Geta þeir ekki ákveðið neitt ?

Á flokksráðsfundi Vinstri-grænna í dag var samþykkt ályktun um að færa eigi þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár í svonefndan biðflokk í þingsályktunartillögu um svonefnda rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda.

Það var frábært að koma umhverfismálum í þann farveg að búa til rammaáætlun um virkjanamál og auðvitað var vitað að skiptar skoðanir yrðu um sumt.

En nú sýnist mér VG ætla að taka enn einn póltíska snúninginn á forgangsröðun og verkefnavali sem þeir þó voru með í að stofna til og ætluðu að taka niðurstöðum.

Nú sýnist mér að ákvarðanafælnin og innri deilur þar gætu sett ýmislegt í þessari rammaáætlun í uppnám og kannski erum við á upphafsreit hvað það varðar þegar horft er til VG, hrædddur er ég um að svo fari.

Þetta er að verða æ stærra vandamál hvað VG á erfitt með að vinna mál áfram og ná niðurstöðu... það bara er að verða verulega óþægilegt og skaðlegt fyrir framvindu efnahagsmála á Íslandi.


mbl.is Virkjanir í Þjórsá verði fluttar í biðflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú þarf eg að vera þér ósammála: Ætli sé ekki nóg komið af virkjunum í bili? Við afhendum um 80% af öllu rafmagni sem framleitt er í landinu til stóriðjunnar. Ætli tekjur Landsvirkjunar séu ekki nema 20-25% frá stóriðjunni? Við almenningur greiðum mjög hátt verð fyrir raforkuna.

Viltu Jón að við skuldsetjum okkur meira í þágu stóriðjunnar? Kannski að stóriðjan dragi saman seglin og vilji pakka saman áður en væntingar okkar til hennar.

Svo er annað:

Var á Akureyri í dag og ók framhjá Grasagarðinum. Hvers vegna í ósköpum eru Akureyringar að rækta bjarnakló, þessa varhugaverðu jurt beint niður af Grasagarðinum, rétt sunnan af gamla Farmallinum? Er einhver ástæða fyrir því?

Kv.

Guðjón (Mosi)

Guðjón Sigþór Jensson, 27.8.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Guðjón Sigþór Jensson, Ætli tekjur Landsvirkjunar séu ekki nema 20-25% frá stóriðjunn vill fá tölunar hjá þér og hvort þú segir satt.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.8.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband