Eru það bara VG þingmenn sem mega ?

 

"Mikil reiði er innan VG vegna ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í gær, þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð þingmannanefndar sem fjallaði um ráðherraábyrgð og landsdóm."

Jóhanna Sigurðardóttir lýsti þarna sínum persónulegu skoðunum sem þingmaður. Margir þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna hafa aftur og aftur talað gegn stjórnarsáttmálanum og farið út og suður í umfjöllun sinni um hin ýmsu mál. Má þar td nefna ESB umræðuna, orkumál og fleira og á þeim bænum þykir ekkert tiltökumál þó þingmenn og ráðherrar tali gegn stjórnarsáttmála og meirihlutasamkomulagi.

Svo kemur Jóhanna Sigurðardóttir og lýsir sínum skoðunum og af því þær falla ekki eins og flís við rass hjá sumum VG liðum verða þeir hálf galnir og þola ekki örðum að lýsa eða hafa skoðanir sem þeim henta ekki.

Sumir sjá alltaf flísina í auga annarra en aldrei bjálkann í eigin auga...

  hafa þingmenn ekki verið að reyna að telja okkur óbreyttum trú um að þetta mál sé ekki flokkspólítískt heldur verði hver og einn þingmaður að gera þetta upp við eigin samvisku ? eða var ég að misskilja eitthvað í aðdraganda.. mér sýnist að VG líti á þetta fyrst og fremst sem flokkspólitík.


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nú svolítil einföldun hjá þér Jón Ingi. Aldrei hefur Steingrímur sagt eða gert neitt á móti vilja Jóhönnu. Að sama skapi hafa margir þingmenn SF talað gegn tillögum VG, hvort heldur þær tillögur hafi verið í anda stjórnarsáttmálans eða ekki. Því er kannski ekki skrítið að þingmenn VG séu ósáttir þegar formaður samstarfsflokksins kemur með svona útspil.

Aldrei hvarflaði að mér að ég ætti eftir að vera sammála Jóhönnu, en það er ég í þessu máli. Reyndar er það umhugsunarefni að svo alvarlegt mál sem þetta er skuli verða að flokkspólitísku máli. Þingmenn eiga að fara eftir eigin samvisku og taka afstöðu til þessa máls samkvæmt því. Það eitt að þingmenn skuli þurfa að fylgja einhverjum flokkalínum gerir þingið óhæft til að afgreiða málið.

Það er nokkuð ljóst að allir ráðherrar hrunstjórnarinnar og reyndar einnig ráðherrar þar á undan hafa ekki viljandi ætlað að vinna þjóðinni skaða. Það er einnig hæpið að hægt sé að sanna lögbrot í embættisfærslu og alveg örugglega ekki viljandi lögbrot. Það er einnig ljóst að embættisfærlur flestra ráðherra var ekki til fyrirmyndar í undanfara hrunsins. Um þetta fjallar hrunskýrslan nokkuð vel og bendir á margt sem betur mætti fara. Þing og þjóð á að nýta þá skýrslu til að laga það sem aflaga fór, ekki til hausaveiða!

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2010 kl. 07:22

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón það er ekki von fjórflokkurinn getur ekki dæmt sjálfan sig! Þar ríkir spilling, valdagræðgi, einkavinavæðing, lygar, úrtölur, þjófnaður, ábyrgðarleysi og fáránleiki!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 07:49

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

 Gunnar... var ekki að tala um Steingrím  sérstaklega. En ég trúi nú varla svo dæmis sé nefnt, að þú sért búinn að gleyma ummælum ráðherrans Jóns Bjarnasonar um hin ýmsu mál...eða þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Guðfríðar Lilju..  Sigurður..eru þetta ekki dálitlar alhæfingar hjá þér ?

Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2010 kl. 07:54

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þeir þingmenn Vg, sem tjáð sig hafa um málið, hafa sagt í þinginu, að núna sé mikilvægt sem aldrei fyrr að menn og konur taki ákvörðun samkvæmt sinni sannfæringu og engu öðru.  Er Jóhanna ekki bara að því?

 Er þetta eitthvað öðruvísi en þegar dómsmálaráðherra þjóðarinnar, lýsir því yfir að Atli Gíslason hafi sannfært sig í þingflokknum, áður en að málið var rætt í þinginu?  Eða er þetta eitthvað öðru vísi, þegar að Lilja Mósesdóttir, kallar Landsdóminn, uppgjör við markaðshyggjuna?.  

 Það eru nú meiri líkur en minni, að bæði Ögmundur og Lilja, hafi slæðst inn á þing, vegna þess að í apríl 2009, var þetta uppgjör við markaðshyggjuna?

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.9.2010 kl. 08:38

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fólk er eindregið kvatt til að segja frá skoðunum sínum, en það hefur hinsvegar áhrif á það hvernig aðrir meta það. Þegar Jóhanna gengur svona opinberlega í samtryggingarkerfið hlýtur það að hafa áhrif á það hvort fólk vill stýðja hana til valda. En hver veit nema að gegnsæja spillingin að hætti Gnarristanna reynist henni jafn vel og upphafsmanninum.

Héðinn Björnsson, 21.9.2010 kl. 09:19

6 identicon

Það er líka dálítið langt á milli þess að vera ósammála samstarfsmanni og koma því sómasamlega til skila og að skíta yfir allt bakið á honum. Ekki það að ég telji Jóhönnu hafa einhverja sérstaklega mikla sannfæringu í því sem hún sagði, eina sannfæringin hafi verið að hún hafi þurft að drulla all hressilega yfir Atla til að koma í veg fyrir splundrung innan Sf.

Gunnar (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 09:48

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að mínu mati sýndi Jóhanna dómgreindarleysi að lýsa skoðun sinni með þeim afdráttarríka hætti. Hún er jú forsætisráðherra ekki aðeins Samfylkingarinnar heldur þjóðaarinnar allrar.

Ef hún telur að Landsdómur eigi ekki að fara með mál gegn ráðherrum á hún annað hvort að afnema þessi lög með aðstoð Sjálfstæðisflokksins eða jafnvel segja af sér ella.

Sjá nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1097535/

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.9.2010 kl. 12:37

8 identicon

Djö.....

Og Frammsókn sleppur stykkfrí.

Gerðu þeir ekkert rangt af því að það er svo langt síðan???.

Það er í mínum huga ekki boðlegt að gera þetta svona.

Ekki ósvipað því að dæma skipstjórann og áhöfnina fyrir að geta ekki afstýrt því að skipið sökk eftir að hafa lent fyrir tundurskeyti.

Og Togga Kata komin aftur inná þing ný pússuð og straujuð. 

 kræst!

Birkir Marteinsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 14:36

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón það er því miður ekki hægt að segja það þau láta eins og vitfirðingar þarna á þinginu!

Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband