VG mun einangrast vegna sundurlyndis.

 

Ljóst er að mikil pressa er komin á stjórnarsamstarfið með skýrum yfirlýsingum þingflokksformanns og nokkurra þingmanna vinstri grænna um að þeir styðji ekki ríkisstjórnina, verði samningur um kaup Magma Energy á hlut í HS orku ekki ógiltur.

Vinstri hreyfingin grænt framboð var lengi ekki talinn stjórntækur flokkur frekar en Kvennalistinn á sínum tíma. Það var fyrst og fremst vegna þess að flestir töldu að einstaklingshyggjan og kverúlantaháttur ýmissa þingamanna flokksins væri óbærilegur í samsteypustjórn.

VG sýndi síðan gríðarlega ábyrgð þegar formaður flokksins mætti til leiks við stjórn landsins með bróðurpart liðsins að baki sér. Hann hefur ekki látið deigan síga og hefur tekist á við ofurmannlega erfiðleika og verkefni sem fjármálaráðherra. Að baki honum eru traustir hófsamir þingmenn flokksins eins td Björn Valur og Árni Þór sem virðast herðast við hverja raun, hófsamir og baráttuglaðir.

En svo er það LIÐIÐ sem mætir látlaust til leiks í fjölmiðlum ef þeim mislíkar eitthvað eða eitthvað kallar á að þeir þurfi að sína mátt sinn og megin. Guðfríður Lilja, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason eru þar fremst í flokki og oft sést glitta í Ögmund þó svo hann virðist vera að átta sig á tilgangsleysinu.

Að búa við slíkt í stjórnarsamstarfi að eiga látlaust von á stórsólóuppákomum einstakra þingmanna í fjölmiðlum þar sem gengur á með hótunum um að hætta stuðningi við stjórnvöld er auðvitað óþolandi. Enginn stórnmálaflokkur á Íslandi treystir eða vill vinna með slíkum. Stjórnarsáttmálar eru ekki virtir ef það hentar sýniþörf þessara þingmanna og að þurfa að sitja undir hótunum linnulaust..æ og síð er enginn tilbúinn að búa við til lengdar. Ef ásýnd VG verður þannig að enginn geti treyst því að samkomulag og stjórnarsáttmálar haldi og einstakir þingmenn mæti í fjölmiðla til þess eins að hóta og ógna þá er slíkt ekki á vetur setjandi.

Í risaverkefni eins og endurreisn Íslands er má búast við að einhvertíman gefi á bátinn. Eðlilegt og sjálfsagt. En þá leysa menn þau mál í flokkunum og í samstarfi við þá sem unnið er með en ekki mætt og hótað og kallað á torgum. Slíkt er óábyrgt og gerir það eitt að verkum að þeim er ekki treystandi í stór verkefni. Ljóst er að þessir þingmenn ganga gegn eigin formanni og eigin forustu en það er innanhússvandamál hjá VG og kemur engum við nema þeim sjálfum.

Þessir umræddu þingmenn munu alltaf haga sér með þessum hætti og ég sé ekki að aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi treysti sér í samvinnu þar sem ekkert er fyrirséð og von er á hnífnum í bakið við öll tækifæri sem hentar geði viðkomandi þingmanna. VG mun því einangrast á ný sem stjórnmálaflokkur sem ekki er treyst í samstarf.. og það á við um alla flokka sem gætu þurft að vinna með þeim í framtíðinni.

 


mbl.is Styðja ekki ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það er heiðarlega fólkið í VG sem sér loksins að Formaðurinn er til sölu

Steinar Immanúel Sörensson, 26.7.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 1252
  • Frá upphafi: 818022

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1238
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband