12.2011 kl. 11:04

6 identicon

Jón Ingi, það sést í skrifum þínum að þetta er nákvæmlega það sem þú vilt að gerist. Þú vilt að við töpum þessu máli því þá hafðir þú og allt JÁ liðið rétt fyrir ykkur hvað varðar IceSave. Þér er sama hvað þetta mun gera landinu, þú vilt hreinlega að Ísland tapi þessu máli.

Þegar það var kosið um Icesave þá varst það þú ásamt flestu JÁ fólki sem talaðir um eyðimörkina sem Ísland myndi breytast í ef samningnum yrði hafnað. Það gerðist ekki og það hefur ekki heyrst múkk frá ykkur eftir að þið reynduð að steypa þjóðinni á hausinn (smá iðrun væri í lagi). Þess í stað reyndu þið að drepa niður umræðuna.

Núna þegar það er einhver möguleiki á því að allt steypist hér aftur á kollinn þá lofsamið þið það því þið vitið að þá "höfðu þið rétt fyrir ykkur".

Lofaðu mér einnu Jón... ef við vinnum þetta mál, lokaðu blogginu þínu og hættu að tjá þig opinberlega. Helst hættu að kjósa líka.

Kveðja,

Andri

Andri (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 11:09

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Efta getur dæmt sig blátt í "framan" en það breytir engu fyrir okkur, eina sem þeir geta gert er sagt upp EES samningnum hjá okkur sem væri bara hið besta mál fyrir alla Íslendinga.

Að mínu mati eigum við Íslendingar algerlega að hunsa þetta rugl hjá þeim því þetta kemur okkur bara ekkert við.

Óskar, þó að við þyrftum að borga þetta út eftir að hafa tapað fyrir dómsstólum þá erum við samt búin að kaupa okkur mikilvægann tíma sem hefði kostað okkur tugi milljarða í vexti ef Icesave hefði verið samþykkt, við gætum borgað þetta í Íslenskum krónum án vaxta ásamt því að við fengjum 100% af þrotabúinu til að greiða 20000 evrur í staðin fyrir að láta breta og hollendinga fá 50% til að borga upp í 100000 evrur, Í alla staði er þetta betri niðurstaða fyrir okkur að hafa hafnað þessum handónýta icesave samningi sama hversu mikið þú óskast eftir því að þetta hafi komið okkur illa.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.12.2011 kl. 11:18

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég fagna því að farið verði ofan í kjölinn á þessu bankarugli öllu saman. Ég var mjög efins um allt þetta Icesave-klúður fyrir kosninguna, því það var og er ekki búið að rannsaka og upplýsa hvað hafði í raun gerst. En ég hef aldrei verið vissari en núna um að við sem þjóð tókum farsæla ákvörðun, þegar við höfnuðum bankaráns-Icesave-brellunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afstaða okkar í kosningunni mun ekki bara hjálpa okkur, heldur almenningi í Evrópu meir en okkur grunar, og það er það besta. Almenningur í Evrópu hefur nefnilega ekki heldur möguleika á að borga bankaráns-brellurnar þar, sama hvað hver segir þarna handan hafsins.

Sá sem er saklaus kvíðir ekki rannsókn í svona bankasvikamálum. Jafnvel þeir sem eru í dag sagðir sekir, en vissu kannski ekki í upphafi í hvaða vegferð var verið að leiða þá, ættu að fagna rannsókn.

Við höfum ekkert að óttast í þessu máli

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2011 kl. 11:27

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er gott að þú hafir ekki önnur rök Óskar en að þetta sé eitthvað "helvítis kjaftæði".   Enginn ykkar já-manna hefur hingað til reiknað út kostnaðinn sem ríkissjóður hefði þurft að taka á sig með því að samþykkja samningana.    Komdu með þessar tölur.  Komdu með niðurskurðartillögur.  Komdu með skattatillögur.   Komdu með greiðsluáætlun.   Við skulum svo kanna hvor er út á túni.

Það rak engin svokölluð heykvíslahjörð mig til að segja NEI - þá ákvörðun tók ég út frá staðreyndum málsins, útreikningum á kostnaði og mögulegri getu okkar til að greiða.   

Það vantaði ekki hræðsluáróður ykkar já-manna en gaman væri að setjast niður og reikna út hversu miklu af jákvæðum atriðum nei-ið er nú þegar búið að skila ríkissjóði sem og þjóðarbúinu í heild.

Jón Óskarsson, 14.12.2011 kl. 11:48

10 Smámynd: Óskar

Jón Óskarsson- það þarf engar skattatillögur, niðurskurðartillögur etc, vegna þess að HEFÐI SAMINGURINN VERIÐ SAMÞYKKTUR ÞÁ HEFÐI LÁNSHÆFISMAT ÍSLANDS HÆKKAÐ SAMSTUNDIS MEÐ BETRI LÁNAKJÖRUM FYRIR ATVINNULÍFIÐ OG RÍKISSJÓÐ, auk þess sem FJÁRFESTING hefði klárlega orðið meiri.  Þetta hefði borgað upp allan kostnað og rúmlega það.- að auki hefði hugsanlega verið hægt að afnema gjaldeyrishöftin fyrr en hvað heldur þú að þau kostið þjóðina???

Óskar, 14.12.2011 kl. 11:51

11 Smámynd: Jón Óskarsson

@Óskar:  Ert þú einn af þeim sem heldur að peningar verði til af engu ?  Ertu kannski ríkisstarfsmaður eða maður á bótum ?  Bara spyr í mestu vinsemd.  Manni finnst oft með fullri virðingu fyrir öllu því fólki að því finnist peningarnir einfaldlega vaxi á trjánum en þeirra þurfi ekki að afla.

1. Lánshæfismatið hefur lagast verulega síðan samningarnir voru samþykktir.  

2. Alla líkur eru á að það hefði snarversnað við að samþykkja frekari skuldbindingar, því meiri skuldsetning kallar á lakari lánskjör en ekki öfugt.

3. Nei við Icesave í vor hefur ekki stoppað eina einustu fjárfestingu.  Fjárfestingar eru eins og allir vita langt undir því að vera eðlilegar en þar eru aðrar ástæður að baki.  Hætt er við að framkvæmdaaðilum hér innanlands hefði þver á móti reynst erfiðara að fjármagna sig ef Icesave skuldbinding hefði verið samþykkt.

4. Þú hefur greinilega ætlað að fjármagna þessa vexti með lántöku fyrir ríkissjóð sem aftur hefði hækkað enn frekar þá vexti sem ríkissjóður þarf að greiða á hverju ári og er nú nóg fyrir.

5. Þá vexti af nýrri lántöku hefði þurft að fjármagna með aukinni skattheimtu.

Settu dæmið í samhengi við þitt eigið heimilisbókhald og vittu hvort þú færð sömu niðurstöðu og hér að framan eða hvort þú hefðir þurfti að fara í frekari lántökur, selja eignir, afla nýrra tekna og skera niður útgjöld.  

Jón Óskarsson, 14.12.2011 kl. 12:02

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fælir íslendinga frá evrópusamstarfi.

Komi það til að íslendingar verði dæmdir sekir í þessu máli mun það líklega leiða til þess að þjóðin rísi upp og hafni frekari samruna við báknin í Evrópu. Klárlega verður ESB umsóknin dregin til baka og EFTA samstarfið verður rækilega skoðað.

Evrópa og USA eru komin í svo gríðarlega kreppu að markaðir okkar þar munu bíða skaða af, það er ekki eftir neinu að bíða, nú ættu allir útflutningsaðilar að sameinast í markaðsátaki á Kínverska og indverska markaði. Mikilvægt er að kanna neytendamarkaði í þessum heimshlutum til þess að geta aðlagað okkur vörur að þeim.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.12.2011 kl. 13:28

13 identicon

Enn og aftur gleymist það "smáatriði" að EFTA dómstóllinn getur ekkert annað en dæmt um hvort Ísland hafi brotið samninginn um evrópska efnahagssvæðið, ef dæmt er gegn Íslandi þurfa Bretar og Hollendingar að fara í skaðabótamál fyrir íslenskum dómstólum sem þegar hafa dæmt neyðarlögin lögmæt og skaðabótakrafan yrði því verulega erfið.

Ofan á þetta bætist svo að hvernig sem málið fer þá sekkur fjármálakerfið evrópska enn dýpra eftir dóminn því ef Ísland vinnur málið er ljóst að inneignartryggingasjóðir í Evrópu eru nánast einskis virði því það er engin ábyrgð á bakvið þá nema þeir peningar sem eru í sjóðnum. Ef Ísland hins vegar tapar málinu þýðir það að búið er að staðfesta ríkistryggingu á öllum inneignartryggingasjóðum á Evrópska efnahagssvæðinu og hin ýmsu ríki eru þá komin í enn dýpri skít en áður því þá koma skaðabótakröfur á þau ríki út af þeim bönkum sem þegar hafa rúllað og ábyrgðin er endanlega farin úr höndunum á bankamönnum á almenning í gegnum skatta.

Gulli (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 16:34

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Andri... lýðræðisástin er þér í blóð borin og best að þeir þegi sem eru ekki sammála þér

ég held að menn ættu að spara stóru orðin og vona það besta...það er það eina sem við getum í stöðunni. Við brutum samninga og verðum hugsanlega dæmd..

ég sé að sumir hér eru tilbúnir í skotgrafir en ég held að samstaða og samhyggð verði okkar styrkur.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.12.2011 kl. 18:06

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Ég er sammála þér með að samstaða og samhygð verði okkar styrkur, og það sem er enn meira virði er að það hjálpar líka almenningi í öðrum löndum.

Gangi okkur heimsbúum öllum sem best, í nafni kærleika og friðar. Náungakærleikur og friður þurfa ekki landamerki eða pólitíska valdaklíku-flokka, hvorki á Íslandi né í öðrum löndum.  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2011 kl. 20:15

16 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Mér finnst nauðsynlegt að þetta verði rekið alla leið í dómstólum og skorið úr um það hvort það sé virkilega þannig og eigi að vera þannig að hægt sé innan EFTA/EB að stofna prívat fyrirtæki og reka þau í þrot og senda reikninginn til skattgreiðenda.

Ef niðurstaðan verður sú þá hlýtur að fara að fara um fleiri en íslenska skattgreiðendur...

Jón Bragi Sigurðsson, 14.12.2011 kl. 21:10

17 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Nákvæmlega Jón Bragi!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.12.2011 kl. 23:30

18 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Jón Bragi og um leið þá er Jón S ekki vinur íslands

Sigurður Haraldsson, 15.12.2011 kl. 11:53

19 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú heyrist ekkert frá bóndanum á Bessastöðum. Líklegt er að hann geri sér endanlega grein fyrir því að honum tókst að kljúfa þjóðina með því að ganga í lið með stjórnarandstöðunni sem hefur verið hávær og uppivöðslusöm en ekki að sama skapi uppbyggileg og þaðan af síður sannfærandi.

Spurnig er hverjir bjóði sig fram í vor gegn ÓRG?

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2011 kl. 22:11

20 Smámynd: Jón Óskarsson

@Guðjón:   Sem betur fer höfum við forseta sem hlustaði á þjóðina í þessu máli og hikaði ekki við að taka afstöðu gegn núverandi ríkisstjórn.   Það er einmitt hlutverk forseta að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir geri svona bommertur eins og allir samningar um Icesave voru.

Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 22:21

21 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jón Óskarsson: Finnst þér það vera eftirsóknarvert hlutverk forseta að kljúfa þjóðina eins og gerðist?

Spurning er hvernig niðurstaðan verður í þessu máli.

Mér finnst þögnin á Bessastöðum vera merkileg.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2011 kl. 23:19

22 Smámynd: Jón Óskarsson

Forsetinn klauf ekki þjóðina, þvert á móti sameinaði hann þjóðina.  

Dómstólaleiðin hefur alltaf verið afar eðlileg í þessu erfiða máli.   Menn eiga ekki að óttast það að reka mál fyrir dómi.  Fjármálaheimurinn allur mun fylgjast með þessu máli og niðurstaðan gæti mjög líklega orðið fordæmisgefandi um hvernig haga skuli bankamálum sem og ábyrgðum á innstæðum til framtíðar.  Ísland þarf ekki að óttast kostnað vegna fortíðar hvað varðar þetta mál, en framtíðin gæti mögulega orðið landinu dýrari sem og öllum öðrum þjóðum.

Jón Óskarsson, 16.12.2011 kl. 00:13

23 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr Jón Óskarsson látum þá koma og svörum þeim fullum hálsi ef á okkur verður hallað.

Sigurður Haraldsson, 16.12.2011 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband