Upplýst umræða og kynning mun breyta öllu.

 

Eftirfarandi er heildarskipting svara. Þeir sem segjast vera alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild eru 50,1 prósent. Þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir aðild eru 12,6 prósent og 37,3 prósent segjast vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt aðild.

Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní.

Þetta er stórmerkileg niðurstaða. Aðeins helmingur landsmanna er nú á móti aðild að ESB. Það er merkilegt því neikvæður upphrópunaráróður hefur dunið á landsmönnum mánuðum og misserum saman. Áróður andstæðinganna er oftast afar villandi og jafnvel eru hafðar ragnar og ósannar fullyrðingar, sérstaklega hvað varðar sjávarútvegs og landbúnarmál.

Tæp 40% eru fylgjandi aðild og 12% hvorki né.

Í mínum huga er það dagljóst að þessar tölur munu breytast mikið þegar kynning og upplýst umræða fer fram en það mun gerast þegar samningsdrög liggja fyrir og nú þegar vildi maður sjá meira af kynningu og málefnalegri umræðu.

Nú eru aðeins nokkrar vikur í að 28. þjóðin gangi inn í bandalagið þar sem fyrir eru flestar lýðræðisþjóðir Evrópu og sá ósanni áróður að þjóðir afsali sér sjálfsákvörðunarrétti eru í besta falli ómerkilegur áróður manna sem vita ekki betur eða vilja ekki vita betur.

En þessi könnun sýnir svart á hvít að ótrúlega stór hópur íslendinga vill aðild að ESB þrátt fyrir einhliða áróður andstæðinga sem vilja það helst að ekki komi til þjóðaratvæðis um þessi mál.

Og af hverju skyldi það nú vera ?.... eru þeir kannski hræddir við að þjóðin segi stórt JÁ í þjóðaratkvæði þegar allar staðreyndir málsins liggja fyrir og hægt er að taka afstöðu til þess samnings sem þá mun liggja á borðinu.

 


mbl.is 57,3% segjast andvíg ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þjóðaratkvæðagreiðslan um esb sem mun líklega fara fram í byrjun árs 2013 er aðeins ráðgefandi.
Það er alþingi sem tekur endanlega ákvörðun hvort íslands verði aðil að esb eða ekki.

Óðinn Þórisson, 16.6.2011 kl. 18:46

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvenær ætlaru að byrja á þessari upplýstu umræðu? um leið og menn fara að ræða staðreyndir við þig og aðra esb sinna þá ferðu nauðavörn og þvertekur fyrir og afneitar öllu.

ert þú tilbúin í að ganga í ESB vitandi vits að öll stjórn yfir fiskveiðum mun færast yfir til ESB? þú veist ef þú hefur kynnt þér ESB og ert tilbúinn í upplýsta umræðu að það er engin undanþága sem ísland fær frá stofnsáttmálum ESB. evrópudómstóllinn feldi undanþágu breta úr gildi á sínum tíma vegna þess að hún braut gegn jafnræði og stofnsáttmálum sambandsins.

annað, munu önnur ríki ESB samþykkja það ef áróður ykkar reyndist réttur að við fengjum undanþágu, myndu þau samþykkja slíka undanþágu handa okkur sem þau fá ekki?

Norðmenn fengu á sínum tíma enga undnaþágu.

eða er þjóðarauðlindin sem þú talar svo heitt um þegar umræða um sjávarútvegin á sér stað, og að hún eigi að vera óskoruð eign þjóðarinnar, bara skipti mynt þegar kemur að ESB?

hvort viltu sjávarútveg í eigu íslendinga og ekkert esb, eða esb og forræðið hjá ESB?

Fannar frá Rifi, 16.6.2011 kl. 18:57

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn...þú ert sem sagt að boða að ekkert verði gert með úrslit þar ?

Fannar...upplýst umræða byrjar þegar samningsdrög og staðreyndir liggja fyrir...

en mætti flýta henni með því að andstæðingar hætti að halda úti vísvitandi ragnfærslum eins og t.d. þegar haldið var fram að íslensk ungmenni yrðu boðuð í Evrópuherinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2011 kl. 19:18

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fannar...ertu virkilega svo tregur að drög með innihaldi eins og þú boðar yrði nokkru sinni sett í þjóðaratkvæði.. common ...ég var að biðja um sanngjarna og upplýsta umræðu

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2011 kl. 19:19

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - ég er ekkert að gefa í skyn ég er að segja hvernig hlutirnir eru og einnig get ég bætt við eins og þú veist að þingmenn eru aðeins bundnir af sannfæringu sinni ég trúi því ekki þó svo ég trúi flesti upp á þingmenn sf að þeir fari ekki að sannfæringu sinni.

Óðinn Þórisson, 16.6.2011 kl. 20:02

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

En sem betur fer höfum við menn eins og Ragnar Arnalds og Ásmund Einar þarna framarlega í flokki sem hjálpar gríðarlega fyrir þá sem vilja upplýsta umræðu og góðan samning til að kjósa um.... þessir tveir draga svo skýrt fram öfgana í viðhorfum andstæðinga aðildar... órökstuddir og öfgafullir....svo ekki sé talað um vísvitandi ragnfærslur sem æ fleiri sjá ..

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2011 kl. 20:34

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn..ef sannfæring þingmanna er að ganga geng niðurstöðum þjóðaratvæðis þá eru þeir að þjóna öðrum herrum en þjóðinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.6.2011 kl. 20:35

8 Smámynd: Theódór Gunnarsson

En þessi könnun sýnir svart á hvít að ótrúlega stór hópur íslendinga vill aðild að ESB þrátt fyrir einhliða áróður andstæðinga sem vilja það helst að ekki komi til þjóðaratvæðis um þessi mál.

Þetta fær mig til að velta fyrir mér hvort allir upplifi áróður gegn þeim málstað sem þeir aðhyllast sem einhliða.  Ætli það geti verið?

Theódór Gunnarsson, 16.6.2011 kl. 21:14

9 identicon

Málefnaleg og upplýst umræða hefur ekki farið fram nema mjög takmarkað. En hún mun koma og hér getum við tekið Norðmenn okkur til fyrirmyndar. Mér finnst það dálítið sérkennilegt að allar spurningar Fannars frá Rifi bygggjast annars vegar á vanþekkingu eða misskilningi. En Fannar getur örugglega lært eins og aðrir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 22:18

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Rétt hjá þér Hrafn. Spurningar Fannars frá Rifi byggja á vanþekkingu sem er afleiðing af þeim rangfærslum sem vaðið hafa uppi frá ESB andstæðingum varðandi fiskveiðistefnu ESB.

Sjávarútvegsstefna ESB er ekki, hefur aldrei verið og hefur aldrei staðið til að verði þannig að fiskistofnar ESB ríkja verði sameign þeirra. Aðildarríki ESB hafa sjálf öll yfirráð yfir fiskveiðiauðlindum sínum og taka sjálf allar ákvarðanir aðrar en þær sem vikoma verndun fiskistofna eins og ákvörðunum um heildarafla og svæðislokunum til verndar fyskistofnum. Umhverisvernd er hluti af sameiginlegum ákvörðunm ESB ríkja og þess vegna er þetta með þessum hætti.

Veiðiheimildir fara hins vegar ekki á milli einstakra ríkja. Þegar búið er að ákveða heidlarafla þá hefur hvert ríki full yfirráð yfir sínum kvóta. Kvotinn byggir á veiðireynslu. Þar með halda ný ESB ríki að fullu þeim veiðiheimildum sem þau hafa haft áður en þau ganga í ESB.

Margir eru að rugla því saman að ríki geta veitt úr sínum kvóta inn i fiskveiðilögsögu hvers annars við það að ríki geti veitt úr kvótum hvers annars. Það er ekki sami hluturinn. Staðreyndin er sú að flestir fiskistofnar innan ESB eru í fiskveiðilögsugu tveggja eða fleiri ríkja. Sumir þeirra eru flökkustofnar sem flaka milli þeirra. Hver ríki fyrir sig hefur kvóta úr þessum fiskistofnum byggðum á veiðireynslu. Þau eru hins vegar ekki bundin við það að veiða þann kvóta í eigin fiskveiðilögsögu eins og áður var þegar ekki var um tvíhliða samninga milli ríkjanna um annað heldur geta þau veitt sinn hlut hvar sem útgerðamönnum með kvóta hentar að ná í fiskinn.

Engin af okkar staðbundnu stofnum er til staðar í fiskveiðilögsögu ESB ríkja og því mun ekkert ESB ríki fá heimild til að veiða úr þeim í okkar fiskveiðlögsögu þar sem þau hafa ekki nýlega veiðireynslu úr þeim og munu því ekki fá neinn kvóta úr þeim stofnum. Hvað varðar flökkustofna sem eru sameign okkar og einhverra ESB ríkja þá munu ESB ríkin fá heimild til að veiða úr þeim í okkar fiskveiðilögsögu þegar þeir eru staðsettir þar og að sama skapi munum við fá heimild til að veiða okkar hlut í þeirra fiskvfeiðilögsögu.

Í þessu felst mikið hagræði fyrir alla aðila því þá eru menn ekki bundnir við að gera út stóran flota í stuttan tíma til að veiða allan sinn kvóta rétt á meðan fiskistofninn heldur sig í eigin fiskveiðilögsögu. Þetta er ekki alltaf nákvæmlega sami tíminn og því stendur flotinn og mannskapurinn oft án verkefna meðan beðið er eftir því að fiskurinn láti sjá sig á réttum stað. Það er mun hagstæðara að geta nýtt minni flota og sótt lengur í stofninn eins og hægt er þegar menn geta sótt í hann þegar þeim hantar óháð því hvar hann er staðsettur.

Enn meira hgræði er í þessu í þeim tilfellum sem viðkomandi fiktegund er misverðmætt hráefni eftir árstíma. Þá geta allir sótt sinn hluta á þeim tíma þegar verðmæti hráfefnisins er mest. Fyrirkomulag þar sem hver þjóð er buninni við að sækja sinn hlut þegar stofninn er í þeirra fiskveiðilögsögu er sóun á verðmætum þegar svona háttar um viðkomandi fistegund.

Þetta hagræði af því að þjóðir með sameiginlegan fiskistofn hafi heimild til að sækja sinn hlut í fiskveiðilögsögu hvers annars hefur gert það að verkum að oft er samið um það þegar samið er um skiptingu veiðiheimilda. Það á til dæmis við um samninga okkar um norsk- íslenska síldarstofninn. Við, Norðmenn og Færeyingar höfum samið um að allir geti sótt sinn hluta í fiskveiðilögsögu hvers annars.

Mikið væri gaman að ESB andstæðingar færu að fara með rétt mál varðandi fiskveiðistefnu ESB í stað þess að ástunfa þær rangfærslur sem þeir hafa hafi í frammi til að blekkja þjóðina til að halda að við munum missa yfirráð yfir fiskiauðlyndum okkar og jafnvel missa hluta af auðyndinni til ESB ríkja. Því fer víðs fjarri og er ég þá að tala um óbreyttar reglur án þess að við náum fram nokkrum breytingum á þeim í aðildarviðræðum.

Sigurður M Grétarsson, 17.6.2011 kl. 09:41

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði að lögum þarf að fara fram kosning til Alþingis vegna breytinga á stjórnarskrá.Og síðan þarf að kjósa aftur til Alþingis samkvæmt þeirri stjórnarskrá sem nú er í gildi.En það er gott að það fer að styttast í þessu.Ef ekki verður kominn samningur sem hægt er að kjósa um fyrir árslok næsta árs verður lítið eftir af VG í kosningum í apríl 2013.Það er flestum ljóst nema Samfylkingunni að stjórnin er fallin á tíma.Ef ekki verður kominn samningur áður en ný ríkisstjórn tekur við mun ný ríkisstjórn að sjálfsögðu láta kjósa um það hvort halda skuli viðræðunum áfram eða taka ákvörðun um að slíta þeim.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2011 kl. 22:49

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það sem orskar það að þeim sem vilja aðild fjölgar er að sjálfsögðu það að fólk er komið með það á sálina að sitja uppi með Jóhönnustjórnina til eilífðar og fólk grípur því sérhevrn vonarneista um eitthvað skárra og sér ESB í hyllingum.Um leið og komin verður ný ríkisstjórn einhverra annarra en þessa handónýta liðs þá snýst þetta við.Kosið verður í síðasta lagi til Alþingis í apríl 2013.ESB draumur Samfylkingarinnar er búinn.

Sigurgeir Jónsson, 17.6.2011 kl. 23:00

13 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jæja..Sigurgeir..ég sé að þú ert búinn að ákveða niðurstöður 2013. Ég vissi ekki að þú værir miðill...en lengi má manninn reyna

Jón Ingi Cæsarsson, 18.6.2011 kl. 00:09

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einhverra annarrra.. vill miðillinn ekki fræða okkur forvitna um hvernig fer í kosningum og hverjir mynda stjórn...kannski Framsókn og Sjálfstæðisflokkur á ný þannig að við getum byrjað rúllettu 1995-2007 á ný...og kannski hefur þú ákveðinn ritstjóra í huga þegar þú sérð fyrir þér hver stjórnar .... hvað segir kúlan ??

Jón Ingi Cæsarsson, 18.6.2011 kl. 00:15

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sigurgeir, lestu Grænbókina sem ESB gaf sjálft út um árangurinn. er engin stofn sameiginlegur? Grálúða merkt á Svalbarða synti vestur fyrir Ísland þar sem hún veiddist. Spænsk útgerð kaupir útgerð hér, kemur til veiða með spænskan togara og spænska áhöfn og spænska kjarasamninga. veskú, hvernig keppa íslenskar útgerðir og íslenskir sjómenn við slíkt?

Fannar frá Rifi, 19.6.2011 kl. 00:39

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fannar frá Rifi. Enn ert þú að fara með rangt mál varðandi sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. ESB reglur varðsndi sjávarútgerð gefa ríkjum ekki heimild til að fara með þesum hætti bakdyrameginn inn í kvóta annarra ríkja. ESB leggur upp úr byggðarstefnu og ríki ESB hafa umtalsverðar heimildir til að tryggja að sjávarbyggðir þeirra njóti fiskimiðanna fyrir utan hjá þeim. ESB ríki hafa nokkuð frjálsar heimildir til að setja reglur um þau skilyrði sem þarf til að fá úthlutað úr þeirra kvóta og þá sérstaklega reglur sem ætlað er að vernda sjávarbyggðir.

ESB ríkjum er meðal annars heimilt að setja skilyrði um að meirihluti áhafnar komi frá sjábarbyggðum nálægt miðunum og að aflanum sé landað til vinnslu hjá þeim. Ef við Íslendingar tökum það gæfuspor að gangá í ESB þá höfum við fulla heimild til að svifta Spænska útgerð veiðiheimildum ef hún ætlar að fara að haga sér með þessum hætti. Við getum sett reglur um að skip verði að vera skráð á Íslandi til að mega veiða úr okkar fiskistofnum og þar með að virða íslenska kjarasamning. Reyndar dreg ég það verulega í efa að spænskir kjarasamningar sjómanna séu eitthvað lakari en íslenskir kjarasamningar.

 ´

Hér er ég ekki að tala út frá neinum breytingum eða undanþágum sem við gætum hugsanlega fengið í aðildarviðræðum heldur einfaldlga ESB reglur eins og þær eru í dag. Staðreyndin er einfaldlga sú að það er ekkert annað en hluti af mýtum og hræðsluáróðir ESB andstæðinga þegar þeir eru að halda því fram að eihver hætta sé á því að við missum veiðiheimidlir til annarra ESB ríkja ef við göngum í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 20.6.2011 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband