Ætla að endurreisa gamla Ísland Sjálfstæðisflokksins.

 

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í morgunþætti Bylgjunnar, að hann teldi tímabært að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið.

Sjálfstæðismenn, hægri menn  og útgerðarmenn fara hamförum vegna fyrirhugaðra breytinga á sjávarútvegsstefnunni. Þá breytingu höfðu núverandi stjórnarflokkar boðað í aðdraganda síðustu kosninga.

Það er fróðlegt að fylgjast með hvernig æði hefur runnið á alla hægri menn á Íslandi, svo að maður man varla annað eins.

Það er ljóst að þeir ætla að beita sér fyrir því að öllu afli að GAMLA ÍSLAND, Sjálfstæðisflokkins verði endurreist og tímarnir fyrir hrun komi aftur.

En vill þjóðin fá til baka Ísland einkavinavæðingar, fyrirgreiðslu, pólítsíkrar spillingar og þjóðarauðlindirnar í eigu útvalinna flokksgæðinga ? Maður spyr sig ?

Það er þá best að kanna það lið fyrir lið með þjóðaratvæði um stóru málin og það hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að styðja heilshugar.

Eins og allir vita hafa þeir orðið ákafir stuðingsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna og það er jákvæð breyting í þeim ranni.

Vonandi er það ekki þannig að það eigi bara við þóknalegt mál en ekki öll.... á það mun reyna á næstunni þegar tillaga um þjóðaratkvæði um sjávarútvegsstefnuna kemur fram á Alþingi.


mbl.is Þjóðaratkvæði um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á sjálfsögðu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál.Mér sýnist á könnunum að meirihluti sé fyrir að afnema kvótakerfið.Ég er reyndar ekki sammála því að afnema það.Flest ef ekki öll útgerðarfélög í dag hafa keypt þennan "gjafakvóta" sem var.Tapið fyrir fyrirtækin ef kerfið verður afnumið að fullu er því mikið og ekki bara það.Sala og leiga á aflaheimildum hefur undanfarin ár hefur haft í för með sér Tilfæringu(nota ekki hagræðingu því það er orðið hálfgert klámyrði í dag) sem hefur stuðlað að eflingu atvinnuvegarins þannig að hann stendur mjög sterkt í dag.Hætta er á að sjávarútvegsfyrirtækin hrynji við þetta en kannski koma ný í staðinn.Hver veit?En að sjálfsögðu á þjóðin að hafa síðasta orðið í þessu eins og öðru

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband