Siðblinda er erfið.

 

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segist í viðtali við Fréttablaðið í dag vonast til þess að fram fari opinber rannsókn á vinnulagi sérstaks saksóknara.

Siðblinda er erfið og þeir sem henni eru haldnir eiga erfitt. Þeir sjá ekkert að gjörningum sínum og allt er öðrum að kenna en þeim sjálfum. Margt bendir til að Sigurður eigi nokkuð erfitt en hann sér ekkert að hjá sér og það fyrsta sem honum dettur í hug að þurfi að rannsaka þann sem er að rannsaka hann..

Svo kemur væntanlega krafa um að sá sem rannsakar sérstakan saksóknara sæti sérstakri rannsókn fái hann ekki niðurstöðu sem hentar Doninum.

Sigðurður.. þjóðin er hreinlega búin að fá nóg af svona köllum og ég held að sé kominn tími á að þú áttir þig á því :


mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vissulega er auðvelt að leiða að því líkum að Sigurður sé siðblindur kjaftaskúmur.

En oft ratast kjöftugum rétt orð í munn; „Það sem ég er að reyna að segja er að ég ber mína ábyrgð en ekki gagnvart þjóðinni og ég tel að það sé þeirra sem til hennar sóttu umboð að standa henni reikningsskil gjörða sinna. Í þeim efnum er ég auðvitað að tala um stjórnmálamenn og embættismenn í stjórnsýslunni," segir Sigurður.

Sigurður og hans líkar tilheyra fortíð sem litlu verður um breytt.  Á þingi og innan stjórnsýslunnar er stór meinsemd sem verður að uppræta ef við ætlum að komast upp úr forinni.

Magnús Sigurðsson, 28.8.2010 kl. 09:11

2 identicon

Þetta viðhorf að þar sem hann starfaði ekki í umboði þjóðarinnar skuldi hann ekki afsökunarbeiðni er hlægilegt, geta stjórnendur BP olíurisans ekki sagt það sama, þó þeir hafi mengað höfin okkar allra?

Þorgeir (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 10:24

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér Jón Ingi, og að honum skuli finnast það sniðugt að hafa geta komist upp með það sem að hann gerði í skjóli nætur og skjóta á þá sem áttu að passa að hann gæti ekki, er sorgleg siðblinda að sjá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.8.2010 kl. 10:51

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá þér Jón Ingi - EN Sigurður hefur líka rétt fyrir sér - bara ekki á þann hátt sem hann segir -

mér finst full ástæð til þess að kanna það hversvegna ekki var gengið í það að handtaka Sigurð - mér finnst full ástæða til þess að rannsaka hversvegna allur þessi tími hefur liðið án þess að kærur hafi verið gefnar út - mér finnst full ástæða til þess að rannsaka hvor sérstakur hafi einhverja yfirsýn yfir það fjármagn sem hefur horfið á þessum tíma..OG hvort hann sjái leið til þess að finna það og sækja.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.8.2010 kl. 11:29

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sérstakur saksóknari getur ekki svarað fyrir af hverju breska lögreglan handtók Sigurð ekki... það þurfa þeir að gera sjálfir.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.8.2010 kl. 11:54

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Saksóknari getur svarað fyrir það hversvegna hann rak ekki á eftir handtöku - eins getur hann svarað hinum þáttunum - væntanlega.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.8.2010 kl. 03:22

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Manni er gróflega misboðið í hvert sinn sem hans (Sigurðar) og álíka kumpánar opna á sér þverrifuna. Þeir ættu að hafa vit á því að halda kj..... En ef menn eins og umræddur maður myndi biðja þjóðina afsökunar þá fyrst yrði mér misboðið. Þeir höfðu tækifæri á því að gera það fyrstu daganna og viku eða tvær eftir hrun - eftir það er afsökunarbeiðni marklaust kjaftæði.

Páll Jóhannesson, 30.8.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband