Aulabrandarar til eilífðar ?

 

Mér sýnist og heyrist að Jón Gnarr og Bestiflokkurinn séu á mörkum þess að ofleika fyndnina. Allir sem fylgjast með borgarmálefnum sjá að þessi flokkur hefur ekkert nýtt fram að færa og hefur tekið upp spilamennskuna eins og frá var horfið hjá hefðbundnum stjórnmálamönnum.

Vinir ráðnir í embætti, laxveiði spreðað á báða bóga á kostnað Orkuveitunnar, bíll handa borgarstjóranum og svo framvegis. Framundan eru miklar verðhækkanir á orku og niðurskurðarhnífurinn er kominn á loft. Þetta var fyrirséð að þyrfti að gera en kjósendur voru tilbúnir að stökkva til og kjósa brandarakalla til leiks í þeirri von að hinn bitri sannleikur kannski hyrfi eins og fyrir töfra.

Það er greinilegt á athugasemdum við frétt á Eyjunni að fólk er að verða þreytt á brandarleikjum borgarstjórans og kalla eftir því að hann fari að vinna vinnuna sína og hætti skrípalátum og athyglissýki sem hann er óneitanlega nokkuð þjáður af.

Ég hef áhyggjur af félögum mínum í Samfylkingunni að þurfa að spila með í þessum aulabröndurum sem eru að verða nokkuð þreyttir að mínu mati og fleiri.

Ég vona að gerðar verði skoðanakannanir fljótlega í haust þannig að Besti flokkurinn fari að átta sig á að leikurinn er búinn og nú er komið að alvörunni... ég kalla þá góða að halda einum borgarfulltrúa í könnun eftir nokkra mánuði ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut... annars er enginn Besti flokkur til í opinberri umræðu..þetta er bara leikarinn og brandarakallinn Jón Gnarr að gera gys að kjósendum og Reykjavík.


mbl.is Uppátæki borgarstjórans vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón, gleymdist að segja þér frá því að Bezti flokkurinn var ekkert annað en aukaframboð LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR????  Enda ert þú Akureyringur og LANDRÁÐAFYLKINGIN er ekkert þekkt fyrir opin vinnubrögð....

Jóhann Elíasson, 6.8.2010 kl. 17:59

2 identicon

æi í guðana bænum eignastu betra og skemmtilegra líf..

jesús minn.. 

hann er að standa sig fanta vel, er að vinna vinnuna sína vel sem borgarstjóri, og bara smá glens með. 

hann hefði verið á annað borð viðstaddur gay-pride hátíðina, og sett hana eins og hann var beðinn um.. Af hverju mátti ekki bæta við smá glensi og koma fram í kjól. 

þoli hreinlega ekki svona þunglynda pappakassa eins og þig. 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:00

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Berglind mín..þú svífur enn á skýji og vonar þess að stjórnun sveitarfélags sé brandari og allt hverfi ef maður er fyndinn... gott með enn ekki bara það.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2010 kl. 18:09

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kunningi minn bað mig um að skrifa eftirfarandi vísu hérna og geri ég það fyrir hann þótt mér sé það þvert um geð enda er vísan bæði illa ort og efnið út í hött.

Borgarstjóri við væl og víl
verður að glíma
og veður um í vetnisbíl
í villu og svíma.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.8.2010 kl. 18:16

5 identicon

Þetta virðist nú ekki bara vera aulabrandari. Þegar þette er skrifað er fréttin um Jón Gnarr þriðja mest lesna fréttin á vef BBC. Þetta virðist því vera grín með merkingu sem höfðar til margra.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:23

6 identicon

Það kemur í ljós eftir 4 ár hve reikningurinn verður hár fyrir grínið.  Vonandi þurfum við ekki að borga stórfé fyrir það í lok tímabils. Öllu gríni fylgir jú einhver alvara er sagt. :-)

Sveinn (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:31

7 identicon

3. mest lesna greinin já.... Ekki skildi nú vera ávinningur af því? Ekki skildi þetta vera ókeypis landskynning sem annars hefði kostað tugi milljóna íslenskra króna...?

Jah, svei mér þá.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:47

8 identicon

nei nei.. sendum bara Gísla Martein aftur út.

Eða búum til aðra línu.net

Eða byggjum aðra Perlu

EÐA kaupa gömul hús sem eru að hrynja, og eyða hundruðum miljóna í að gera þau upp. 

Hinir flokkarnir hafa verið einmitt að gera svo frábæra hluti einmittttt..... hahahaha Villi borgarstjóri GRÍN.IS, REI málið... og allt þetta helv.. kjaftæði.. 

Gnarrenburg er að standa sig með prýði, bíðið þangað til hann misstígur sig, þákannski bakka ég aðeins, en meðan hann er að standa sig vel.. þá sé ekkert að því að hann sé borgarstjóri. 

Grín er ekki bara Grín kallarnir mínir... 

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 19:53

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Flest bendir til að Jón Gnarr aðhyllist „popularisma“, þ.e. að ganga í augun á einhverjum hópi kjösenda sem gangast fyrir vinsælum uppátækjum. Hann dregur mjög úr þeim virðuleika sem þetta embætti hefur fram að þessu fylgt. Því hafa gegnt ýmsar persónur - og kannski leikendur, en ætli þetta verði ekki talið vera af mörgum n.k. trúðshlutverk. Engin n veit fyrir hvað Jón Gnarr stendur fyrir hvort hann líti á sig sem „toppfígúru“ í skjóli Samfylkingarinnar og hyggist brúa bil, kannski í þágu gamla borgarstjórnaríhaldsins?

Hvenær hann tekur að leika alvörugefinn borgarstjóra, kannski dregur hann upp persónu Georgs Bjarnfreðssonar og stýrir borginni með harðri hendi rétt eins og Davíð forðum, - ætli Heimdellingarnir myndu ekki fagna slíku? Annars geta listamenn verið mjög varhugaverðir stjórnendur. Var ekki Neró einn þekktasti listamaður sinnar samtíðar í Róm?

Hvort Reykjavík brennur og Jón Gnarr spilar þá undir skal ósagt látið. Alla vega eru þessir þankar komnir út á varhugaverðar brautir. En eins og Danir segja: Tankerne er toldfri!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.8.2010 kl. 20:18

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hrafn.. mest lesnu fréttir á fjölmiðlum er ekki mælistika á ágæti.. Paris Hilton er td uppáhald allra lesenda fjölmiðla og allt henni tengt mest lesið.. og það er ekki vegna hæfileika eða snilldar hennar. Gæti verið að lestur á þessu tengist svipuðu hugarfari lesenda ?

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2010 kl. 20:21

11 identicon

Sveinn: af því að seta fyrri borgarstjórna kostaði okkur ekkert?

Jón kann þá kúnst að vekja athygli á alvarlegum málefnum með nýstárlegum hætti, enda maðurinn vel gáfum gæddum. Minni t.d. á frasann "ættleiðum róna" og svo auðviðtað þessi sniðuga uppákoma í gær. Öllu gríni fylgir alvara, ekki satt?

siggalar (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:51

12 identicon

Mosi, mér hefur ekki alltaf fundist virðuleikinn vera það sem lafir við borgarstjóra þá sem á undan Gnarr hafa setið.  Hann er ekki síður virðulegur en sumir þeir kónar. Svo finnst mér hann þokkalega skemmtilegur líka.

núll (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:20

13 identicon

http://gyazo.com/4fff6f675b4ff08585ee839827bf5f9d.png

Afsakið... Mest lesna greinin.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 22:31

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Sælir félagar og frábær málefnaumræða hjá ykkur! Gott að sjá að fólki um allt land er ekki sama um borgina sína.......ég færi ykkur kærleikskveðjur úr björtum herbergjum Besta flokksins og verð að hryggja ykkur með að þar er unnið dagana langa að úrlausnum málefna borgarinna, fyrirtækja hennar og þegna.

  Og svo ekkki sé minnst á af miklum krafti og velvilja, þetta tekur allt tíma og mun margt óneitanlega verða erfitt en merkilega er það nú samt gaman í jákvæðum og kraftmiklum hópi og með borgarstjóra sem tekur svona þátt í mikilvægum málefnum á tyllidögum borgarinnar er ekki að skemma fyrir.

Í dag færði ég einmitt Jóni handgerða glósubók frá bókagerðarmanni á Akureyri með sérþrykktri kápu, það var fallegt handverk og skemmtileg gjöf að gefa, þar er drengur sem missti einmitt vinnuna sína á Húsavík í kreppuniðurfallið og fann sér eitthvað að gera og skapa til að lifa af. Gleði gleði...

Áfram Reykjavík og áfram Ísland allt!

Hafið það hinseginn og gott um helgina...kv Gústi

Einhver Ágúst, 6.8.2010 kl. 23:16

15 identicon

Mig grunar að ef Jón Gnarr hefði mætt í jakkafötum í óperuna og haldið týpiska, ófrumlega og leiðinlega ræðu þá hefði enginn haft neitt við það að athuga. Fyrst hann fór þarna (eftir kl 21 að kvöldi vel að merkja, ekki á venjulegum vinnutíma) í kjól þá er látið eins og allur tími borgarstjórnar sé undirlagður af kjánaskap.

Hvað varðar samlíkingar við fréttaflutning af Paris Hilton þá er það augljóst þeim sem vilja sjá að erlend blaðaumfjöllun um Jón er á jákvæðum nótum en það sama er ekki hægt að segja um Hilton. Þessi samlíking er eins og að segja að blaðaumfjöllun um náttúru Íslands sé slæm því þegar mest er fjallað um náttúru í erlendum fjölmiðlum þá er það til að segja frá hamförum eins og jarðskjálftanum á Haiti og flóðum í Kína.

Að taka skítkast nokkurra einstrengingslegra þverhausa á Eyjunni alvarlega sem mælikvarða á skoðanir kjósenda eða almennings... Ég bara held að ég segi ekki meira um það.

Dagur (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 00:16

16 identicon

Almenn leyfi til markaðssölu og götuskemmtikrafta í miðbænum, graskerið er farið, yfirhalning á leik- og útivistarsvæðum borgarinnar, laxveiðileyfi borgarinnar gefinn til fyrirmyndarborgara í stað pólitíkusa, borgarstjórabíllinn bæði umhverfisvænn og kostar borgina ekki krónu. En, hann hefur náttúrulega ekki eytt milljörðum í gæluverkefni (GGE, Perlan, Ráðhúsið, Lína.Net, OR, öll gömlu húsin sem _varð_ að kaupa), þannig að auðvitað er hann ekki _alvöru_ borgarstjóri ennþá.

Einar Þór (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 10:29

17 identicon

Það sýnir sig best á mörgum þessum bloggum hérna við þessa frétt, hvað fólk er ótrúlega neikvætt og ferkantað að verða á þessu landi!!! Getið þið neikvæðnispúkar bent á einhvern reyndan stjórnmálamann hér á landi sem er að standa sig vel???? Það er þó allavega hægt að finna til gleði yfir þessum borgarstjóra og það er nú meira en hægt er að segja um nokkurn annan....og hvaða borgarstjóri hefur verið súper borgarstjóri í Reykjavík?????

Áfram Jón Gnarr!!!

Sigrún (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:38

18 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einar Þór..enginn eftirbátur því.. gæluverkefnin eru á leiðinni.. múmínálfar og ísbirnir.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.8.2010 kl. 10:37

19 Smámynd: Halla Rut

Það er nú einu sinni þannig, Jón, að það er Samfylkingin sem ræður í borginni og er það einmitt ástæðan fyrir aðgerðaleysinu og öllum þeim hækkunum sem eru á leiðinni. Þeir vinna nú þarna nákvæmlega eins og þeir vinna í landsmálunum. Þetta eru kommar sem trúa því að með því að hækka skatta þá fái þeir meira í kassann. Reynslan og bara einfalt vit segir auðvitað allt annað en kommar bara skilja það ekki.

Svo þakkaðu ruglinu þínu eigin fólki.

Halla Rut , 8.8.2010 kl. 13:15

20 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Það er enginn aulabrandari hjá borgarstjóra að mæta í dragi á Gay Pride. Þvert á móti er þetta mjög vel til fundið.

Sindri Guðjónsson, 8.8.2010 kl. 14:12

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri vill greynilega ekki áð hann sé tekinn alvarlega -

Óðinn Þórisson, 8.8.2010 kl. 17:48

22 Smámynd: Einhver Ágúst

Við Sindri og tugir þúsunda annarra Reykvíkinga tökum mannréttindi samkynhneigðra og almenna gleði mjöög alvarlega.....

Það eru voðalega fáir Kommar á sveimi í Ráðhúsinu Halla mín.....mun fleiri hommar sem betur fer.

Hvað er svona etirsóknarvert við að vera tekinn alvarlega? Eða ertu kannski að meina að fólk eigi að vera hrætt við mann, er það þín mælistika á að vera tekinn alvarlega?

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 9.8.2010 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband